Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 34
22 19. júní 2009 FÖSTUDAGUR
Blessunarlega er slysasaga mín nokk-uð stutt miðað við marga aðra, ætli hún mundi ekki helst falla undir skil-
greininguna örsaga. Ég hef til að mynda
aldrei brotið bein eða tognað og aðeins einu
sinni á ævinni fengið blóðnasir. Blóðnas-
irnar komu í kjölfarið á leiðinlegri flensu.
Horið rann úr nösunum nánast án afláts og
ég hafði snýtt mér svo oft og kröftug-
lega að á endanum sprakk háræð.
Og þannig fékk ég mínar fyrstu
blóðnasir. Fyrst lak aðeins úr hægri
nösinni, en stuttu seinna hafði einnig
farið að flæða úr þeirri vinstri.
Verandi alls kostar óreynd í
svona málum vissi ég ekki alveg
hvernig bregðast ætti við þessum
ósköpum og því brá ég á það ráð
að halla höfðinu aftur. Því hefði
ég betur sleppt því blóðið fór þá
að leka ofan í kok. Í örvæntingu
minni leitaði ég aðstoðar hjá sambýl-
ingnum, sem potaði að mér handklæði og
teymdi mig út í bíl. Því næst keyrði hann
mig á bráðamóttöku Landspítalans þar sem
áhyggjufullar hjúkrunar konur tóku á móti
mér. Sambýlingurinn útskýrði stuttlega
hvað amaði að mér. Hjúkrunarkonurnar
drógu mig því næst afsíðis og spurning-
unum rigndi yfir mig. Hvað hafði gerst,
hversu lengi höfðu blóðnasirnar staðið
yfir, hafði ég áður fengið blóðnasir og loks
spurðu þær mig alvar legar á svip hvort ég
væri með fleiri áverka. Út undan mér sá
ég hvar sambýlingurinn stóð tvístígandi á
flúorlýstum ganginum og ég fann til með
honum fyrir að liggja svona undir grun, vit-
andi hvaða mann hann hefur að geyma. Á
sama tíma þótti mér gott að vita til þess að
kynsystur mínar, hjúkrunar konurnar, væru
á varðbergi og hefðu þor til að spyrja nauð-
synlegra spurninga.
Á varðbergi gagnvart ódæðismönnum
NOKKUR ORÐ
Sara
McMahon
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Ég elska að fara í kajaksiglingar
og tjalda í náttúrunni. Ég dýrka
bara allskyns útivist en hvað
með þig? Hvað finnst þér
gaman að gera í fríinu þínu?
tja
Ég safna
kóktöppum!
Heldurðu að þú
afsakir mig eitt
augnablik, ég ætla
bara að hlaupa út!
Ekkert
mál!
Slæmar
fréttir,
Lína er
hætt með
þér!
Hver er
Lína?
Hún er stelpan með
stutta hárið og sæta
brosið,
í morgun fannst
henni eins og hún
kynni vel við þig en
um kaffileytið leið
henni eins og þið
væruð ekki sköpuð
handa hvort öðru
Hrikalegt að það
hafi þurft að vera ég
sem sagði þér frá
þessu.
Mér líður eins
og fórnarlambi
brjálæðislegs
skots.
Spákúlan er svo
gamaldags, í dag
gúggla ég bara
framtíðina þína.
Ansans.
Hvenær lýkur
eiginlega þessum
mánudegi?
Þú ert reið,
hvað er að?
Mamma vildi ekki
kaupa neitt handa
mér í búðinni!
Það er nú ekki
svo slæmt.
Hún keypti ekkert handa þér heldur!
Glætan!!!
Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18-49 ára. Könnun Capacent í febrúar 2009 – apríl 2009.
Fréttablaðið
stendur upp úr
Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað
landsins með glæsilegt forskot á samkeppnis-
aðila sinn eins og síðasta könnun Capacent
Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi
stolt af þessum góða árangri og bendum
auglýsendum á að notfæra sér forskot okkar
þegar þeir velja auglýsingamiðil.
Allt sem þú þarft...
34%
74%