Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 10
Sænska sanivinnusambandið 50 ára Stiklað á aðalatriðum í sögu merkustu þjóðfélagshreyfingar í Svíþjóð ALLT ER þegar þrennt er. Þetta orðtak á einnig við samvinnu- hreyfinguna í Svíþjóð. Þrisvar sinnum var samvinnuskipulagið reynt. En það heppnaðist ekki fyrr en í þriðja sinn. Og þó aðeins svo, að lengi mátti ekki á milli sjá, hvor yrði ofan á, sigur eða ósigur. Og mörg erfið ár liðu þangað til því takmarki var náð, að samvinnu- hreyfingin í Svíþjóð yrði um marga hluti fyrirmynd samvinnustarfsins í öðrum löndum lieims. Fyrstu tvær tilraunirnar voru gerð- ar af frjálslyndum menntamönnum, sem ekki þurftu svo mjög að halda á einkunnarorðunum: hjálpaðu þér sjálfur, efnahags síns vegna. En í þriðja skiptið, sóttu hugsjónir sam- vinnunnar fram ti 1 sigurs fyrir atbeina þeirra, sem sjálfir áttu að uppskera ár- angurinn af samhjálpinni, og þá heppnaðist það. Sænska samvinnuhreyfingin er því frá upphafi undir stjórn og leiðsögu neytendanna sjálfra, og um aldamót- in síðustu mynduðu nokkur þeirra kaupfélaga, sem þá voru starfandi í landinu, Kooperativa Förbundet, sem nú í sumar minntist 50 ára starfsaf- mælis með miklum hátíðahöldum í hinni sænsku höfuðborg. Tvivegis skip brotsmen n Upphafið var veikt og vanmáttugt. Tvisvar sinnum voru samvinnumenn landsins skipreika. Fyrst um alda- nrótin 1800, er Erik Gustav Geijer reyndi að vekja athygli sænskra verka- mann á hugsjónum samhjálpar og samvinnu á efnahagsmálasviðinu, en hann var langt á undan samtíð sinni. Tími raunhæfra aðgerða var enn ekki upprunninn. Þar að auki voru lands- lög jrannig í þann tíð, að bannað var að framleiðendur hefðu með sér fé- lagsskap uirf verzlun. Verzlunin sjálf bundin í margs kyns viðjar. Um 1850 voru framleiðendur að verulegu leyti leystir af jjessum klafa ríkisvaldsins og þá var hugsjónum samvinnunnar enn á ný teflt fram. Og í þetta sinn var hagfræðingurinn von Hamilton forvígismaðurinn. Hann hafði kynnst hinni ungu Rochdale- hreyfingu á Bretlancli. Fyrir ræður hans og skrif var búið að stofna um Aðalstöðvar KF i Stokkhólmi — ein hin glasilegasta verzlunarbygging á Norðurlöndum. ': ■ wSs&mtí. lÍSll

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.