Fréttablaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 30
22 22. júní 2009 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 HVAÐ SEGIR MAMMA? „Þetta er bara búið vera draum- ur fyrir mig, algjörlega frábært,“ segir Ervin Shala. Nafnið kveik- ir kannski ekki á neinum bjöllum hjá lesendum Fréttablaðsins og nýrakað andlitið ekki heldur. En setji menn yfirvaraskegg og örlít- ið meira hár, helst krullað, á Ervin kemur í ljós gríski dalafetamaður- inn Stepaponopolis úr auglýsingum Dags Kára Péturssonar fyrir MS sem vöktu mikla athygli á sínum tíma. Ervin leikur aðalhlutverk- ið í stuttmyndinni The Notion of Imminent Causation eftir Óskar Örn Arnarsson sem hlaut áhorf- endaverðlaun Stuttmyndadaga Reykjavíkur. Stuttmyndin legg- ur brátt af stað í lítið ferðalag til heimalands Ervins, Kosovo, þar sem hún verður sýnd á Pristina Film Festival en formaður dóm- nefndar er engin önnur en Vanessa Redgrave. Draumur Ervins, um að mynda menningarbrú milli Kosovo og Íslands, er því að skríða af stað. „Við byrjum bara svona, með stutt- mynd þar sem Íslendingur og Kos- ovo sameina krafta sína.“ Ervin flúði frá Kosovo til Íslands þegar stríðsátökin þar stóðu sem hæst fyrir ellefu árum, þá aðeins tvítugur að aldri, einn og óstudd- ur. Í þeim mánuði höfðu bardag- ar milli Frelsishers Kosovo og serbneskra lögreglu- og hersveita staðið yfir í sjö mánuði og yfir 270 þúsund manns voru á flótta. Aðstæðurnar versnuðu til muna næstu mánuði og þegar NATO hóf loftárásir á Júgóslavíu var það vegna gruns um þjóðernishreins- anir í Kosovo. Ervin fékk við komuna vinnu hjá Fiskverkun Jónasar í Hafnarfirði og fór strax að læra tungumálið. Íslenskukennararnir hans voru þó heldur óhefðbundnir. „Já, ég hlust- aði alltaf á Tvíhöfða í vinnunni og lærði tungumálið í gegnum þá. Konurnar í fiskvinnslunni hjálp- uðu mér síðan með þau orð sem ég skildi ekki,“ segir Ervin og hlær. Ervin telur að yfir fimm hundr- uð Kosovo-Albanar séu á Íslandi í dag og þeir halda mjög góðu sam- band sín á milli. Í dag starfar Ervin hjá sápuframleiðandanum Tandur milli þess sem hann leik- ur í kvikmyndum og auglýsing- um. Kvikmyndaleikstjórar hafa sóst eftir balknesku útliti hans, nú síðast lék hann verðbréfasala í R.W.W.M eftir Júlíus Kemp og svipaða týpu í Brúðgumanum eftir Baltasar Kormák. „Ég ætla alla leið í kvikmyndabransanum og lifa þann draum til fulls.“ freyrgigja@frettabladid.is ERVIN SHALA: DREYMIR UM MENNINGARBRÚ MILLI KOSOVO OG ÍSLANDS Dalafetamaðurinn með stuttmynd til Pristina „Þetta er með því betra sem maður hefur lesið,“ segir nýkrýnd- ur Grímuverðlaunahafi, Kristín Jóhannesdóttir, um nýjasta leik- stjórnarverkefni sitt, Brennu- varga. Verkið, sem Mark Frisch skrifaði á síðustu öld, verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu um miðjan október. Kristín fékk Grímuna sem leik- stjóri ársins fyrir Utan gátta og bíða margir með eftirvæntingu eftir hennar næsta skrefi á leik- sviðinu. Með aðalhlutverkin í Brennuvörgum, sem er kolsvört kómedía, fara Eggert Þorleifsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Leika þau Biederman-hjónin sem fá heim til sín þrjá brennuvarga en brestur þor eða dómgreind til að hindra að þeir kveiki í allri borg- inni. Með hlutverk brennuvarg- anna fara Björn Thors og Stefán Hallur Stefánsson. Edda Arn- ljótsdóttir leikur síðan þjónustu- stúlkuna á heimilinu sem kemur mikið við sögu. Tónlistina í verk- inu semur Barði Jóhannsson. „Það er svo sérkennilegt og skemmtilegt að verkið talar beint inn í þetta hrun okkar og á sér magnaðar hliðstæður í því ferli öllu. Í því felst skírskotun í það hvað það er í manninum sem veldur því að við göngum eins og blinduð út í eyðileggingu og glóru- lausa vitleysu eins og við könn- umst við hér á landi,“ segir Kristín. „Þetta verður mjög skemmtilegt og nauðsyn- legt fyrir alla Íslendinga á þessari ögurstundu sem við lifum að reyna að komast að því hvað klikkaði hjá okkur.“ - fb Steinunn Sigurðardóttir fata- hönnuður var alveg pollróleg þótt bandalag íslenskra listamanna, BÍL, hefði látið bóka óánægju sína vegna útnefningar hennar sem borgarlistamanns á fundi menn- ingar- og ferðamálaráðs hinn 11. júní síðastliðinn. Steinunn kaus frekar að klæða sig í búning sáttasemjara þegar Fréttablað- ið leitaði eftir viðbrögðum henn- ar. „Á Íslandi eru nýir tímar sem kalla á aukna samvinnu og nýjar lausnir,“ segir Steinunn og bend- ir á að í nágrannalöndunum hafi í auknum mæli verið lögð áhersla á samvinnu milli lista, hönnunar og annarra atvinnugreina. „Á þess- um einstöku tímum gefur smæð þjóðfélagsins okkur forskot og samvinna og landamæraleysi innan hinna skapandi stétta getur leyst úr læðingi krafta sem koma öllum á óvart,“ útskýrir Stein- unn. Guðmundur Oddur Magnús- son, kennari í grafískri hönn- un við Listaháskóla Íslands, var harðorður í garð áheyrnarfull- trúanna tveggja þegar Frétta- blaðið bar bókun þeirra undir hann á fimmtudaginn. Guðmund- ur Oddur sagði að ekki ætti að skipta neinu máli hvaðan góðir hlutir kæmu. „Þessi bókun þýðir í raun að Andy Warhol og Dieter Roth hefðu aldrei getað orðið borgar- listamenn því þeir voru ekkert síður hönnuðir en listamenn.“ - fgg Steinunn hvetur til sameiningar SÁTTASEMJARI Steinunn Sigurðardóttir var pollróleg þótt BÍL hefði látið bóka óánægju sína með útnefningu hennar sem borgarlistamanns. LÁRÉTT 2. blikk, 6. pot, 8. húsfreyja, 9. fálm, 11. ekki, 12. rými, 14. beikon, 16. býli, 17. mánuður, 18. heiður, 20. átt, 21. skrifa. LÓÐRÉTT 1. stökk, 3. hvort, 4. fjölmiðlar, 5. slit, 7. raddfæri, 10. blekking, 13. er, 15. ávöxtur, 16. kaupstaður, 19. ólæti. LAUSN LÁRÉTT: 2. depl, 6. ot, 8. frú, 9. pat, 11. ei, 12. pláss, 14. flesk, 16. bæ, 17. maí, 18. æra, 20. nv, 21. rita. LÓÐRÉTT: 1. hopp, 3. ef, 4. pressan, 5. lúi, 7. talfæri, 10. tál, 13. sem, 15. kíví, 16. bær, 19. at. „Hann Beggi hefur alltaf verið mikill íþróttamaður og þurfti að velja milli handboltans, fót- boltans og golfsins. Eflaust hefði hann plumað sig vel í öllum þessum íþróttagreinum. Hann er mjög yfirvegaður og með kollinn í lagi en það sem ég met mest við hann er að það er hvorki til hroki né mont í honum.“ Björk Pétursdóttir, móðir Sigurbergs Sveinssonar, landsliðsmanns í handbolta. Grímuhafi stýrir kreppuverki ÆTLAR AÐ LIFA DRAUMINN Ervin Shala flúði frá Kosovo til Íslands fyrir ellefu árum og ætlar nú að láta drauminn um að verða kvikmyndaleikari rætast. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KRISTÍN JÓHANN- ESDÓTTIR Næsta verk Kristínar nefnist Brennu- vargarnir og er eftir Mark Frisch. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Miðbærinn í Reykjavík var fullur af fólki enda viðraði vel til barsetu um helgina og þá sérstaklega á föstudagskvöldinu. Veitinga- og skemmtistaðurinn B5 var venju samkvæmt ákaflega vinsæll og þar máttu væntanlegir gestir gera sér það að góðu að standa dágóðan tíma í röð fyrir utan. Ekki þurftu þó allir að húka úti því fyrrverandi menntamálaráðherra og varafor- maður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, og fyrrverandi sjónvarpsstjarnan Inga Lind Karlsdóttir kom- ust nefnilega fram fyrir röðina og beint inn, við litlar vinsældir við- staddra sem bauluðu og blístruðu þegar þetta átti sér stað. En á meðan Inga Lind skemmti sér konunglega í miðbæ Reykjavíkur hafði fyrrverandi samstarfskona hennar úr Íslandi í dag ærna ástæðu til að fagna á heimili sínu í Vesturbænum. Svanhildur Hólm getur nefnilega hætt að titla sig fjölmiðlakonu og farið að kalla sig lögfræðing enda hefur hún nú lokið því námi. Ekki er annað hægt en að vor- kenna þeim sem ætla að vera með eitthvert vesen við Melhaga 16, þar sem Svanhildur og Logi Bergmann búa, því nágranni þeirra er Sigurður Kári Kristjánsson, sem er jú líka lögfræðingur. Og enn af sjónvarpsfólki því fréttamaðurinn góðkunni Einar Þorsteinsson var steggjaður um helgina. Einar er að fara að flytja af landi brott ásamt verðandi eigin- konu sinni og ætla þau að setjast að á Miami og lesa þar fræði sín. Hinir íslensku vinir voru því nokkuð veglegir við vin sinn en meðal þeirra sem komu við sögu í þessu sögu- fræga teiti voru Árni Johnsen, Jakob Frímann Magnússon og Borat- sundbolur. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1. Hann var 113 ára. 2. Á Möltu. 3. Í 340 borgum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.