Fréttablaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 22.06.2009, Blaðsíða 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 ÞVOTTURINN OKKAR fær sjaldnast tækifæri til að þorna úti við á Íslandi og því er um að gera að nota þessar fáu vikur sem hægt er og fá ferska útilykt af fötunum okkar. Þó það sé ekki nema að strengja eina snúru á svalirnar, bara svona rétt til að fá smjörþefinn. „Ég fékk hugmyndina af netinu þó að bólstraða rúmgafla megi að vísu finna alls staðar,“ segir Guð- rún Davíðsdóttir, viðskiptafræð- ingur og nýbökuð tveggja barna móðir. „Ég ákvað hins vegar að nýta það sem til var og varð gam- alt skrifborð eiginmannsins fyrir valinu. Ég bólstraði það og klæddi með efni úr Ikea og heftibyssuna fékk ég lánaða hjá mömmu,“ segir hún hispurslaust og bætir við: „Ég notaði gamla sumarsæng úr Rúm- fatalagernum sem undirlag til að bólstra í kringum og fyllti upp í með gömlu flísteppi.“ Kostnaðurinn við rúmgaflinn fólst einungis í 2,2 metrum af efni sem kostaði 895 krónur metrinn. „Rúmgaflinn kostaði mig því um 2.000 krónur en vaggan eitthvað um 3.700 krónur með dýnu,“ segir Guðrún en vaggan var smíðuð úr gömlum hilluafgöngum úr geymsl- unni. „Við breyttum geymslunni í barnaherbergi og þá voru engin not fyrir gömlu hillurnar lengur. Síðan átti ég gamalt ullarteppi sem ég þæfði í þvottavélinni og gat bólstrað öll horn vöggunn- ar með því þannig að þau yrðu mjúk. Svo notaði ég afganga úr bútasaumnum hjá mömmu til að bólstra hliðarnar. Vaggan er síðan fest á gamla skáphurð úr forstof- unni sem er fest undir rúmið,“ útskýrir hún. Verkið tók einn dag, sem sumum þætti nú vel af sér vikið, en Guð- rún hafði ætlað sér enn styttri tíma. „Við erum hins vegar ekki mjög færir smiðir,“ segir hún og hlær. Þau hjónin hafa reyndar nú þegar tekið í gegn baðherbergið, parkettlagt herbergi og breytt geymslu í barnaherbergi. „Þau verk gáfu okkur hugrekkið en ekki endilega færnina.“ Rúmgaflinn og vaggan lukkuð- ust hins vegar prýðisvel og nýt- ist plássið í svefnherberginu enn betur. „Vaggan snertir ekki gólf- ið og auðveldar því þrif en hug- myndin var sú að ég gæti haft dóttur mína nálægt mér fyrstu mánuðina og horft á hana án þess að hafa áhyggjur af að leggjast á hana í hjónarúminu. Eins og flestar mæður þekkja gerir maður lítið annað en að stara á litla kríl-ið fyrsta mán- uðinn,“ segir Guðrún og brosir. hrefna@frettabladid.is Smíðað upp úr gömlu Að hugsa út fyrir kassann er ekki öllum gefið en Guðrún Davíðsdóttir, nýbökuð tveggja barna móðir, gerði það svo sannarlega þegar hún smíðaði rúmgafl og vöggu úr gömlu skrifborði og hillum. Guðrún og Njörður, eiginmaður hennar, smíðuðu rúmgaflinn úr gömlu skrifborði og vögguna úr hilluafgöngum. Þar unir nýfædd dóttir þeirra sér vel í návígi við foreldrana. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Velbon þrífætur mikið úrval Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Óseyri 2, Akureyri, 461 1150 • Opið virka daga kl. 12:00-18:00 – laugardaga kl. 12:00-16:00 • www.svefn.is HEILSUDYNUR OG HEILSUKODDAR Eitt með öllu SUMARTILBOÐ á stillanlegum rúmum Ný tilboð sjá www.svefn.is Íslenskir botnar Íslensk framleiðsla Íslenskir svefnsófar Margir litir í boði Vinsælasta stillanlega rúmið hjá okkur Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Létt og lipur. Kirsuberjarauð. Stillalegt afl mótors frá 300 upp í 1800 W. Sjálfinndregin snúra, hleðsluskynjari. 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 m. Vinnuhollt handfang. Stillanleg lengd á sogröri. Ryksuga VS 01E1800 14.900Tilboðsverð: kr. stgr. (Verð áður: 17.900 kr.) Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.