Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2009, Qupperneq 12

Fréttablaðið - 12.08.2009, Qupperneq 12
12 12. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR nær og fjær „ORÐRÉTT“ Vatnsheld þá? „Á einum hlutanum eru stjörnuljós.“ NÝ VATNSRENNIBRAUT Í LAUG- ARDALSLAUGINNI VERÐUR HIN GLÆSILEGASTA, AÐ SÖGN LOGA SIGURFINNSSONAR, FORSTÖÐU- MANNS HENNAR. Fréttablaðið 11. ágúst Úr samhengi „Ég set þessar tölur ekki í samhengi við Icesave.“ ÓLÖF ÝRR ATLADÓTTIR FERÐA- MÁLASTJÓRI SEGIR ANDÚÐ Á ÍSLENDINGUM EKKI SKÝRA FÆKKUN FERÐAMANNA FRÁ BRETLANDI OG HOLLANDI. Fréttablaðið 11. ágúst Dæmi um það sem tekið er fyrir í náminu: Lita- og línufræði Tónalgreining Vaxtarbygging Heitt og kalt rými Stórt og lítið rými Uppröðun hluta Stílistun á: Baðherbergi Svefnherbergi Barnaherbergi Eldhúsi Garðhýsi Stofu Og margt fleira. The Academy of Colour and Style býður nú upp á nám í innanhússtílistun. Farið er í helstu grunnþætti í lita- og línufræði. Einnig er kennt að meta stíl út frá persónunni sjálfri. Þá er hún greind út frá vaxtarbyggingu og litgreiningu en þær upplýsingar segja mikið til um hvernig einstaklingur vill hafa sitt nánasta umhverfi eins og liti og stíl. Nemendur vinna svo verkefni í hverri viku og taka þá fyrir stílistun á stofu, baðherbergi, barnaherbergi o.fl. Gestafyrirlesarar koma í tíma og kynna fyrir nemendum ýmis atriði sem koma þeim til góða. Hver önn tekur þrjá mánuði. Kennsla fer fram í Tækniskólanum einu sinni í viku frá 18-22. UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir Stílisti Helga Sigurbjarnadóttir Innanhúsarkitekt Þorsteinn Haraldsson Byggingafræðingur INNANHÚSSTÍLISTANÁM Tómatar hafa verið ómissandi í öll betri salöt frá því Evrópubúar komust í kynni við þessa kynlegu plöntu í Mexíkó. Talið er að jurtin, sem tæknilega telst vera ávöxtur þó að hún sé yfirleitt flokkuð með grænmeti, sé upp- runalega frá Perú. Engin skráð dæmi eru um nýtingu þarlendra frumbyggja á tómötum, en vitað er að Astekar og Pueblo-indjánar í Mexíkó borðuðu tómata. Tómaturinn féll vel að bragð- laukum Spánverja, sem dreifðu þessum dulbúna ávexti víða. Í fyrra er talið að um 125 milljón tonn af tómötum hafi verið fram- leidd, sem jafngildir um átján kílóum á hvern jarðarbúa. TÓMATAR ÁVEXTIR FRÁ AMERÍKU Sisimiut, Holsteinsborg eins og bærinn heitir á dönsku, er næststærsti bærinn á Grænlandi með tæplega sex þúsund íbúa. Bærinn er á vesturströnd- inni, 400 kílómetra norðan við Nuuk og um 100 km norðan við heimskautsbaug. Sisimiut er aðalbyggð í sveitarfélaginu Qeqqata. Bæjarstæðið er á allmiklum tanga, eins og flestir bæir á Grænlandi, en þvert yfir tangann rís fjallið Nasaasaaq í 784 m hæð. Sisimiut er nyrsta höfn á Grænlandi sem er siglinga- fær á vetrum vegna íslagna. Sisimiut er tilvalið til veiða: mikið er af hval, sel og rostungi í hafinu og hreindýr til fjalla. Upp úr 1764 komu Danir sér upp bækistöð í Sisimiut, sem þeir nefndu Holsteinsborg. Bærinn var miðstöð hvalveiða fram undir lok 19. aldar. Upp frá því tóku fiskveiði og fiskverkun við sem aðalatvinnugreinar. Sisimiut er syðsti bær á Grænlandi þar sem hunda- sleðar eru notaðir. Gelt hundanna setur nokkurn blæ á bæinn og þá má sjá um allt. Hundasleðarnir eru notaðir bæði í atvinnuskyni og til skemmtunar. Engin vegtenging er við aðra staði. SISMIUT Á VESTURSTRÖND GRÆNLANDS Eftir tíu ára dvöl í Kaup- mannahöfn fóru hjónin Ingibjörg Hrefna Björns- dóttir og Ólafur Rafnar Ólafsson að hugsa sér til hreyfings. Þeim leist ekki á blikuna á Íslandi og því var aðeins eitt í stöðunni: að flytja til Grænlands. Ingibjörg og Ólafur hafa búið í bænum Sisimiut á vesturströnd Grænlands í um mánuð, ásamt sonum sínum tveimur, Birni Rafnari sex ára og og Úlfi Snorra tveggja ára. „Þetta hefur verið mjög gott fram að þessu,“ segir Ingibjörg og í bak- grunni má heyra ýlfrið í sleðahund- unum sem bundnir eru við annað hvert hús. Ingibjörg og Ólafur eru í óðaönn að koma fjölskyldunni fyrir í nýju íbúðinni, þar sem þau ætla að búa að minnsta kosti næstu tvö árin. „Það er sólríkt og gott veður hérna. Þetta er mikil náttúruperla, við erum með fallegt útsýni út á hafið og fylgjumst með hvölum og selum og svo var hreindýratímabil- ið að byrja og allir á leið á skytt- erí.“ Ingibjörg og Ólafur höfðu búið í Kaupmannahöfn í áratug og fannst kominn tími til að breyta til. Ísland þótti þeim ekki fýsilegur kostur eins og sakir standa og því kom upp sú hugmynd að flytja til Græn- lands. „Ólafur Rafnar lærði mann- fræði í Kaupmannahafnarháskóla með áherslu á eskimóa á Grænlandi og vildi því gjarnan fara til Græn- lands. Ég er hjúkrunarfræðingur og þeirra er víðast hvar þörf. Ég próf- aði því að sækja um vinnu á heilsu- gæslunni hérna. Þegar ég fékk hana ákváðum við því að láta slag standa. Fjölskyldur okkar heima á Íslandi hefðu auðvitað miklu frek- ar viljað fá okkur heim, sérstaklega ömmurnar sem sakna barnabarn- anna, en þau geta samt ekki beðið eftir að koma í heimsókn.“ Ingibjörg segir að fjölskyldan uni hag sínum vel í Sisimiut. „Við erum smám saman að kynnast bænum og umhverfinu og fólkið hefur tekið okkur afskaplega vel. Það búa á sjötta þúsund manns hér og það er nokkurn veginn allt til alls hér: veitingahús, barir og bíó. Það vill líka svo til að Íslendingar á vegum Ístaks eru að reisa vatnsaflsvirkj- un hér í nágrenninu og við rekumst stundum á þá hér.“ Ingibjörg segir þau hjónin hafa undirbúið sig vel fyrir flutninginn og því nokkurn veginn vitað hvað væri í vændum. Hún segir þó ýmis- legt hafa komið sér á óvart. „Það er ansi sláandi að sjá gamla og nýja tímann mætast hér. Úti í búð er til dæmis hægt að fá sushi með hvalspiki eða selspik í avó- kadó.“ Ingibjörg segir að helsti ókost- urinn við Sisimiut sé einangrunin, en engin vegtenging er við bæinn. „Eina leiðin burt er með flugvél eða hundasleða. Ætli það sé ekki helst það sem kemur í veg fyrir að við verðum hér lengur en við ætluðum okkur.“ Þótt sumarið hafi leikið við fjöl- skylduna á Grænlandi segir Ingi- björg þau vera farin að búa sig undir veturinn, sem geti orðið harður. „Við erum til dæmis fót- gangandi eins og er. Ætli við verð- um ekki að fara að svipast um eftir góðum snjósleða.“ En væri ekki upplagt að ganga alla leið og fá sér einfaldlega hundasleða? „Snjósleð- arnir eru aðallega notaðir innan- bæjar en hundasleðar til að fara út úr bænum. Ég býst því við að snjó- sleðinn verði settur í forgang, en hver veit nema við tökum okkur til og fáum okkur hundasleða. Hæg eru heimatökin.“ bergsteinn@frettabladid.is Aldrei að vita nema við fáum okkur hundasleða SISIMIUT Næststærsti bærinn á Grænlandi með 6.000 íbúa. ÁNÆGÐ Á GRÆNLANDI Ólafur Rafnar Ólafsson, Björn Rafnar, Úlfur Snorri og Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir. Allt stefnir í metfjölda barnsfæð- inga á Íslandi í ár. Fleiri börn hafa fæðst á Landspítalanum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra, sem var metár. Andra Gunnarssyni lögfræðingi þykja þetta vera gleði- tíðindi. „Það er jákvætt, vinnur upp á móti fólksflóttanum, ef af honum verður. Því fleiri Íslending- ar, þeim mun betra.“ Venja er að fæðingartíðni lækki þegar efnahagsástand er slæmt. Andri er ekki uggandi yfir því þótt það syrti í álinn. „Ég held að Ísland verði ekki svo illa statt að barns- fæðingum fækki. Reyndar held ég að þeim muni halda áfram að fjölga meðan kreppan varir. Fólk þarf að finna sér eitthvað til dundurs.“ SJÓNARHÓLL METFJÖLDI FÆÐINGA Verðum að dunda okkur við eitthvað ANDRI GUNNARSSON, NEMI Í HÁSKÓLANUM Í REYKJAVÍK. „Ég er að leggja lokahönd á dagskrá menningarnætur, það eru öll púslin að falla í réttar skorður,“ segir Skúli Gautason, leikari og viðburðastjóri hjá Höfuðborgarstofu. „Afraksturinn má nú sjá á menningarnott.is, og það stefnir í glæsilega, spennandi og fjölbreytilega dagskrá. Það er það sem allt snýst um þessa sólarhringana hjá mér.“ Skúli hefur því ekki komist í mikið sumarfrí enn. „Ég er farinn að sjá það í hillingum að sitja einhvers staðar á þúfu og tína ber. Mig dreymir um það. Ég á mjög gott berja- land norður á Ströndum og hlakka mikið til að fara þangað.“ Skúli segir kreppuna ekki hafa sett mikið strik í reikninginn hjá menningarnótt. „Hún er fyrst og fremst hátíð borgarinnar sjálfrar og það eru svo margir sem leggja hönd á plóginn og vilja gera eitthvað skemmtilegt á menningarnótt. Það eru ofboðslega góðir straumar í kringum menningarnótt svo við finnum ekki mikið fyrir kreppunni satt að segja. Þetta er miklu meira gert af eldmóði en digrum sjóði. Þema menningarn- ætur er „húsin í bænum“ og það er mjög margt skemmtilegt sem hefur kviknað út frá þessu þema.“ HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? SKÚLI GAUTASON, VIÐBURÐASTJÓRI HJÁ HÖFUÐBORGARSTOFU Menningarnótt skipulögð af eldmóði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.