Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 11.06.2009, Blaðsíða 34
 11. JÚNÍ 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● landið mitt austurland Í gömlu fiskvinnsluhúsi á Stöðvarfirði er nú ljósmynda- sýning og handverksmark- aður. Salthúsið var opnað á Stöðvarfirði í síðustu viku en þar er búið að setja upp ljósmyndasýningu um fisk- verkun á staðnum og myndbands- verk um fiskveiðar og fiskverkun. Auk þess hefur handverksmarkaði verið komið á fót en litið er á húsið sem viðbót við afþreyingu fyrir ferðamenn á staðnum. „Í húsinu var fiskvinnsla fram til ársins 2005 en þá var stærstum hluta af fiskvinnslu og útgerð hætt á Stöðvarfirði og kvótinn fluttur annað,“ segir Magnús Sigurðsson, annar eigenda hússins. „Það hefur síðan verið nýtt sem geymsla fyrir húsbíla og fellihýsi en ávallt staðið tómt á sumrin.“ Húsið stendur við aðalgötu í miðjum bænum og tók Magnús eftir því í fyrrasumar að ferða- menn, sem koma í tugþúsundatali til bæjarins á hverju sumri til að skoða Steinasafn Petru, voru að ganga í kringum húsið og forvitn- ast um hvað þar hefði verið. Magn- ús og Einþór Skúlason, hinn eig- andi hússins, ákváðu því að opna það og gæða lífi. „Húsið er um þúsund fermetr- ar og í einu rýminu höfum við með hjálp listamanna og ýmissa styrkt- araðila komið upp ljósmyndasýn- ingu með myndum frá fiskvinnsl- unni á Stöðvarfirði. Í kælinn sett- um við svo upp myndvarpa og þar rúlla tvö myndbönd sitt á hvað. Annað er frá Félagi ungs fólks í sjávarútvegi og sýnir á lifandi hátt hvernig fiskurinn kemur úr sjónum í trollinu og úr togaran- um til löndunar, fiskverkunar og pökkunar. Hitt er verk eftir Gjörn- ingaklúbbinn Icelandic Love Corp- oration og sýnir demantsskreytt- ar konur í brúðarkjólum að verka fisk,“ lýsir Magnús. Fremst í húsinu hefur hand- verksfólk á staðnum svo komið á fót markaði en hann verður opinn alla daga frá klukkan 10 til 16 til 21. ágúst. Magnús segir svo aftur von á húsbílum og fellihýsum í hús í vetur en myndirnar verða áfram á veggjunum og telur hann allt eins líklegt að leikurinn verði end- urtekinn að ári. - ve Aflögðu fiskvinnslu- húsi gefið nýtt líf Salthúsið stendur í miðjum bænum og hefur löngum vakið forvitni ferðamanna. Fiskvinnslu og útgerð var að mestu hætt á Stöðvarfirði fyrir nokkrum árum. Í Salthúsinu er búið að setja upp sýningar tengdar fiskveiðum og fiskverkun á staðnum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Þerribjarg er ein af perlum Fljótsdalshéraðs. MYND/KRISTINN ÞORSTEINSSON Nýverið var sett á laggirnar nýtt gönguverkefni á Fljótsdalshér- aði sem ber nafnið Heiðarbýlin. Verkefnið er hluti af uppbygg- ingu menningartengdrar ferðaþjónustu á Jökuldalsheiðinni sem Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, Fljótsdalshérað og Kaupvangur, menningar- og menntasetur Vopnfirðinga, standa að. Heiðarbýlin eru 22 talsins og verður hólkur með upplýsingum um býlið, ábúendur og sögur tengdar því settur upp hjá hverju þeirra, ásamt gestabók og stimpli. Kort til að safna stimplum verður til sölu í Sænautaseli og á upplýsingamiðstöðvum á Egils- stöðum og Vopnafirði. Viðurkenning verður veitt þeim sem skila inn korti með níu stimplum og lenda þeir í potti sem dregið verður úr á Timbur- mannamorgni Ormsteitis hinn 16. ágúst í Sænautaseli og verða veglegir vinningar í boði. Heiðarbýlin bætast við annað gönguverkefni Fljótsdalshéraðs sem fór af stað í fyrra og ber nafnið Perlur Fljótsdalshéraðs, þar sem einnig er safnað stimplum fyrir hverja perlu Fljótsdalshér- aðs. - mmf Gengið á milli heiðar- býla Fljótsdalshéraðs Skógardagurinn mikli verður haldinn hátíðlegur í fimmta sinn um Jónsmessuna, 20. júní. „Jóns- messan er okkar hátíð vegna þess að þá er oftast búið að planta mestu,“ segir Edda Kr. Björnsdótt- ir, framkvæmdastjóri Skógardags- ins mikla, og bætir við að dagurinn sé hálfgerð uppskeruhátíð skógar- bænda á Austurlandi. Á dagskrá Skógardagsins mikla á Hallormsstað verður meðal ann- ars skógarhlaup og skemmtiskokk, Íslandsmeistaramótið í skógar- höggi, skógarleikir og þrautir, fé- lagar í Þjóðdansafélagin Fiðrildin fljúga um skóginn og skógardags- lagið verður sungið. „Við erum líka með fígúrur sem eru tileink- aðar skóginum og eru búnar til af konu af svæðinu. Þetta eru skóg- arpúkarnir Petra og Pjakkur. Svo bjóðum við upp á heilgrillað naut að hætti Héraðsmanna, grillaðar pylsur, ketilkaffi og skógarlumm- ur með nýsoðinni rabarbarasultu,“ upplýsir Edda. Ókeypis verður inn á svæðið en dagskrá hefst í Trjásafninu í Mörkinni á Hallormsstað stund- víslega klukkan 13. - mmf Skógur leikur aðalhlutverkið Skógardagurinn mikli er haldinn í fimmta sinn um Jónsmessuna. MYND/ÚR EINKASAFNI frumkvöðlafyrirtæki ársins  - fiskvinnsla frá árinu  466 1016 www.ektafiskur.is Gullkistunni Okkar víðfrægu saltfisksteikur (Lomos) ásamt með hefðbundna íslenska þurrkaða saltfiskinum í gjafaöskju fást nú einnig í verslunum Hagkaupa! - Lifið heil www.lyfja.is Prófaðu 100% lífræna mýkt úr íslenskri náttúru Olían frá Móður Jörð er án allra aukaefna og framleidd í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Dreifing: Heilsa ehf. LÍFOLÍA er ilmandi og djúpvirk fyrir vöðva og liði. BIRKIOLÍA mýkir og græðir þurra húð og exem. BLÁGRESISOLÍA nærir viðkvæma slímhúð og eyðir bólgu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.