Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.08.2009, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 12.08.2009, Qupperneq 40
24 12. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR FRÁ LEIKSTJÓRA "THE MUMMY" KEMUR EIN FLOTTASTA STÓRMYND SUMARSINS NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 564 0000 12 12 16 16 16 L L L G.I. JOE kl. 5.30 - 8 - 10.30 G.I. JOE LÚXUS kl. 8 - 10.30 CROSSING OVER kl. 8 - 10.30 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 5 - 8 - 10.10 KARLAR SEM HATA KONUR LÚX kl. 5 ÍSÖLD 3 3D ÍSLENSKT TAL kl. 3.30 D ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 3.30 - 5.45 ICEAGE 3 ENSKT TAL - ÍSL. TEXTI kl. 3.30 - 5.45 - 8 SÍMI 462 3500 G.I. JOE kl. 5.50 - 8 - 10.10 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 6 - 9 12 16 12 18 16 12 L G.I. JOE kl. 6.30 - 9 FUNNY GAMES kl. 5.40 - 8 - 10.20 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 6 - 9 MY SISTERS KEEPER kl. 8 - 10.20 ÍSÖLD 3 ÍSLENSKT TAL kl. 5.50 SÍMI 530 1919 16 16 16 L CROSSING OVER kl. 5.30 - 8 - 10.30 KARLAR SEM HATA KONUR kl. 5.30 - 7 - 8.30 - 10 THE HURT LOCKER kl. 8 - 10.45 ICE AGE 3 ENSKT TAL M/ÍSL. TEXTA kl. 5.50 SÍMI 551 9000 S.V. MBL “...tilfinningum hlaðin, hreinskilin mynd um misjöfn örlög mannanna...” - S.V., MBL Ó.H.T., Rás 2Heimir og Gulli Bítið á Bylgjunni. ATH: Ekki fyrir viðkvæma 30.000 MANNS! 40.000 MANNS! FRÁ JERRY BRUCKHEIMER ÞEIR ERU NÝJUSTU NJÓSNARAR FBI OG ÞEIR ÞURFA AÐ TAKA HÖNDUM SAMAN TIL AÐ BJARGA HEIMINUM SANDRA BULLOCK RYAN REYNOLDS ANDREW ÞOLIR EKKI YFIRMANN SINN. EN TIL AÐ FÁ STÖÐUHÆKKUN ÞARF HANN AÐ TAKA BÓNORÐI HENNAR BÓNORÐIÐ FRÁ LEIKSTJÓRA „HEAT“ OG „COLLETERAL“ MICHAEL MANN KEMUR EIN ALLRA BESTA MYND ÁRSINS ÁLFABAKKA AKUREYRI KRINGLUNNI PUBLIC ENEMIES kl. 8 - 10:50 12 THE PROPOSAL kl. 8 - 10 L G.I. JOE kl. 2 - 5:30 - 8 - 10:30 12 G.I. JOE kl. 8 - 10:30 VIP PUBLIC ENEMIES kl. 5 - 8 - 10:50 16 G-FORCE - 3D M/ ísl. Tali kl. 2(3D) - 4(3D) - 6(3D) L G-FORCE - 3D M/ ísl. Tali kl. 3 L THE PROPOSAL kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:30 L HARRY POTTER kl. 2 - 5 - 8 - 10:10 10 HARRY POTTER kl. 2 - 5 VIP BRUNO kl. 11 14 THE HANGOVER kl. 8 12 PUBLIC ENEMIES kl. 8:20 - 11 16 G-FORCE - 3D M/ ísl. Tali kl. 2(3D) - 4(3D) - 6(3D) L G-FORCE - 3D M/ Ensk. Tali kl. 6 L THE PROPOSAL kl. 1:30D - 3:40D - 8:20D - 10:40D L HARRY POTTER kl. 2 - 5 - 8 10 BRUNO kl. 11 14 „ “ HERE COMES THE BRIBE... - bara lúxus Sími: 553 2075 G.I.JOE: THE RISE OF COBRA kl. 4, 5.45, 8 og 10.20(P) 12 PUBLIC ENEMIES kl. 7 og 10 16 FIGHTING kl. 10.10 14 MY SISTER’S KEEPER kl. 8 12 ÍSÖLD 3 - Íslenskt tal kl. 4 og 6 L ÍSÖLD 3 - 3D - Íslenskt tal kl. 4 L- Boston globe POWERSÝNING KL. 10.20 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI- Ó. Þ. I., Kvikmyndir.com HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 12. ágúst 2009 ➜ Tónleikar 12.00 Kammerkór Hallgrímskirkju, Schola cantorum, flytur íslenskar og erlendar kórperlur á hádegistónleikum í Hallgrímskirkju við Skólavörðuholt. 12.00 Hilmar Örn Agnarsson organisti og Hjörleifur Valsson fiðluleikari flytja íslensk og erlend verk á orgelandakt í Kristskirkju Landakoti. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Óperukórinn og The New England Youth Ensemble undir stjórn Garðars Cortes, efna til tónleika í Skál- holtskirkju þar sem flutt verður óratórí- an „The Vision of the Apocalypse“ eftir Virginiu-Gene Rittenhouse. 20.00 Dúóið Para-Dís, skipað þeim Hafdísi Vigfúsdóttur og flautuleikara og Kristjáni Karli Bragasyni píanóleik- ara, flytur verk eftir J.S. Bach, Mozart, Reinecke og fleiri á tón- leikum í Dómkirkjunni í Reykjavík. 20.30 Tríó Andrésar Þórs flytur djass- standarda og frumsamið efni á tónleikum á Kaupvangskaffi við Kaupvang á Vopnafirði. ➜ Leiðsögn 15.30 Guðrún Harðardóttir verður með leiðsögn um Nesstofu á Seltjarnarnesi þar sem hún fjallar m.a. um byggingar- sögu hússins. Nesstofa er opin alla virka daga í sumar kl. 13-17 og aðgangur er ókeypis. ➜ Leikrit 18.00 Leikhópurinn Lotta sýnir „Rauðhettu“, nýtt íslenskt leikrit með söngv um. Í dag fer sýningin fram í Indí- ánagili í Elliðaárdalnum. 19.00 og 21.00 Færeyski leikbólk- urinn Huðrar sýnir Óþelló eftir Shake- speare í Iðnó við Vonarstræti. Aðeins þessi eina sýning. 20.00 og 21.00 Ævar Þór Benedikts- son flytur einleikinn Ellý, alltaf góð eftir Þorvald Þorsteinsson. Mæting í Leikhhús-Batteríið að Hafnarstræti 1 en þaðan er gengið stutt- an spöl í Þingholtin. Þessi viðburður er í tengslum við artfart- hátíðina. Nánari upplýsingar á www.artfart.is. ➜ Sýningar Inga María hefur opnað sýningu á dýra- lífsmyndum á Mokka, Skólavörðustíg 3a. Opið alla daga kl. 9-18.30. Ásdís Friðriksdóttir hefur opnað sýningu á kaffihúsi Kaffitárs við Stapabraut 7 í Reykjanesbæ. Opið mán.-föst. kl. 11-16 og lau. kl. 11-16. Í skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur,Tryggagötu 15, stendur yfir sýning á verkum Stefán Stein. Opið virka daga kl. 12-19 og kl. 13-17 um helgar. Í Galleríi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, hefur verið opnuð samsýning fjögurra gler- listakvenna, Helle Viftrup Kristiansen, Susanne Aaes, Ólafar Sigríðar Davíðs- dóttur og Dagnýjar Þrastardóttur. Opið virka daga kl. 10-18 og lau. kl. 11-16. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Steinarr Logi Nesheim, söngv- ari Dead Sea Apple, heldur sína fyrstu sólótónleika á Kaffi Rosen- berg í kvöld. Tilefnið er ný plata sem hann er að taka upp. „Þetta eru lög sem ég hef lagt til hliðar undanfarin tíu ár. Ég hef verið rúmt ár að vinna í þess- ari plötu og langaði til að prófa að spila þetta. Þetta er allt öðruvísi en Dead Sea Apple eða Kung Fu. Þetta er lágstemmt popp-rokk,“ segir Steinarr. Með honum á sviðinu verða Erla Stefánsdóttir, Kristinn Sturluson, Sveinn Kjartans- son, Bæring Logason og Hanni Bachmann. Tónleikarnir hefjast klukkan 22 og er aðgangur ókeyp- is. - fb Spilar lög af sólóplötunni STEINARR LOGI NESHEIM Ætlar að spila lög af væntanlegri sólóplötu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Tónlistarmaðurinn Leifur Eiríks- son sem kallar sig Ljósvaka hefur gefið út EP-plötu með fimm lögum. Hann lenti í öðru sæti í Músíktil- raunum fyrr á árinu og fékk í verð- laun hljóðverstíma sem nýttust vel við gerð plötunnar. „Þetta er einhvers konar rafpopp með andlegu ívafi. Ég kalla þetta búdda-raffönk,“ segir Leifur. „Ég blanda elektrói og fönki saman og set grúv-áhrif í annars ógeðslega stíft form.“ Hann segir að árangurinn í Músíktilraunum hafi hvatt sig til dáða. „Þá vissi ég að það væri eitt- hvað varið í þetta. Fyrstu almenni- legu tónleikarnir mínir voru í rauninni Músíktilraunir. Ég veit ekki hvort það var feimni eða framtaksleysi að kenna því ég var búinn að semja heima í mörg ár.“ Ljósvaki hefur spilað víða að undanförnu, þar á meðal á Jakob- sen, B5 og á Prikinu við góðar und- irtektir. „Það mæta alltaf fleiri og fleiri á tónleikana og ég geri ráð fyrir að fara að stækka við mig í tónleikadeildinni.“ Nýja platan er fáanleg ókeypis til niðurhals á síðunni Coxbutter. com. „Ég vil leyfa sem flestum að heyra og þess vegna hef ég verið að dreifa þessu á Netinu sjálfur,“ segir þessi efnilegi tónlistarmað- ur. - fb Ljósvaki með ókeypis raffönk LJÓSVAKI Leifur Eiríksson, eða Ljósvaki, hefur gefið út sína fyrstu EP-plötu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þó að Gay Pride hafi almennt tekist vel reynd- ist gleðigangan martröð fyrir tónlistarmanninn Seth Sharp, DJ Karel og félaga þegar rafstöðin sem allt byggði á brást og eyðilagði daginn fyrir hópnum. „Seth og dansararnir stóðu þess vegna á pallinum eins og illa gerðir hlutir og atriðið fór gjör- samlega í vaskinn. Við fórum alla gönguna og reyndum að syngja án undirleiks en það náði ekki vel í gegn. Það má segja að loft- lúðurinn á trukknum hafi því verið tónlistaratriðið okkar í ár,“ segir Edda Björk Ármannsdóttir „vagn stjóri“. Menn eru nú að koma niður eftir gegndarlausan Gay Pride-fögnuð í Reykjavík um síðustu helgi. Gleð- in stóð í marga daga og almennt er talið að hátíðin hafi tekist eins og best verður á kosið. En því miður reyndist sjálf gleðigangan mikil vonbrigði fyrir þau Seth Sharp, DJ Karel, dansarana og Eddu Björk því rafstöðin sem þau fengu á sinn trukk og vagn brást á ögurstundu. Ótrúleg vonbrigði því mikið hafði verið í lagt. Edda segir svo frá: „Fjáröflunin tókst bara vel og tók við vinna við skreytingar á trukkn- um og vagninum. Laugardagurinn rann upp og spennan magnaðist og þrátt fyrir að sólin hafi ekki komið fram fyrr en eftir hádegi náðum við að klára og og allir voru komn- ir í svaka gír þar sem við biðum eftir að gangan færi af stað,“ segir Edda Björk. Hljóðprófanir tókust vel og bjóst því enginn við þeim hremmingum sem fylgdu í kjölfar- ið. „Þegar gangan fór af stað drap rafstöðin sem við höfðum feng- ið á sér og þrátt fyrir að tækni- maður hafi reynt sitt besta til að koma henni af stað aftur náði hún aldrei að framleiða rafmagn fyrir hljóðkerfið okkar. Við tókum þetta vissulega nærri okkur, ekki bara okkar vegna sem lögðum ómælda vinnu í skipulagningu, heldur aðallega vegna þeirra sem lögðu okkur lið, bílstjóra, áhorfenda og fyrirtækja og einstaklinga sem gáfu okkur vinninga í happdrætt- ið, og þeirra sem sáu atriðið og vissu ekki hvað hafði komið fyrir. Okkur langar að koma því á fram- færi hvað við tökum nærri okkur að atriðið hafi litið út fyrir að vera óskipulagt, ófaglegt og illa unnið. Þetta eyðilagði alveg daginn fyrir okkur öllum,“ segir Edda Björk. jakob@frettabladid.is Hremmingar Seths Sharp DÚETTINN SETH SHARP OG DJ KAREL Gríðarlegur undirbúningur lá að baki og mikil tilhlökkun ríkti en biluð rafstöð eyðilagði fyrir þeim daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.