Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 19.06.2009, Blaðsíða 22
2 föstudagur 19. júní núna ✽ tónlist og tíska þetta HELST augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Ritstjóri Anna Margrét Björnsson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 M íabella Ljósmyndun er nýtt fyrirtæki sem María Guðrún Rúnarsdóttir, áhugaljós- myndari og nemandi í grafískri hönnun, hefur komið á laggirnar. María segir hugmyndina að Míabellu Ljósmyndun hafa orðið til fyrir nokkr- um árum en ekki orðið að veruleika fyrr en nú. „Ég las stjörnuspána mína í erlendu tímariti og þar stóð að ég ef ég léti gamla viðskiptahug- mynd rætast ætti hún eftir að mala gull. Ég ákvað að láta slag standa og um kvöldið var Míabella Ljós- myndun orðin að veruleika,“ segir María, sem hefur þegar bókað nokk- ur verkefni. Ljósmynda- áhugann segir hún alltaf hafa verið til staðar en að hann hafi aukist eftir að hún eignaðist dótt- ur. „Eftir að ég eignaðist dóttur mína festi ég kaup á almennilegri myndavél af því mig lang- aði að eiga fallegar myndir af henni. Áhuginn varð svo meiri og meiri eftir því sem mynd- irnar urðu fleiri,“ segir María og hlær, en hún hyggst snúa sér alfarið að ljósmynd- un að námi loknu. Menntunin í grafískri hönnun nýtist Maríu vel því hún ætlar að bjóða fólki upp á þann kost að fá ljósmynd- irnar í fallega uppsettri bók. Aðspurð segist hún aðallega ætla að einbeita sér að barna- og and- litsmyndum en að hún taki einnig að sér ferm- ingar- og brúðkaupsmyndir. Hægt er að skoða verk Maríu á vefsíðunum majapajap.squarespace.com og flickr.com/ majapaja. -sm Las stjörnuspá sína í tímariti og lét drauminn rætast DÓTTIRIN INNBLÁSTUR Áhugasöm Míabella er hugar- fóstur áhugaljósmyndarans Maríu Guðrúnar. Langaði að taka fallegar myndir Ein af ljósmyndunum sem María hefur tekið af dóttur sinni. LJ Ó S M Y N D /M A R ÍA G U Ð R Ú N R Ú N A R S D Ó TT IR ATLI BOLLASON TÓNLISTARMAÐUR Á föstudagskvöld fer ég í sumargleði Forlagsins. Laugardaginn nýti ég í að lesa skáldsög- una Fuglana eftir Tarjei Vesaas. Ætli ég hlusti ekki eitthvað á plötur með Neu! líka. Laugar- dagskvöldið er hins vegar óráðið en á sunnudagskvöld verður Serge Gainsbourg-kvöld á Rósenberg þar sem Sprengjuhöllin tekur „La Décadanse“ ásamt óvæntum gesti. Sænski danstónlistarmaðurinn Familjen, sem hefur slegið í gegn með laginu Det snurrar i min skalle, heldur tvenna tónleika á Íslandi 17. og 18. júlí. Hann er að kynna nýjustu smáskífu sína, Huvedet i sanden, sem inniheld- ur tólf endurhljóðblandanir af samnefndu lagi og fékk hann að- stoð frá listamönnum á borð við Kasper Bjork, Adam Tensla og The Field við vinnslu plötunn- ar. Familjen hefur tvívegis áður spilað hér á landi við mjög góðar undirtektir. Fyrri tónleikar hans verða á Broadway en þeir síðari í Sjallanum á Akureyri. Miðasala í forsölu er 1.500 krónur. Dansveisla í júlí Familjen Sænski stuðboltinn Familjen heldur tónleika á Broadway og í Sjallan- um í júlí. FLOTT Kirsten Dunst vakti athygli á verðlaunahátíð bandarískra tísku- hönnuða á mánudaginn í stuttum gráum silkikjól frá Rodarte. Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Ástrós og Þorfinnur flytja til Suður-Ameríku Dansarinn Ástrós Gunnarsdóttir og unnusti hennar, Þorfinnur Ómars- son, hafa söðlað um og lagt land undir fót. Parið var að flytja til Pan- ama þar sem þau hyggjast dvelja þar til í janúar. Fyrst ætlar Ástrós þó að hafa viðkomu í Texas þar sem hún ætlar að sækja kúrsa í Pilates-kennslu, en Ástrós hefur kennt Pilates lengi í Kramhúsinu við góðar undir- tektir. Ástrós kvaddi nemend- ur sína á þriðju- daginn með stæl og opnaði þrjár kampavínsflöskur í lok tímans. Aðsóknarmet hjá Borgarleikhúsi Menn bíða nú spenntir eftir að- sóknartölum stóru leikhúsanna. Er þá einkum beðið eftir niðurstöðum um aðsókn að Borgarleikhúsinu á fyrsta starfsári Magnúsar Geirs þar. Sýningum Leikfélags Reykjavíkur er lokið í húsinu á þessu sumri, en þar halda áfram samstarfs- verkefni og gestasýningar, Sannleikur Péturs Jóhanns og Við borgum ekki. Talið er að nær 200.000 gestir hafi komið í húsið á yfirstandandi ári sem er þá aðsóknarmet í íslenskri leikhússögu. Silja Magg sýnir í Pétursborg Silja Magg, syst- ir Ara Magg, er í ljósmynda- námi í hinum virta Parsons- listaháskóla í New York. Um þessar mundir eru verk hennar til sýnis í State Hermitage Mu- seum í Rúss- landi sem þykir flottur árangur fyrir svo unga konu. Gamanmyndin The Hangover hélt efsta sæti sínu yfir vinsælustu myndirnar vestanhafs um síðustu helgi. Vinsældir myndarinnar hafa komið mjög á óvart. Talið er að hún hafi kostað 31 milljón dali í framleiðslu en búist er við því að hún eigi eftir að rjúfa 200 milljóna dala múrinn á næstu vikum. Myndin fjallar um þrjá náunga sem reyna að átta sig á hvað gerðist í steggj- a partíi í Las Vegas kvöldið áður. Nýjasta mynd Eddies Murphy, Imagine That, olli aftur á móti miklum vonbrigðum í miðasölunni og endaði í sjötta sæti með 5,7 milljóna dala tekjur. The Hangover áfram efst á vinsældalistum The Hangover Gamanmyndin hélt efsta sæti sínu yfir vinsæl- ustu myndirnar vestanhafs.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.