Fréttablaðið - 19.06.2009, Síða 43

Fréttablaðið - 19.06.2009, Síða 43
FÖSTUDAGUR 19. júní 2009 31 FÓTBOLTI Enska dagblaðið The Guardian birti í vikunni frétt þess efnis að spænska úrvalsdeildarfélagið Real Madrid hefði gripið til óvenjulegra aðferða til að vekja athygli annarra á leikmönnum sem munu vera til sölu hjá félaginu. Real Madrid var í fréttinni sagt hafa faxað lista á nokkur útvalin félög í ensku úrvalsdeildinni. Á listanum voru nöfn níu leikmanna sem allir voru sagðir til sölu fyrir rétt verð. Hér ræðir um alla sex Hollendingana sem eru á mála hjá Real Madrid. Þeir eru Ruud van Nistelrooy, Arjen Robben, Wesley Sneijder, Klaas-Jan Huntelaar, Royston Drenthe og Rafael van der Vaart. Hinir eru Mahamadou Diarra frá Malí og Javier Saviola og Gabriel Heinze, báðir frá Argentínu. Félagið er sagt þurfa að selja þessa leikmenn til að fjármagna leikmannakaup sumarsins en nú þegar er Kaka kominn til félagsins o g C r i s t i a n o Ronaldo bætist fljótlega í hópinn. Að auki staðfesti Florentino Perez, nýkjörinn forseti félagsins og maðurinn sem keypti Kaka og Ronaldo, að það væri aðeins tímaspursmál hvenær félagið myndi semja við Valencia u m k a u p á framherjanum David Villa. Real Madrid sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem frétt The Guardian var harðneitað, en í gær tjáði Ruud van Nistelrooy sig um málið og hvatti landa sína til að yfirgefa Real Madrid. Sjálfur vi l l hann þó klára samning sinn við félagið. „Þegar hinir leikmennirnir fá tilboð fá stóru félagi ættu þeir þó að taka því,“ sagði van Nistelrooy. „Allir eru þeir með h á l e i t m a r k m i ð og vilja taka þátt í heimsmeistarakeppninni á næsta ári með landsliðinu. Sjálfur er ég meiddur og veit ekki hvað Real Madrid vill með mig gera.“ - esá Real Madrid neitar frétt The Guardian um að félagið vilji losna við hóp leikmanna með öllum ráðum: Níu leikmenn sagðir á útsölu hjá Real ROBBEN OG SNEIJDER Báðir sagðir á listanum góða. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Fyrirhuguð kaup Liverpool á Glen Johnson frá Ports mouth á átján milljónir punda munu næsta örugglega verða til þess að Spánverjinn Alvaro Arbeloa verði seldur frá félaginu en Real Madrid er talið vera á höttunum eftir honum. „Ég er ánægður hjá Liverpool en ef kauptilboð berst í mig verð- ur það örugglega skoðað vel því ég á aðeins eitt ár eftir af samn- ingi mínum. Það er annars alltaf gaman þegar maður er orðaður við stórlið á borð við Real Madrid og ég er viss um að ég eigi eftir að spila á Spáni í framtíðinni,“ segir Arbeloa, sem lék á sínum tíma með unglingaliði Real Madr- id og á einnig að baki leiki með aðalliði og b-liði félagsins. - óþ Alvaro Arbeloa, Liverpool: Á leiðinni aftur til Spánar? ARBELOA Er orðaður við uppeldisfélag sitt, Real Madrid. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Framherjinn Roque Santa Cruz býst við því að vera áfram í herbúðum Blackburn á næstu leiktíð þar sem forráðamenn félagsins hafa fram til þessa ekki verið viljugir að selja hann. „Ég er samningsbundinn Blackburn til ársins 2012 og fram til þessa hefur félagið ekki verið reiðubúið að selja mig fyrir lægri upphæð en er í uppsagnarklausu í samningi mínum,“ segir hinn 27 ára gamli Santa Cruz en Sky Sports-fréttastofan full- yrðir að klausan kveði á um litlar tuttugu millj- ónir punda. Manchester City er þó talið ætla að reyna aftur við Santa Cruz en hinir forríku eigend- ur félags- ins urðu að láta í minni pok- ann fyrir þrjósk- um forráðamönn- um Blackburn í félagaskipta- glugganum í janúar. - óþ Santa Cruz hjá Blackburn: Fáanlegur á 20 milljónir punda FÓTBOLTI Forseti franska félagsins Lyon hefur viðurkennt að framtíð Karim Benzema sé í óvissu þrátt fyrir að leikmaðurinn sjálfur hafi sagt að hann vilji vera áfram í herbúðum félagsins. „Það eru vissulega góð tíðindi fyrir okkur að Benzema vilji vera áfram en félagaskipti Kaka og Cristiano Ronaldo sýna það og sanna að allir leikmenn hafa sinn verðmiða þegar fyrirbæri eins og Real Madrid kemur kallandi. Ég tel samt vera meiri líkur en minni að hann verði áfram hjá Lyon,“ segir Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, í samtali við L‘Equipe. Manchester United, Manchester City, Chelsea, Barcelona og Real Madrid eru öll talin vera á höttunum eftir Benzema. - óþ Framtíð Benzema hjá Lyon: Allir leikmenn hafa verðmiða WWW.SJOVA.IS VIÐ TRYGGJUM LÍF OG FJÖR Í SJÓVÁ KVENNAHLAUPI ÍSÍ Líftrygging að gjöf og afsláttur af Barnavernd Sjóvá Konur á aldrinum 18-55 ára sem taka þátt í Sjóvá Kvennahlaupi ÍSÍ á morgun eiga kost á að sækja um ókeypis líftryggingu að upphæð 1 milljón króna í 1 ár. Einnig stendur þeim til boða 6 mánuðir fríir af Barnavernd Sjóvá sem er trygging sniðin að hagsmunum barna og fjölskyldna. Það eina sem þú þarft að gera er að fylla út umsókn á þínum hlaupastað. TÖKUM ÞÁTT – HEILSUNNAR VEGNA!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.