Fréttablaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 22
14 22. júní 2009 MÁNUDAGUR NOKKUR ORÐ Þórunn Elísabet Bogadóttir ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman ZZ .. Jah ... Derrick.. ZZZ Hvað ertu með undir frakkanum Aaaah ... ZZZ ...Þú ert með stóra „Schusswaffe“ Ja ...ZZ Rólegur Harry ...ZZZ.. Allir fá .. Keyrðu áfram, Harry, ZZZ Nei, nei! Mig dreymdi að við værum að leysa ráðgátur saman. Ég var fröken Rannsóknalög- reglukona! Já .. ZZ Báðir tveir, þarna já, Þarna, Þarna! Og þarna leystur þið ráð- gátuna, ja! Mér finnst að ég ætti ekki að vera lengur í stofufangelsi. Nú? Þannig að þér finnst að þú hafir unnið traust okkar, og að þú ættir að fá örlítið meira frelsi? Já ... ...og ég hef ekki fleiri afsakanir fyrir að koma of seint heim. MJÁ, MJÁ, M JÁ, MJÁ, MJÁ Æj, maður ætti að troða sokk upp í þig! Glimrandi hugmynd. Vá, þetta er rosalega fínn bíll! Hann tilheyrir bílaumboð- inu, við erum bara með hann í láni þar til bíllinn okkar er tilbúinn. Hvenær verður það? Í fyrramálið. Njóttu þess á meðan þú getur, við fáum gamla bílinn aftur á morgun. Finndu! Það er ekki vond lykt af teppinu! Þetta er könnun til að mæla ánægju við- skipta vinanna ... Það er án þess að borga krónu aukalega! E N N E M M / S ÍA / N M 3 8 3 5 7 Skrá ðu þi g á simin n.is Síðustu mánuði hefur tilhugsunin um sumarið stundum verið það eina sem hefur haldið manni gangandi. Í öllum ömurlegheitunum sem gengu hérna á var allavega hægt að hugsa til þess að bráðum kæmi betri tíð og allt yrði nú skárra þá. Það er nefnilega einhvern veginn þannig að allt er betra í sólskini. Að minnsta kosti fyrir Íslendinga sem mega þola kulda og myrkur svo oft. Það var ótrúlega oft sem ég lét mig dreyma um sólböð, útilegur, hangs á Austurvelli og Klambratúni, grill, sund og allt hitt sem sumrinu á að fylgja í vetur. Þetta byrjaði líka vel og snemma í maí var veðrið stórgott marga daga í röð og lífið varð miklu, miklu betra. Það var eins og við lifnuðum öll við, eða röknuðum úr harkalega rotinu frá því í október. Skítt með að komast ekki til útlanda, miðborg Reykjavíkur er staður- inn til að vera á í góðu veðri. Ég hugsaði mér líka gott til glóðarinnar að vera nýlega flutt í miðbæinn, og ætlaði alltaf að drífa mig með teppi á Austurvöll þegar sólin léti sjá sig. En eftir þessa nokkru góðu daga í maí hefur bara ekkert meira sést til sólar. Ég hef ekkert farið í sund, ekkert grillað, aldrei getað farið með teppið mitt á Austur- völl eða Klambratún og varla þurft að nota sólgleraugun mín. Og þannig verður það víst áfram, að minnsta kosti næstu daga. Veðurguðirnir eða hverjir sem stjórna þessu öllu saman hafa greinilega ákveðið að það væri ekki búið að pína íslensku þjóð- ina alveg nægilega mikið. Það er ekki kom- inn tími til að leyfa okkur að gleðjast. Mér finnst það vera óþarfa vonska að sparka svona í liggjandi þjóð. Hvar er sumarið?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.