Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 25
19. júní föstudagur 5 útlendingum, sem var frábært, en það var eitthvað svo skemmtilegt við að finna Íslendingana aftur. Ég fattaði það þegar ég byrjaði að vinna aftur með þeim að það var eitthvað sem ég saknaði. Sennilega hefur það eitthvað með húmorinn og ræturnar að gera.“ BRUSSEL – ÍSAFJÖRÐUR? Erna segist hafa það á tilfinning- unni að eitthvað sérlega skemmti- legt sé að gerast í íslensku listalífi. „Áherslan á sköpun virðist vera orðin meiri. Í danskennslunni, til dæmis, snýst ekki allt um tækni lengur. Svo sýnist mér vera að opnast á milli listgreina. Það sást líka greinilega á Grímunni, þar sem voru óvenjulega mörg „coll- ective“ verkefni, þar sem listum er blandað saman. Það er líka svo skemmtilegt að vinna svona – regl- urnar eru færri og eitthvert þema eða hugmynd látin ráða ferðinni í staðinn fyrir að vinna út fra hand- riti. Ef hópurinn er góður kemur eitthvað allt annað og betra út úr vinnunni en maður hefði getað ímyndað sér.“ Þótt Erna sé skotin í Íslendingum er hún ekki alveg á heimleið í bráð. Líkurnar á heimför jukust þó eftir að íslenskur kærasti kom í spilið – Valdimar Jóhannsson frá Ísafirði, sem er einmitt annar tónlistar- mannanna sem taka þátt í sýning- unni. Það skyldi þó ekki vera að Erna ætli að flytja beint út á land, loksins þegar hún snýr aftur til heimahaganna? „Þegar ég verð leið á þessu hraða borgarlífi læt ég mig oft dreyma um að flytja til Íslands og búa í sveit. Svo það er aldrei að vita hvað maður gerir.“ UNUM Yvan Rodic, betur þekkt-ur sem Facehunter, hefur eina undarlegustu vinnu í heimi: að taka ljósmyndir af „töff“ fólki. Rodic, sem hefur margoft heimsótt Ísland og myndað Íslendinga, hefur öðl- ast frægð í gegnum bloggsíðu sína en áformar nú að gefa út bók næsta haust hjá forlaginu Thames & Hudson. Í bókinni verða sýnishorn af myndum hans hvaðanæva úr heimin- um. Hér gefur að líta sýnis- horn af myndum Rodics. Götutískan á prent: Facehunter gefur út bók

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.