Fréttablaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 6
6 22. júní 2009 MÁNUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 63 11 0 5/ 09 • Vatnsveita Reykjavíkur var fyrsta vatnsveita á Norðurlöndunum með ISO 9001 vottað gæðakerfi. www.or.is Íslenska flóran í Elliðaárdal Orkuveitan efnir til göngu- og fræðsluferðar í Elliðaárdal undir leiðsögn Guðríðar Helgadóttur líffræðings, þriðjudagskvöldið 23. júní. Skoðað verður margbreytilegt gróðurfar í dalnum, blómplöntur og byrkn- ingar. Þátttakendur eru hvattir til að hafa með sér stækkunargler. Gangan hefst kl. 19.30 við Minjasafnið í Elliðaárdal. VIÐSKIPTI Jón F. Thoroddsen, fyrr- verandi verðbréfamiðlari og höf- undur bókarinnar Íslenska efna- hagsundrið – flugeldahagfræði fyrir byrjendur, heldur opinn fyrirlestur í Odda 101 í Háskóla Íslands á morgun. Þar rekur Jón meginniðurstöð- ur sínar um einkenni viðskipta á íslenska verðbréfamarkaðnum auk þess sem hann rekur tengsl stærstu bankanna við skráð fyrirtæki á hlutabréfamarkaði. Hann fjallar meðal annars um viðskipti innherja og lánveitingar til lykilstarfsmanna fyrirtækja í Kauphöll. Fundurinn hefst kl. 12.00. - kh Opinn fundur í Háskólanum: Íslensk flugelda- hagfræði rædd Vélsleðaslys á Þórdalsheiði Vélsleðaslys varð á Þórdalsheiði laust fyrir klukkan 21 á laugardagskvöld. Ökumaður sleðans er ekki talinn alvarlega slasaður en var þó á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Norðfirði í nótt. LÖGREGLUFRÉTTIR Fullar fangageymslur Erilsamt var hjá lögreglunni á höfuð- borgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags en engin alvarleg atvik komu upp. Fangageymslur voru þó fullar eftir nóttina. SAMFÉLAGSMÁL Undirritaður hefur verið samstarfssamningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðis- ins og Rauða krossins fyrir hönd Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, um sálrænan stuðning í kjölfar slysa eða áfalla. Í samningnum felst að fólk sem kemur að slysum sem vitni, tilkynnendur og þátttakendur í skyndihjálp eða björgun eiga nú kost á að fá sálrænan stuðning til að vinna úr reynslu sinni. Undir samkomulagið skrifuðu Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og formaður stjórn- ar Slökkviliðs höfuðborgarsvæð- isins og Anna Stefánsdóttir, for- maður Rauða krossins. -bþa Sálrænn stuðningur í boði: Samstarf um stuðning FÉLAGSMÁL „Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að hlúa að heilbrigði og virkni allra barna og fjölskyldna og með stofnun þessa nýja félags leggur Ferðafélag Íslands sitt lóð á vogarskálarnar,“ segir í tilkynn- ingu frá Ferðafélagi Íslands sem stofnar Ferðafélag barnanna við rætur Esju í dag. „Með þessu nýja félagi verður lögð mikil áhersla á að bjóða upp á ferðir og uppákomur á forsend- um barnanna með það fyrir augum að víkka sjóndeildarhring þeirra og upplýsa um heilbrigða lífshætti úti í náttúrunni. Í þessu samhengi má segja að höfuðmarkmið Ferða- félags barnanna sé að fá öll börn til að upplifa sanna gleði í náttúr- unni og upplifa sjálf leyndardóma umhverfisins,“ segir í tilkynningu Ferðafélagsins. Fram kemur að ferðirnar verði sniðnar að þörfum barna upp að tólf ára. „Þau geta lagt á sig talsverðar göngur – ef hugsað er vel um grunn- þættina; aldrei svöng, aldrei kalt og aldrei leið,“ segir til dæmis um mið- hópinn. Um elstu krakkana segir að þau séu að öðlast meira sjálfstæði og vilji láta reyna á eigin getu: „Foreldrar eru þó með að sjálf- sögðu, en kannski ekki eins virkir þar sem félagarnir eru á þessum aldri að ná æ meiri athygli.“ - gar Ferðafélag barnanna formlega stofnað í dag við rætur Esjunnar: Útiveran víkkar sjóndeildarhringinn KÁTIR KRAKKAR Í byrjun júní var eins konar lokaæfing fyrir stofnun Ferða- félags barnanna þegar leikskólabörn spókuðu sig í hlíðum Esjunnar. Formleg- ur stofnfundur verður við rætur fjallsins klukkan hálftvö á mánudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMGÖNGUR Skera á niður fram- lag ríkisins til vegagerðar á þessu ári um 3,5 milljarða króna. „Þrátt fyrir þennan niðurskurð lítur út fyrir að árið 2009 verði annað mesta framkvæmdaár vegagerðar á Íslandi,“ segir Kristján L. Möller samgönguráðherra. Kristján segir að í upphafi árs- ins hafi verið í gangi verk og samn- ingar fyrir um 15 milljarða króna. Enn sé óljóst á hvaða verkefnum niðurskurðurinn bitni. „Við erum ekki búnir að endurskipuleggja út frá þessum tölum. Það er ekki hægt að segja að það verði ekki boðið meira út á árinu vegna þess að við eigum eftir að sjá hverju verður veitt til vegagerðar á árun- um 2010 til 2013. Ný samgöngu- áætlun verður lögð fram í haust eða í síðasta lagi um áramót,“ segir ráðherrann. Þótt ríkið skeri niður framlag sitt til vegagerðar eru aðrir mögu- leikar til fjármögnunar fram- kvæmda að sögn Kristjáns sem kveðst hafa rætt við bæði lífeyr- issjóði og einkaaðila um aðkomu að þessum málaflokki. Dæmi um framkvæmdir sem þessir aðil- ar gætu komið að segir Kristján vera tvöföldun Suðurlandsveg- ar og Vesturlandsvegar, göng í Vaðlaheiði og samgöngumiðstöð við Reykjavíkurflugvöll. „Það væri hægt að hefja framkvæmd- ir við samgöngumiðstöðina strax í haust ef við fengjum bara leyfi frá borginni. Þarna hafa aðilar lýst yfir miklum vilja til að koma að framkvæmdum,“ segir ráherr- ann og minnir á að fyrir tveimur mánuðum hafi verið undirritað samkomulag við borgaryfirvöld sem fól í sér að hratt yrði unnið að skipulagsmálum fyrir samgöngu- miðstöðina. „Tíminn sem er liðinn síðan er kominn fram yfir minn skilning á því hvað er að vinnast hratt.“ Þá segir Kristján fulltrúa líf- eyrissjóða hafa komið að máli við hann vegna áhuga þeirra á að koma að því að lána fyrir byggingu Vaðlaheiðarganganna í einkafram- kvæmd. „Þar að auki hafa erlend- ir aðilar lýst yfir áhuga. Þannig að það er ýmislegt í gangi og í skoð- un,“ bætir hann við. - gar Ráðherra segir 2009 annað mesta framkvæmdaárið þrátt fyrir niðurskurð: Lífeyrissjóðir vilja lána til vegagerðar KRISTJÁN L. MÖLLER Samgönguráðherra segir aðeins vanta heimild Reykjavíkurborg- ar til að hægt sé að hefja byggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það er ekki hægt að segja að það verði ekki boðið meira út á árinu vegna þess að við eigum eftir að sjá hverju verð- ur veitt til vegagerðar á árunum 2010 til 2013. KRISTJÁN L. MÖLLER SAMGÖNGURÁÐHERRA Ætlar þú að ferðast innanlands fyrstu helgina í júlí? Já 36,2% Nei 63,8% SPURNING DAGSINS Í DAG: Þekkir þú einhvern sem hefur verið brotið á af hálfu starfs- manna kirkjunnar? Segðu skoðun þína á Vísir.is ÍRAN, AP Að minnsta kosti tíu manns létu lífið og hundrað særðust í mótmælum í Teher- an, höfuðborg Írans, á laugardag. Áfram er úrslitum í forsetakosningunum þann 12. júní mótmælt. Samkvæmt opinberum tölum hafa þá sautján manns látist í mótmælunum, en sjö létust í mótmælum fyrir viku síðan. Erfitt er þó að staðfesta tölurnar. Fimm fjölskyldumeðlimir Hashemi Raf- sanjani, fyrrum forseta landsins, voru jafn- framt handteknir seint á laugardagskvöld. Rafsanjani er mjög háttsettur og andstæðing- ur Mahmoud Ahmadinejad núverandi forseta. Hann gagnrýndi forsetann mjög mikið í kosn- ingabaráttunni. Handtökurnar þykja sýna klofning í leiðtogaráði Írans. Meðal þeirra handteknu var dóttir Rafsanjani, Faezeh Has- hemi, sem ávarpaði mótmælendur í síðustu viku. Mótmælin voru þau fyrstu frá því að æðsti klerkur landsins, Ayatollah Khamenei, krafð- ist þess að mótmælum yrði hætt og hótaði hörðum aðgerðum ef það yrði ekki. Lög- regla notaði meðal annars kylfur, táragas og vatn til þess að brjóta mótmælin á bak aftur. Írönsk stjórnvöld hafa sakað erlend ríki um afskiptasemi og að hafa stuðlað að ófriði í kjölfar kosninganna. Utanríkisráðherra Írans, Manouchehr Mottaki hélt blaðamanna- fund í gær og gagnrýndi Bretland, Frakkland og Þýskaland sérstaklega. Angela Merkel kanslari Þýskalands hefur hvatt Írani til end- urtalningar atkvæða. Þá hefur Barack Obama Bandaríkjaforseti hvatt írönsk stjórnvöld til að hætta öllum ofbeldisaðgerðum gagnvart almenningi. Hann sagði Bandaríkin standa með öllum þeim sem vilji nýta tjáningarfrelsi sitt. Blaða- og fréttamönnum hefur verið bannað að vinna á götum úti og í gær var fréttaritara breska ríkisútvarpsins BBC gert að yfirgefa landið. Þá hafa 23 blaðamenn verið hand- teknir á síðustu dögum. Mannréttindasamtök hafa greint frá því að lögregla hafi handtekið mikið af slösuðu fólki sem leitaði á spítala. Læknum hafi verið gert að tilkynna um öll mótmælatengd meiðsli. Margir hafi því leitað skjóls í sendiráðum til þess að forðast handtöku. Sjálfsmorðsárás var gerð við styttu af Khomeini æðsta klerki á sunnudag. Árásar- maðurinn lést og fimm særðust. Engin mót- mæli voru haldin í gær. thorunn@frettabladid.is Sautján látnir í mótmælum Yfirvöld í Íran hafa viðurkennt að sautján manns hafi látið lífið í mótmælum undanfarinna daga. Hart var tekið á mótmælum á laugardag, eftir að æðsti klerkurinn hafði krafist þess að þeim yrði hætt. MÓTMÆLT Hörð mótmæli voru í Teheran á laugardag og var táragasi og kylfum beitt óspart til að brjóta þau á bak aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.