Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 4
4 19. júní 2009 FÖSTUDAGUR FÓLK Heimasíða sem tileinkuð er Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrver- andi forseta, verður opnuð við hátíðlega við- höfn í Háskóla Íslands í dag. Vefsíðan, www. vigdis.is, hefur að geyma yfir- lit yfir líf og störf Vigdísar ásamt ríkulegu myndasafni. Upplýsingar um Vigdísi Finn- bogadóttur og yfirlit um líf og störf hennar frá bernsku til dagsins í dag verður að finna á síðunni auk mynda sem tengjast ferli hennar. Heimasíðan verður einungis aðgengileg á íslensku fyrst um sinn en ráðgert er að hún verði þýdd yfir á öll opinber tungumál Sameinuðu þjóðanna enda er Vig- dís velgjörðarsendiherra tungu- mála hjá Sameinuðu þjóðunum. Síðan verður hýst hjá Háskóla Íslands og var unnin í samvinnu við vefdeild Háskólans. - sbt Viðhöfn í Háskóla Íslands: Heimasíða til- einkuð Vigdísi VIGDÍS FINNBOGADÓTTIR Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is ALÞINGI Niðurstaða hugsanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu verður ekki bindandi heldur aðeins ráð- gefandi fyrir Alþingi. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær. Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsæt- isráðherra hvert samhengið væri á milli frumvarps sem nú væri í vinnslu um þjóðaratkvæði og mögulegrar aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Hann benti á að án breytinga á stjórnarskrá gætu þjóðaratkvæðagreiðslur ekki verið bindandi. Jóhanna sagði það rétt að frum- varpið kvæði aðeins á um ráð- gefandi atkvæðagreiðslu, og slík atkvæðagreiðsla yrði notuð þegar og ef að því kæmi að þjóðin tæki afstöðu til aðildarsamnings við ESB. Hins vegar lægi beint við að Alþingi myndi alltaf fylgja vilja þjóðarinnar við afgreiðslu sína á málinu. „Þetta eru nú þó nokkur tíðindi sem hæstvirtur forsætisráðherra færir okkur hér,“ sagði Bjarni. „Nefnilega þau að þjóðin mun ekki fá að eiga síðasta orðið um aðild að Evrópusambandinu.“ Þetta kallaði Jóhanna útúr- snúning og benti meðal annars á að kosningar þyrfti til að breyta stjórnarskránni ef ganga ætti í Evrópusambandið. Bjarni spurði jafnframt, með vísan til þessa, hvort til greina kæmi að halda tvöfalda atkvæða- greiðslu. Það aftók Jóhanna. - sh Möguleg þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB-aðild verður aðeins ráðgefandi: Þjóðaratkvæðið ekki bindandi BJARNI BENEDIKTSSON JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 33° 17° 19° 17° 14° 17° 18° 16° 16° 16° 25° 22° 26° 34° 16° 20° 31° 17° Á MORGUN 8-13 m/s suðvestan og vestan til, annars hægari. SUNNUDAGUR 5-10 m/s. 13 12 9 8 7 7 10 14 1612 6 8 7 5 7 8 8 13 10 8 6 8 12 13 16 14 14 10 10 10 10 14 HELGARHORFUR Það verða veðra- breytingar um helgina. Hæð sem stjórnar björtu veðri í dag mjög víða, sérstaklega síðdegis, er að gefa eftir og lægð tekur við. Frá henni fer að rigna vestanlands um eða eftir hádegi á morgun en síðan veðrur lægðin yfi r landinu á sunnudag með vætu í fl estum landshlutum. Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í fimmtán mán- aða fangelsi og til að greiða stúlku 600 þúsund krónur í skaða- bætur eftir að hann reyndi að nauðga henni. Dómur héraðs- dóms er óbreyttur í málinu nema að því leyti að Hæstiréttur hækk- aði skaðabæturnar um 200 þús- und krónur. Stúlkan var sextán ára og gest- komandi á heimili mannsins. Hann lagðist við hlið hennar þar sem hún svaf í herbergi dóttur hans og reyndi að girða niður buxur hennar. Þegar hún vaknaði greip hann fyrir vit hennar og hótaði að meiða hana. Hann hætti við athæfið þegar kona kom inn í herbergið og réðst á hann. - jss Dæmdur fyrir kynferðisbrot: Skaðabætur hækkaðar BANDARÍKIN Bandarískur flug- stjóri varð bráðkvaddur í miðju flugi frá Brussel til Newark í Bandaríkjunum í gær. Tveir aðstoðarflugstjórar voru um borð og lentu þeir vélinni. 247 farþegar voru í vélinni en þeim var ekki sagt frá atvikinu fyrr en vélinni hafði verið lent. Nokkrir brugðust þó við þegar spurt var hvort læknar væru um borð. Einn slíkur skoðaði flugstjórann og komst að því að hann væri þegar látinn. Árið 2007 lést annar flugstjóri hjá sama flugfélagi í miðju flugi, en slíkt er afar sjaldgæft. - þeb Bandarískur flugstjóri: Bráðkvaddur í miðju flugi ÞINGVELLIR 150 ár eru síðan núver- andi Þingvallakirkja var byggð og heldur hún því upp á stór- afmæli í ár. Í tilefni afmælisins var ákveðið að hressa upp á útlit kirkjunnar og hafa viðamiklar lagfæringar átt sér stað bæði að innan og utan. Fornleifagröftur hefur átt sér stað við kirkjuna og hefur meðal annars fundist lítið lóð og tólf karata gullhringur. Kirkja hefur verið á Þingvöllum síðan skömmu eftir kristnitöku en núverandi kirkja var byggð árið 1859 og var vígð á jóladag sama ár. - hds Lagfæringar Þingvallakirkju: Kirkjan tilbúin að innan STYRKVEITING Fyrsta úthlutun styrkja úr AlheimsAuði, góð- gerðar sjóði Auðar Capital, verður í dag klukkan 11 á Café Flórunni í Grasagarðinum í Laugardal. Í tilkynningu segir að stefna AlheimsAuðar sé að hvetja konur til athafna og frumkvæðis og sér- staklega að ljá konum í þróunar- löndum styrk til atvinnusköpunar og samfélagsuppbyggingar. Auður Capital leggi á hverju ári eitt pró- sent hagnaðar í sjóðinn og við það bætist frjáls framlög viðskipta- vina. - kg Konur hvattar til athafna: Fyrsta úthlutun úr AlheimsAuði Mótmæli á Austurvelli Raddir fólksins hafa boðað til mót- mælafundar á Austurvelli á morgun, laugardag, klukkan 15. Yfirskrift fundarins er „Breiðfylking gegn ástandinu í þjóðfélaginu, Icesave- samningnum og aðgerðarleysi í málefnum heimilanna.“ MÓTMÆLI DÝRALÍF „Það liggur fyrir að veiðin verður mjög takmörkuð en það er hæpið að það verði engin veiði,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, um lunda- veiðar í ár. Hann segir að bæjar- ráð muni taka ákvörðun fyrir mán- aðamót ellegar haldi veiðimenn til veiða 1. júlí. Náttúrustofa hefur lagt til að veiðar verði ekki heimilaðar í ár en þeir sem Fréttablaðið ræddi við telja líklegast að leyfi verði veitt fyrir veiðar í viku til tíu daga í sumar. „Að vísu er það rétt sem veiði- menn hafa haldið fram að veið- ar á fimm til tíu þúsund lundum hafa engin úrslitaáhrif um afdrif stofnsins,“ segir Erpur Snær Hans- en, sviðsstjóri vistfræðirannsókna hjá Náttúrustofu Suðurlands. „Hins vegar er það slök veiðisiðfræði að að veiða úr stofni sem á verulega erfitt uppdráttar. Endurnýjunin þyrfti líka að vera miklu meiri svo við gætum kallað þetta sjálfbærar veiðar. Hins vegar vil ég taka það fram að flestir veiðimenn hafa sýnt aðhald í veiðum síðustu tvö ár og eiga heiður skilinn fyrir það.“ Erpur Snær segir, rétt eins og Elliði, að verulega skorti á að stjórnvöld láti rannsaka sjófugla hér við land. Hér eru stærstu sjó- fuglabyggðir í Evrópu og sam- kvæmt alþjóðasamningum, eins og Bernarsamningnum, beri Ísland mikla ábyrgð á viðhaldi stofns- ins. „Það er komið fyrir lundan- um líkt og nær öllum sjófuglum hér við land sem nærast á sílum að hann á verulega erfitt uppdráttar og enginn kann skýringuna á því hvað er að gerast,“ segir Erpur. „Rannsóknir hafa hingað til verið ómarkvissar með hliðsjón af stærð og mikilvægi stofnanna.“ Lundinn var vanur að vera full- orpinn í lok maímánaðar en nú, þegar farið er að síga á seinni hluta júní mánaðar, er innan við helming- ur hans orpinn. Georg Eiður Arnarson hefur veitt lunda í þrjátíu ár og segir sumar án lundaveiði vera óhugsandi fyrir Eyjamenn. „Ég tel að menn ættu að huga frekar að því að menn eru að eyðileggja sílastofanna með snur- voðarveiðum við suðurströndina frekar en að banna lundaveiðar,“ segir hann. „Annarstaðar þar sem lundinn hefur úr öðru æti að velja er hann mun betur settur. Eins hefur það verið að gerast síðustu ár að lundi sem er merktur hér í Eyjum hefur veiðst á öðrum svæð- um þar sem hann hefur greinilega meira æti.“ jse@frettabladid.is Mestar líkur á afar takmörkuðum veiðum Ákvörðun um lundaveiði í Vestmannaeyjum verður tekin fyrir mánaðamót. Ekki góð siðfræði að veiða úr stofni sem á undir höggi að sækja segir Náttúru- stofa Suðurlands. Sumar án lundaveiða óhugsandi segir lundaveiðimaður. ERPUR SNÆR HANSEN GEORG EIÐUR MEÐ LUNDA Í HÁFNUM Óvíst er hvort Georg Eiður fái að sveifla háfnum í sumar eins og hann gerir hér en þessi mynd var tekinn í fyrrasumar. MYND/ÓSKAR FRIÐRIKSSON ELLIÐI VIGNISSON GENGIÐ 18.06.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 216,4555 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,13 127,73 206,44 207,44 177,1 178,1 23,787 23,927 19,95 20,068 16,114 16,208 1,3271 1,3349 195,95 197,11 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.