Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2009, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 07.07.2009, Qupperneq 13
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ætli ég reyni ekki helst að forð- ast unna matvöru, eins og hveiti, sykur, rotvarnarefni og önnur gerviefni, til að halda melting- unni góðri,“ segir Mekkín Ragn- arsdóttir, starfsmaður hjá Heilsu- húsinu, beðin um að lýsa því með hvaða hætti hún hlúi aðallega að heilsunni. „Ég borða nú engu að síður nánast það sama og aðrir. Bý mér líka til hamborgara og pítsur en gæti þess að hafa hollustuna í fyrirrúmi og nota af þeim sökum spelt, kínóapasta og þess háttar í matargerðina.“ Þessa dagana drekkur Mekkín líka grænt te í töluverðu magni og neytir svokallaðra Metasys- taflna. Bæði teið og töflurnar eiga að hjálpa fólki í viðleitni þess til að léttast. „Svo eru töflurnar að auki orkugefandi; mér líður rosa- lega vel af þeim,“ bendir hún á og bætir við að goji-berjasafi sé einnig á matseðlinum um þessar mundir. „Hann er unninn úr goji- berjum frá Himalajafjöllum, sem eru vegna andoxunarefna talin byggja upp styrk mannslíkamans og hægja á öldrun.“ Áhugann á heilbrigðum lífsstíl segir Mekkín ekki nýtilkominn, heldur megi rekja hann til ungl- ingsáranna þegar hún glímdi við almennt heilsuleysi. „Ég var alltaf þreytt í menntaskóla, illt í magan- um og þar að auki komin með vott af skammdegisþunglyndi,“ rifjar hún upp og segir að með nýjum lífsstíl heyri þessir kvillar nú sög- unni til. „Ég finn mjög mikinn mun á mér, þótt auðvitað geti ég orðið pirruð rétt eins og aðrir. Ég bý bara yfir miklu meiri orku en áður og húðvandamálin eru á bak og burt.“ Þótt Mekkín sé umhugað um heilsuna segir hún mikilvægt að fara ekki með neinu offorsi. „Maður þarf bara að passa upp á sitt lítið af hverju, mataræðið og regluleg hreyfing leika þar stórt hlutverk. Ég hreyfi mig til dæmis á hverjum degi, en leyfi mér líka að svindla. Það er svo mikilvægt að feta hinn gullna meðalveg.“ roald@frettabladid.is Hinn gullni meðalvegur Mekkín Ragnarsdóttur er umhugað um heilsuna og hikar ekki við að reyna alls kyns aðferðir. Mikilvægt þykir henni að neyta hollrar fæðu en á meðal þess sem er á matseðlinum er grænt te og goji-berjasafi. Mekkín hefur reynt ýmislegt til að bæta heilsuna. Þar hefur grænt te og goji-berjasafi meðal annars komið að góðu gagni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEIMSLEIKAR ÞROSKAHEFTRA eða Global Games standa yfir í Tékklandi til 14. júlí. Íþróttasamband fatlaðra sendir tvo keppendur á leikana en þeir eru sundmennirnir Jón Margeir Sverrisson, íþróttafélag- inu Ösp, og Ragnar Ingi Magnússon, íþróttafélaginu Firði, Hafnarfirði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.