Fréttablaðið - 07.07.2009, Page 27

Fréttablaðið - 07.07.2009, Page 27
ÞRIÐJUDAGUR 7. júlí 2009 19 Leikarinn og grínistinn Gísli Rúnar Jónsson gaf út tvær plötur á áttunda áratugnum sem eru fyrir löngu orðnar sígildar. Algjör sveppur kom út 1976 og Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka kom 1977. Báðar voru þemaplötur sem mikið var lagt í. Allar hugmyndir og textar voru úr smiðju Gísla Rúnars, en tónlistin nýjar útsetningar af gömlum erlend- um dægurlögum. Það sama á við um Í túrett og moll, nema að hún er ekki þema plata heldur er farið um víðan völl í textunum. Platan er skrifuð á Stefán Karl en hugmyndir, söngtextar og rit- gerðir í plötubæklingnum koma frá Gísla Rúnari. Um útsetningar sér Veigar Margeirsson (eftir hug- myndum Gísla Rúnars) og um tón- listarflutning sér Veigar ásamt tíu manna hljómsveit. Stefán Karl hins vegar leikur og syngur öll aðalhlut- verkin. Í túrett og moll er bráðskemmtileg fjölskylduplata. Gísli Rúnar klikkar ekki í orðagríninu, söngur og leik- ur Stefáns Karls eru í hæsta gæða- flokki og lögin eru bæði vel spiluð og útsett. Í túrett og moll minnir á gamlar íslenskar grínplötur, aðal- lega plötur Ómars Ragnarssonar, plötu Halla, Ladda og Gísla Rúnars (Látum sem ekkert c) og svo fyrr- nefndar þemaplötur Gísla Rúnars. Textarnir koma víða við en orð- hengilsgrínið er allsráðandi. Digga Digga Dú fjallar um áráttuhegðun, Nú hárið er sviðið fjallar um gaml- árskvöld, Afavísur fjalla um afa sem getur ekki sofið og í Eru ekki allir í stuði eru bankahrunið og kreppan viðfangsefnið svo dæmi séu tekin. Trausti Júlíusson Gamalkunnir taktar Aðdáendur poppgoðsins Michael Jack- son eru sann- færðir um að söngvarinn hafi gengið aftur og birst þeim í sjónvarpsþætti sem var sýndur á bandarísku sjónvarps- stöðinni CNN. Þátturinn ber nafnið „Inside Neverland“ og í honum spjallar þáttastjórnand- inn Larry King við Jermaine, bróður Jacksons. Í þættinum sést hvar svartur skuggi líður þvert yfir eitt herbergið, en hvorki þáttastjórnandinn né tökumaður urðu varir við skuggann meðan á tökum stóð. Það var ekki fyrr en myndbrotið birtist á netinu að aðdáandi Jacksons tók eftir skugganum og síðan þá hefur myndbrotið farið eins og eldur um sinu á netinu. Margir virðast halda að skugginn sé poppgoðið endurgengið. Jackson gengur aftur DRAUGURINN JACKSON Aðdá- endur goðsins trúa því að hann sé genginn aftur. Leikarinn Johnny Depp kom í óvænta heimsókn á barnaspítala í London í síðustu viku. Depp, sem var í borginni til að kynna nýjustu kvikmynd sína, kom klæddur sem sjóræninginn Jack Sparrow og eyddi löngum tíma með börnunum. „Johnny var mjög vinalegur. Hann eyddi löng- um tíma í að spjalla við starfs- fólk spítalans og sjúklingana og börnin fengu að taka mynd af sér með Jack Sparrow,“ var haft eftir heimildarmanni. Spítalinn sem Depp heimsótti var sá sami og dóttir hans dvaldi á árið 2007 eftir mikil veikindi og með þessu vildi leikarinn þakka starfsfólk- inu fyrir vel unnin störf. Heimsækir veik börn ÞAKKLÁTUR Depp klæddist sem sjóræninginn Jack Sparrow til að kæta veik börn. Hljómsveitin Melchior hefur gefið út sína þriðju plötu. Sveitin hefur allt frá stofnun árið 1973 flutt frumsamið kammerpopp. Þótt tónlistin megi flokkast sem popp hafa sígild hljóðfæri leikið lykilhlutverk í útsetningum og hefur rafmögnun tónlistarinnar alltaf verið hófleg. Melchior skipa þeir Hilmar Oddsson, Hróðmar Ingi Sigur- björnsson og Karl Roth. Þá leika þeir Gunnar Hrafnsson á bassa og Steingrímur Guðmundsson á slagverk. Með þeim syngja þær Kristín Jóhannsdóttir og Helga Möller auk þess sem Margrét Kristjánsdóttir leikur á fiðlu. Fram undan hjá Melchior eru tónleikar á Rosenberg 15. júlí. Þriðja plata Melchior MELCHIOR Hljómsveitin Melchior hefur gefið út sína þriðju plötu. FYNDNIR Stefán Karl og Gísli Rúnar. TÓNLIST Í túrett og moll Stefán Karl ★★★★ Í túrett og moll er fín fjölskylduplata. Orðhengilsgrínið hans Gísla Rúnars er fyrsta flokks og Stefán Karl syngur og leikur öll hlutverk af stakri snilld. w w w .p ou ls en .is /a ir br us h Airbrush námskeið 4ra daga airbrush námskeið 6.-9.ágúst 2009. Kennarar: Ýrr, Craig Fraser og Steve VanDemon Skráning fer fram á www.poulsen.is/airbrush Poulsen - Skeifan 2 - S:530 5900 www.poulsen.is/airbrush - airbrush@poulsen.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.