Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 16
II. EN þó að ferðalöngunin hafi ætíð verið rík með íslendingum og sam- göngutækni og fjárhagsafkoma þeirra nú á síðustn árum hafi gert þeim mögulegt að geta fullnægt henni, þá hefur þá skort mjög ferðalcckni, ef svo má að orði komast. Þeir hafa farið út, án Jress að geta lyrirfram skipulagt ferðir sínar þannig að Jreir hefðu Jrað gagn af Jreim, sem annars stóðu efni til. Og ennfremur hefur Jretta orðið Jress valdandi, að margir hafa ekki get- að farið, sem annars hefðu farið. Þetta hefur mörgum verið ljóst, og þess vegna hafa verið uppi háværar raddir um það á undanförnum árum, að op- inberir aðilar skipulegðu ferðir fyrir almenning til annarra landa. Hefur verið bent á Jrað, að nauðsyn bæri til að eitthvert af farþegaskipum okkar efndi til hópferðar út yfir pollinn og að útgerðin undirbyggi ferðirnar að öllu leyti. Með þessu væri hægt að hafa Jrær ódýrari og Jrar með gefa mörgunr kost á að fara, sem annars færu hvergi. V'ar lengi talað um þetta fyrir dauð- um eyrum, en um leið og Ferðaskrif- stofa ríkisins tók til starfa, aðallega þó til þess að hafa á hendi landkynningu og eftir að orlofslögin gengu í gildi, að skipuleggja orlofsferðir innanlands, fóru umræðurnar um hópferðir út fyrir pollinn að ná eyrum ráðamanna. Kynnti Ferðaskrifstofan sér eftir föng- um möguleika á slíkum ferðum, og var fyrst miðað við það, að efna til ferða til Norðurlanda. Fengust upplýsingar úr nágrannalöndunum urn allt, sem máli skipti, og kom í ljós, að heim- sóknir til þriggja borga á Norðurlönd- um, sem bezt liggja við með Jrað fyrir augum, að skip færi með ferðalangana, Kaupmannahöfn, Gautaborg, Björg- vin, — voru ekki dýrar. Það var heldur ekki óyfirstíganlegt að leigja skip til fararinnar, og var þá fyrst og fremst miðað við skip Ríkisskips, Heklu og Esju. En annar galli kom brátt í ljós. Þjóðin hafði ekki efni á því að setja slík skip í Jressar ferðir, án Jress að ein- hverjar gjaldeyristekjur kæmu á rnóti. Kastalinn i Edinborg. Princes Street i Edinborg. því sem áður var, og þá er ekki að undra, Jró að allt sé gert til Jress að draumurinn um að gista önnur lönd sé látinn rætast. Til skamms tíma hefur Jrað verið álitið, að aðeins hátekjumenn gætu ferðazt til annarra landa — og Jrá jafn- vel ekki aðrir en Jreir, sem einhver umráð hefðu sjálfir yfir gjaldeyrinum, senr er afl þeirra hluta, er gera skal. En J^etta hefur líka breytzt. Jafnvel lágtekjumenn hafa kastað vinnuverk- færinu — og lagt af stað yfir höfin. Að vísu hefur Jiað stundum kostað miklar fórnir, og jafnvel sýnt kæruleysi gagn- vart afkomunni —■ eftir á. En hvað gera menn ekki til Jress að sjá drauma sína rætast? Þá kemur það og til, að samband landsins við umheiminn hefur gjörbreytzt. Flugtæknin er kom- in til sögunnar og er — í samgöngun- um — Jrýðingarmeiri fyrir ísland en mörg önnur lönd. Islendingar hafa á glæsilegan hátt tekið hana í þjónustu sína og sýnt þar, eins og í fjölda mörgu öðru, frábæra dirfsku og dugnað, svo að jafnvel erlendar flugjrjóðir dást að framtaki okkar, Skymastervélunum og hinum bráðmyndarlegu flugmönnum Loftleiða og Flugfélags íslands. Enda koma landsmenn á eftir, Jrrátt fyrir gjaldeyriserfiðleika eru flugvélarnar alltaf fullar á sumrin, Jregar Jrær fara héðan til annarra landa. 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.