Fréttablaðið - 07.07.2009, Page 1

Fréttablaðið - 07.07.2009, Page 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI golf Vonast eftir vallarmetiÍslandsmótið í golfi verður haldið á Grafarholtsvelli 23. til 26. júlí. BLS. 2 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 2009 ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí 2009 — 159. tölublað — 9. árgangur VEÐRIÐ Í DAG MEKKÍN RAGNARSDÓTTIR Gæðir sér á grænu tei og goji-berjasafa • heilsa Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ætli ég reyni ekki helst að forð-ast unna matvöru, eins og hveiti, sykur, rotvarnarefni og önnur gerviefni, til að halda melting-unni góðri,“ segir Mekkín Ragn-arsdóttir, starfsmaður hjá Heilsu-húsinu, beðin um að lýsa þ íhvaða h að hjálpa fólki í viðleitni þess til að léttast. „Svo eru töflurnar að auki orkugefandi; mér líður rosa-lega vel af þeim,“ bendir hún á og bætir við að goji-berjasafi séeinnig á mat ðl hún upp og segir að með nýjum lífsstíl heyri þessir kvillar nú sög-unni til. „Ég finn mjög mikinnmun á mér þótt auð i Hinn gullni meðalvegur Mekkín Ragnarsdóttur er umhugað um heilsuna og hikar ekki við að reyna alls kyns aðferðir. Mikilvægt þykir henni að neyta hollrar fæðu en á meðal þess sem er á matseðlinum er grænt te og goji-berjasafi. Mekkín hefur reynt ýmislegt til að bæta heilsuna. Þar hefur grænt te og goji-berjasafi meðal annars komið að góðu gagni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEIMSLEIKAR ÞROSKAHEFTRA eða Global Games standa yfir í Tékklandi til 14. júlí. Íþróttasamband fatlaðra sendir tvo keppendur á leikana en þeir eru sundmennirnir Jón Margeir Sverrisson, íþróttafélag- inu Ösp, og Ragnar Ingi Magnússon, íþróttafélaginu Firði, Hafnarfirði. Ólík gildi skólastjóra Steinunn Helga Lárus- dóttir hlaut önnur verðlaun í ritgerða- samkeppni bresku BELMAS-samtak- anna. TÍMAMÓT 14 Opnar Gay Pride Bubbi Morthens opnar Gay Pride-hátíðina í Háskólabíói þetta árið. FÓLK 22 GOLF Einherjar, klúbburinn sem allir vilja komast í Sérblað um golfíþróttina FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG FÓLK Rottweilerhundurinn Dímon skemmtir sér konunglega við það að spranga í Vestmannaeyjum. Hann stekkur upp í reipið, bítur í og spyrnir sér, og vill helst fátt annað gera. Dímon og eigandi hans Marika upp- götvuðu áhuga hans á sprangi dag einn á göngu og hefur hann ekki hætt síðan. Dímon er eini hundurinn sem vitað er til að sprangi í Eyjum. „Hann er alltaf sprangandi, hann bara elskar það. Þetta er það skemmtilegasta sem hann gerir. Hann er ekkert hrifinn af boltum eða öðru slíku, heldur vill bara spranga,“ segir Marika. Marika sprangar ekki sjálf en dreymir um að koma á laggirnar dýrahóteli fyrir allar gerðir dýra í Vestmannaeyjum. Ekki er þá úr vegi að Dímon kenni öðrum dýrum listir sínar. - kbs / sjá síðu 22 Merkilegur hundur í Eyjum: Hundur iðkar sprang af kappi Ertu læs á fjármál? Kannaðu fjármálalæsi þitt á byr.is. Það kostar ekki neitt og tekur ekki nema nokkrar mínútur. Fjármálapróf Byrs var þróað í samstarfi við Stofnun um fjármálalæsi við Háskólann í Reykjavík. Það metur fjármálalæsi þitt og er sneisafullt af gagnlegum fróðleik um fjármál að auki. Rannsóknir hafa leitt í ljós að um helmingur Íslendinga vill vita meira um fjármál. Taktu fjármálaprófið á byr.is. KE A skyrdrykkur Nýjung með bláberjum – fyrir heilbrig ðan lífsstíl ÚTIVIST Jón Gunnar Benjamínsson ætlar að ferðast þvert yfir landið á fjórhjóli á næstunni. Jón Gunnar er lamaður fyrir neðan mitti og vill vekja athygli á því að fatlað fólk í hjólastólum hefur sama áhuga á ferðalögum og útivist og aðrir. Þá vill hann kanna aðgengi fatlaðra á ferðamannastöðum á hálendinu. Einnig verður áheitum safnað í tengslum við leiðangurinn til þess að safna fé til að bæta aðgengi fatl- aðra í Landmannalaugum. Jón segir að hugmyndin hafi kviknað þegar hann fékk póst frá 66° Norður þar sem leiðangurs- styrkur var auglýstur. „Þá datt mér í hug að það væri kannski býsna góð hugmynd að geta samofið útivistaráhugann og söfnun fyrir góðu málefni. Það gæti blásið einhverjum sem er í svipaðri aðstöðu byr í brjóst, og sýnt að ýmislegt er hægt þótt maður sé í þessari leiðin legu aðstöðu,“ segir hann. Jón mun leggja af stað á morgun frá Hvera- rönd í Mývatnssveit. Hann er nýkominn úr veiðiferð í Laxá þar í sveit þar sem hann fór um allt á hjólinu. Ferðin mun taka fimm daga og henni lýkur í Reykjavík á sunnudag. Með Jóni í för verð- ur Sigfús Hreiðarsson, sem ætlar að aka sexhjóli. Ingólfur Stefáns- son mun fylgja þeim á jeppa og Halldór Kolbeins kvikmynda- gerðarmaður mun taka leiðangur- inn upp. Hægt verður að fylgjast með leiðangrinum á heimasíðunni acrossiceland.is og er söfnunar- númer hans 901 5001. - þeb Jón Gunnar Benjamínsson vekur athygli á aðstöðu fatlaðra á hálendinu: Þvert yfir landið á fjórhjóli FJÓRHJÓLIÐ Hjólið sem Jón Gunnar hyggst ferðast á yfir landið er sérútbúið og hentar til útivistar. Hann er hér við hliðina á hjólinu, sem hann var á í fjögurra daga veiðiferð fyrir skömmu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Tíðindalítið veður Í dag verður hæg breytileg átt um allt land, víða nokkuð bjart en skýjað og súld á stöku stað suðvestantil framan af degi. Hlýjast verður í innsveitum norðaustanlands. VEÐUR 4 13 16 17 10 13 VIÐSKIPTI Björgólfur Guðmundsson og Björg- ólfur Thor Björgólfsson hafa gert Nýja Kaup- þingi tilboð um að greiða fjörutíu til fimmtíu prósent af tæplega sex milljarða skuld þeirra feðga við bankann, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þeir feðgar vilja borga 500 milljónir af skuld sinni á þessu ári. Skuldin er upphaflega tilkomin vegna kaupa eignarhalds- félags þeirra, Samsonar, á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2003. Krafa Kaupþings á hendur Samson er 4,9 milljarðar króna án dráttarvaxta en kröfu- lýsingin í þrotabú Samsonar er um 5,9 millj- arðar með dráttarvöxtum og öðrum áföllnum kostnaði, samkvæmt heimildum Fréttablaðs- ins. Eins og blaðið greindi frá 9. apríl síðastlið- inn sögðu heimildir blaðsins að Nýja Kaupþing hefði stefnt þeim feðgum í mars vegna skuldar- innar. Hins vegar barst stefnan þeim feðgum ekki, og er óútskýrt hvers vegna. Feðgarnir eru í persónulegum ábyrgðum vegna skuldarinnar og standi annar þeirra ekki undir ábyrgð fellur hún á hinn. Kaupverð á hlut ríkisins í Lands- bankanum árið 2002 var 11,2 milljarðar króna. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, getur ekki staðfest að málið sé vaxið með þessum hætti. „Það eina sem ég vil staðfesta er að það hafa verið viðræður í gangi um hvernig þeir myndu ljúka þessari skuld.“ Í sama streng tekur Hulda Dóra Styrmisdóttir, stjórnarformaður bankans. Hún vill ekki svara því hvort henni finnist líklegt að tilboði sem þessu yrði tekið af hálfu stjórnar, en stjórnin þarf að taka ákvörðun um svo stórfellda niður- fellingu skuldar þegar upp er staðið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til- boð þeirra feðga talið raunhæft innan Kaup- þings, og reiknað með að það verði lagt fyrir stjórn bankans. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfs- feðga, vildi ekki tjá sig um málið þegar til hans var leitað í gær. - shá Björgólfar vilja að Kaup- þing afskrifi þrjá milljarða Björgólfsfeðgar hafa gert Nýja Kaupþingi tilboð um að greiða um helming af sex milljarða króna skuld þeirra við bankann. Skuldin er tilkomin vegna kaupa Samsonar á hlut ríkisins í Landsbankanum árið 2002. ESB veitir öryggi „ESB veitir margs háttar efnahags- legt öryggi. Evran veitir veigamikla tryggingu gegn óstöðugum gjald- miðli lítils myntsvæðis,“ segir Baldur Þórhallsson. UMRÆÐAN 12 DÍMON Sigur í fyrsta leik Atla Sigurbjörn Hreiðars- son tryggði Val 3-2 sigur á KA í framlengingu í VISA-bikar karla í gær. ÍÞRÓTTIR 17

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.