Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 12
12 19. júní 2009 FÖSTUDAGUR
FRÉTTAVIÐTAL: Dr. Joyce Neu
FRÉTTASKÝRING
ÞÓRUNN ELÍSABET BOGADÓTTIR
thorunn@frettabladid.is
Dr. Joyce Neu er hópstjóri
viðbragðshóps Sameinuðu
þjóðanna og Norska flótta-
mannasjóðsins á sviði
sáttaumleitana og hefur
komið að fjölmörgum
friðar viðræðum á ferli
sínum. Hún segir mjög
mikilvægt að fjölga konum
í friðarviðræðum.
„Kyn skiptir gríðarmiklu máli.
Ein af ástæðunum fyrir því að
svona margir friðarsamningar
halda ekki er að kynjasjónarmið
skortir,“ segir dr. Joyce Neu, sem
er stödd hér á landi vegna ráð-
stefnu um ályktun Sameinuðu
þjóðanna númer 1325 um konur,
frið og öryggi. Neu er hópstjóri
viðbragðshóps Sameinuðu þjóð-
anna og Norska flóttamanna-
sjóðsins á sviði sáttaumleitana.
Hún hefur meðal annars komið
að viðræðum í Bosníu, Súdan
og Úganda. Á ráðstefnunni mun
hún tala um hlutverk kvenna sem
sáttasemjara.
Neu segir mikilvægt að konum
fjölgi í friðarviðræðum, bæði
sem sáttasemjurum, og einnig
sem samningamönnum hjá deilu-
aðilum. „Sjónarmið karla heyrast
alltaf vegna þess að þeir eru við
samningaborðin. Almenningur,
konur og börn, eru 80 til 90 pró-
sent fórnarlamba í vopnuðum
átökum en raddir þeirra heyrast
ekki. Með því að hafa ekki það
sjónarmið við samningaborð,
heldur bara sjónarmið hinna
stríðandi fylkinga, er í raun verið
að sniðganga allt það sem gerist
í samfélaginu, nema hjá hinum
stríðandi fylkingum.“
Rödd kvenna heyrist
Margir eldri friðarsamningar eru
lélegir að því leyti að þeir taka
ekkert á mannréttindum. „Og
það er ekkert til sem heitir hluta-
mannréttindi, annaðhvort hefur
þú réttindi eða ekki. Kvenrétt-
indi eru mannréttindi og konur
þurfa að hafa rödd og hlutverk í
þessum málum. Ef þær hafa ekki
rétt á því að rödd þeirra heyr-
ist í grundvallarmálum eins og
öryggismálum, heilbrigðismál-
um og menntamálum, þá skapast
mikill vandi. Það er ekki hægt að
gera góðan samning og láta hann
halda ef gert er lítið úr svo stór-
um hluta samfélagsins.“
Neu segir sína reynslu vera þá
að í friðarviðræðum vinni hún
yfirleitt aðeins með karlmönnum.
„Oft eru þeir ekki mjög meðvit-
aðir eða hafa miklar áhyggjur af
þjáningunum sem eiga sér stað í
samfélögunum. Margar konur eru
þannig líka, og þó að konur komi
að samningaborðunum koma þær
ekki endilega með þessi kynja-
sjónarmið með sér. Við þurfum
fólk sem skilur þessa hluti.“
Hvað gerist eftir stríð?
Eitt stærsta samfélagsvanda-
málið í stríðum eru nauðganir. Í
friðarsamningum er mönnum oft
veitt friðhelgi og er ekki refsað
fyrir þessa glæpi. „Þetta er stórt
vandamál því hvernig er hægt
að ætlast til þess að konur séu
öruggar í samfélagi þar sem þær
voru beittar ofbeldi af mönnum
sem ganga lausir?“ Hún segir
einnig vandamál hvað verði um
konur sem taka þátt í stríðum.
„Oft er það þannig að þegar vopn
eru lögð niður fá karlar einhvers
konar aðstoð, í formi þjálfunar
eða peninga. Konurnar fá þetta
venjulega ekki. Það er mjög erf-
itt að viðhalda friði í samfélagi
þar sem stór hluti kvenna er
ýmist óöruggur eða getur ekki
framfleytt sér og fjölskyldum
sínum.“
Konur fái rödd og hlut-
verk í friðarviðræðum
DARFÚR Dr. Joyce Neu hefur aðstoðað við friðarviðræður í mörgum löndum, þar á meðal í Súdan þar sem þessi mynd er
tekin. NORDICPHOTOS/AFP
DR. JOYCE NEU Neu segir það gríðarlega mikilvægt að koma kynjasjónarmiðum að
í friðarviðræðum. Hún segir jákvæðar breytingar hafa orðið í þessum málum síðan
ályktun 1325 var samþykkt árið 2000, en þær gerist þó hægt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fréttablaðið hefur greint frá niðurstöðum þriggja ára gamallar þýskrar skýrslu
um ástand Þjóðleikhússins og niðurstöðurnar eru ófagrar. Þýsku leikhússér-
fræðingarnir sögðu árið 2006 að helst skyldi loka leikhúsinu í tvö ár á meðan
endurbætur færu fram.
■ Hver er saga Þjóðleikhússins?
Hugmyndin um Þjóðleikhúsið birtist fyrst skriflega, að því er vitað er, þegar
árið 1873, í sendibréfi sem Indriði Einarsson ritaði Sigurði Guðmundssyni.
Indriði setti hugmyndina síðan formlega fram í Skírni árið 1907 og útlistaði
þar ýmis tæknileg atriði. Árið 1923 var tekinn upp svokallaður skemmtiskattur
til að fjármagna byggingu hússins, sem teiknað var af Guðjóni Samúelssyni,
og sex árum síðar var grunnur hússins tekinn. Árið 1932 var ákveðið að hætta
að láta skemmtanaskattinn renna til hússins og því stöðvuðust framkvæmdir
um hríð. Það var síðan vígt árið 1950.
■ Hvað gerðist í millitíðinni?
Þjóðleikhúsið var hernumið af Bretum árið 1941 og notað sem hergagna-
geymsla næstu ár. Í september árið 1943 tilkynnti ríkisstjórnin að náðst hefði
samkomulag við Bretana um að húsið yrði senn rýmt – en af því varð þó
ekki fyrr en um hálfu ári síðar, vegna þess hversu vetrarhörkur töfðu lengi
byggingu nýrra geymsluskúra fyrir hergögnin. Þegar Bretarnir höfðu yfirgefið
húsið var tekið til við að ljúka við byggingu þess.
■ Hvað rúmast margir í leikhúsinu?
Í Þjóðleikhúsinu eru fimm leiksvið í notkun, Stóra sviðið í aðalbyggingunni,
Smíðaverkstæðið, Leikhúsloftið, Kúlan í kjallaranum á Lindargötu 7 og
Kassinn, nýtt svið í sömu byggingu. Í áhorfendasal við Stóra sviðið eru um
500 sæti, um 140 rúmast í Kassanum, 110
á Smíðaverkstæðinu, 100 í Kúlunni og 80 á
leikhúsloftinu. Alls er því pláss fyrir um
930 áhorfendur í öllum sýningarsölum
Þjóðleikhússins.
FBL-GREINING: ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Hernumið af Bretum
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2000 ályktun númer
1325, um konur, frið og öryggi. Í ályktuninni er lögð áhersla á það að auka
þátttöku kvenna í ákvarðanatöku og friðarferlum, að vernda konur og börn
á átakasvæðum og innleiða kynjasjónarmið og fræðslu um kynjamál inn í
friðargæslu.
Utanríkisráðuneytið og Háskóli Íslands halda ráðstefnu í dag og á
morgun þar sem ályktunin verður í brennidepli. Ráðstefnunni er ætlað
að snúa við hefðbundinni umræðu um konur sem óvirk fórnarlömb
stríðs átaka. Markmið ráðstefnunnar er að koma fram með gagnrýna og
skapandi nálgun á friðarferli og hlutverk kvenna í þeim með því að leita
hagnýtra lausna á vandamálum.
ÁLYKTUN 1325 OG RÁÐSTEFNAN