Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 12.08.2009, Blaðsíða 46
30 12. ágúst 2009 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 BESTI BITINN Í BÆNUM LÁRÉTT 2. loga, 6. mannþyrping, 8. meðal, 9. loft, 11. tveir eins, 12. afspurn, 14. gistihús, 16. mun, 17. bjálki, 18. tálbeita, 20. klaki, 21. ríki. LÓÐRÉTT 1. frásögn, 3. gangþófi, 4. ölvun, 5. þróttur, 7. sammála, 10. hlóðir, 13. sigað, 15. andaðist, 16. óvild, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. lifa, 6. ös, 8. lyf, 9. gas, 11. ll, 12. umtal, 14. hótel, 16. ku, 17. tré, 18. agn, 20. ís, 21. land. LÓÐRÉTT: 1. sögu, 3. il, 4. fyllerí, 5. afl, 7. samhuga, 10. stó, 13. att, 15. lést, 16. kal, 19. nn. „Það er vandi að velja, því smekkur fer eftir stemningu dag frá degi, en hádegis-sushi í Fiskmarkaðnum er hressandi biti í skemmtilegu umhverfi. Ef maður fær borð niðri getur maður hugsanlega fylgst með sushi-meistaranum nostra vð matargerðina, sem gerir máltíð- ina enn meira tilhlökkunarefni.“ Ólöf Ingólfsdóttir, dansari, danshöfundur og kennari. „Í fyrsta skipti á Íslandi. Bjórreið. Þetta er keppni sem snýst um að knapar ríða hring með líterskrús og sá sem hellir minnstu niður vinnur,“ segir Sigmar Vilhjálms- son, betur þekktur sem Simma&Jóa Simmi. Gríðarlega mikil hátíð verð- ur haldin um næstu helgi á Hellu. Töðugjöld á sterum. Stendur frá fimmtudegi til sunnudags, þrjú þúsund kall inn og frítt fyrir fjór- tán ára og yngri. Þetta er hátíð sem komin er hefð fyrir og standa sveitarfélög og hestafélög í grennd- inni að henni. Útvarpsmennirnir Simmi og Jói hafa verið fengnir til að koma að kvöldvökum og kynn- ingum. Þeir munu meðal annars standa að nýstárlegri keppni sem reyndar er þekkt í útlandinu. Bjór- reið. Til kynningar á því hversu þýður gangur íslenska hestsins getur verið. „Þetta er svakaleg dag- skrá. Já, við erum að stýra meðal annars bjórreiðinni við Jói. Og það má koma fram að í verðlaun fyrir sigurvegarann eru hundrað kassar af Egils gull.“ Skála og syngja, Skagfirðingar … það hefur löngum viljað loða við hestamenn að þeir geti verið glað- ir á góðri stundu. Og kunni að súpa af stút beri svo undir. „Þetta snýst ekki um að drekka á baki heldur hella sem minnstu niður,“ segir Simmi. Spurður af hverju menn hafi þá ekki bara mjólk í krúsunum í stað bjórs segir Simmi það hanga saman við að ekki eru hundrað kassar af nýmjólk í verðlaun held- ur hundrað kassar af bjór. Nýverið kom upp mál í fréttum varðandi það að gullknapanum Þórði Þorgeirssyni var vikið úr íslenska landsliðinu í hestaíþróttum vegna agabrots sem tengdist áfeng- isdrykkju. Sigmar segir bjórreiðina ekki tengjast því atviki hið minnsta. Og minnir á að menn hafi verið reknir úr landsliðinu í fótbolta fyrir agabrot í tengslum við áfengis- drykkju. „Við erum ekki með þessu að stuðla að samþættingu drykkju- skapar og hestamennsku. Það sem meira er; hver veit nema við bjóð- um Þórði að vera heiðursgestur í bjórreiðinni. Fáum hann til að taka heiðurshring og opna keppnina.“ jakob@frettabladid.is SIMMI VILHJÁLMS: ÞÓRÐUR ÞORGEIRS GULLKNAPI OPNAR LÍKLEGA REIÐINA Fyrsta íslenska bjórreiðin SIMMI OG JÓI MEÐ BJÓRKRÚS Á HESTBAKI Þeir munu stýra fyrstu bjórreiðinni á Íslandi og hafa í hyggju að bjóða gullknapanum sem rekinn var úr íslenska landsliðinu að opna keppnina með því að taka heiðurshring. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DV birti dram- atíska frétt af hremmingum Sig- urðar Þ. Ragn- arssonar veðurfrétta- manns – Sigga storms – sem lenti í því um versl- unarmannahelgi að finna hvergi tannlæknaþjónustu fyrir þjáðan son sinn. Siggi skar í tannhold hans til að linna þjáningarnar og lét þung orð falla í garð tannlækna. Eyjan át upp fréttina og spunnust umræður um efni hennar á athuga- semdakerfi þar. „Tannlæknir“ skrifar og telur að Siggi ætti fremur að beina spjótum sínum að heilbrigð- iskerfinu en sér. Einhverjir tóku upp keflið það og sögðu úr sérkenni- legri átt komið að Siggi gagnrýndi kerfi sem hann borgaði lítið sem ekkert til en í tekjublaði Mannlífs kemur fram að Siggi hafi 175 þús- und krónur í mánaðartekjur. Siggi sjálfur leggur orð í belg og segir að menn ættu ekki að leggja trúnað á meinlegar villur í fjölmiðlum um tekjur manna – og þá stendur eftir spurn- ingin: Fór Reynir Traustason ritstjóri DV og Mannlífs með fleipur um tekjur Sigga sem ekki útskýrir mál sitt frekar? Skralli trúður er kominn með síðu á Facebook og hefur þegar vakið nokkra athygli. Skralli, sem hefur sömu kennitölu og Aðalsteinn Bergdal, virðist iðka Fésbókarráp sitt á nóttunni og hafa aðdáendur hans nokkrar áhyggjur af. Ruglingslegar færsl- ur hans hafa fengið aðdáendur til að spyrja trúðinn síkáta hvort hann búist ekki við því að verða framlágur daginn eftir og fleira í þeim dúr. - jbg, hdm FRÉTTIR AF FÓLKI Milos Forman verður heiðursgest- ur Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar. Hlýtur hann heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndanna hinn 20. september á Bessastöðum. Verða nokkrar þeirra kvikmynda sem hann hefur leikstýrt sýndar á hátíð- inni og situr hann fyrir svörum að þeim loknum. Þá býðst þátttakend- um að sitja fyrirlestur hjá Forman. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur, því hann er eitt stærsta nafnið í kvikmynda- heiminum í dag,“ segir Hrönn Mar- inósdóttir, skipuleggjandi hátíðar- innar. Hún segir Saga film ætla að bjóða honum að ferðast um landið og kynna fyrir honum tökustaði, en hann hafi aldrei komið áður og sé mjög spenntur. „Þetta er afskaplega spennandi og í raun framar vonum að hann komi.“ Milos Forman er einn fjögurra núlifandi leikstjóra sem hafa tvisvar unnið Óskarsverðlaunin sem besti leikstjóri, fyrst fyrir Gaukshreiðr- ið árið 1976 og svo fyrir Amadeus árið 1985. Skipar hann sér þar í flokk með Clint Eastwood, Steven Spielberg og hinum umdeilda Oli- ver Stone. Þá hefur hann unnið til verðlauna í Cannes, hjá Directors Guild of America, Evrópsku kvik- myndaverðlaununum, Golden Globe, BAFTA og fleiri. Forman fæddist í Tékkóslóvakíu árið 1932, en flúði til Frakklands og þaðan yfir til Bandaríkjanna undir lok sjöunda áratugarins. Í heima- landinu var Forman lykilmaður í nýrri bylgju leikstjóra en á meðal verka hans má nefna Svarta-Pétur, Ástir ljósku og Slökkviliðsveisluna. Frá Bandaríkjunum má nefna Hárið (1979), Valmont (1989), Man on the Moon (1999) og Goya‘s Ghosts frá 2006. Þá er komin í framleiðslu mynd- in The Ghost of Munich. Forman situr ekki auðum höndum, hinn 4. júlí síðastliðinn fagnaði hann frumsýningu á myndinni A Walk Worthwhile sem hann gerði ásamt tékkneska tónskáldinu og höfundin- um Jiri Suchy. The Ghost of Munich gerir hann með fyrrverandi forset- anum og leikskáldinu Václav Havel og fjallar sú mynd um það þegar bandamenn fórnuðu Tékkóslóvakíu í nafni friðar í samningum við nas- ista. - kbs Milos Forman heiðursgestur á RIFF Í FULLU FJÖRI Hinn 77 ára gamli Milos Forman er væntanlegur til landsins. Hér er hann með Jiri Suchy á frumsýningu A Walk Worthwhile. NORDICPHOTOS/AFP Golfmót Félags skipstjórnarmanna verður haldið fi mmtudaginn 20. ágúst og hefst kl. 13.00 Mótið fer fram á Setbergsvelli í Hafnarfi rði. Allir núverandi og fyrrverandi skipstjórnarmenn velkomnir ásamt fjölskyldumeðlimum/gestum. Leiknar verða 18 holur. Keppt um titilinn Golfkapteinn ársins. Nánari upplýsingar og skráning í síma 5201280 eða á netfangið ab@skipstjorn.is Léttar veitingar að afl oknu móti. Mótsgjald kr. 2000. Hittumst hress og eigum góða stund saman. M.b. kv. Golfdeild FS „Kolbrún er búin að eiga nafnið Iceland Fashion Week í mörg ár núna en ég held að það viti flestir að það eru mjög fáir Íslendingar sem taka þátt í tískuvikunni og því finnst mér ekki hægt að kalla við- burðinn þessu nafni,“ segir Harpa Ein- arsdóttir fatahönnuður en hún og aðrir hönnuðir hafa stofnað hóp á samskipta- vefnum Facebook þar sem farið er fram á að Fatahönnunarfélagið fái einka- rétt á nafninu. Um tvö hundruð manns höfðu þegar skráð sig í Fésbókarhóp- inn í gær. „Ég vil sjá íslenska tískuviku með íslenskum hönnuðum þannig að heimurinn fái rétta mynd af því sem við erum að gera hér. Í öðrum lönd- um er tískuvikan viðburður þar sem þarlendir hönnuðir kynna vor- og haust- línur sínar, en þetta á ekkert skylt við það. Kolbrún er að fá hingað erlenda fatahönn- uði sem enginn þekkir og kallar þetta Iceland Fashion Week. Þetta er alls ekki persónuleg árás á Kolbrúnu, þetta snýst fyrst og fremst um það að íslenskir hönnuðir verji sitt orðspor og sína starfsgrein.“ „Mér finnst þetta eiginlega út í hött,“ segir Kolbrún Aðalsteinsdótt- ir, skipuleggjandi Iceland Fashion Week, þegar þessi ummæli eru borin undir hana. „Nafnið Iceland Fashion Week er í minni eigu og það er ekkert ólöglegt við það. Þetta er viðskipta- hugmynd sem ég fékk fyrir mörgum árum og fékk einkaréttinn á. Ég tek hattinn ofan fyrir íslenskum hönnuð- um og ég hef alltaf reynt að láta Ice- land Fashion Week vinna fyrir þetta fólk út í eitt, en þau mættu kannski vera framtakssamari sjálf.“ - sm Deilt um nafnið Iceland Fashion Week EKKERT ÍSLENSKT VIÐ TÍSKU- VIKUNA Harpa Einarsdóttir fatahönnuður segir fáa sem enga íslenska hönnuði taka þátt í viðburðinum. FINNST MÁLIÐ ÚT Í HÖTT Kolbrún Aðalsteinsdóttir, skipuleggjandi tískuvikunnar, á einkaréttinn á nafninu Iceland Fashion Week. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Þóra Tómasdóttir. 2 Hannes Þór Halldórsson. 3 50.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.