Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 19
Hin frœga Forth-brú. á sjó. Það er að segja, að eg er ekkert sjóveikur, en það gengur erfiðlegar að geta stigið ölduna. A laugardaginn, að minnsta kosti fram eftir öllum degi, var fámennt uppi, aðeins þeir hraustustu, og þó var ekki mikil ylgja. Kvenþjóðin hélt sig við rúmin. Eitt sinn, þegar mest valt, sá eg stúlku fara yfir framþilfarið og hún stóð skáhalt á því eftir velt- ingnum. Eg glápti á hana. Sú kunni að stíga öldurnar. Þetta var sannkölluð sjólietja, og eg kom mér í mjúkinn hjá henni. Þá fékk eg skýringuna. Hún hafði verið þerna á skipi í heilt ár eða meira. Dálítið af fólki týndist að mat- borðinu, og svona var það fram eftir öllum degi, en undir kvöldið fjölgaði svolítið uppi. Bæði var, að nú var fólk tekið að sjóast, og svo mun það hafa búizt við einhverri glaðværð í reyk- salnum, enda reyndist það svo. Og öll urðum við að einni fjöl- skyldu. Eg rabbaði um ferðalagið. Það kom í ljós, sem eggerði að umtalsefni í upp- hafi þessa máls, að mikill fjöldi af þessu fólki hafði lengi þráð það að sjá önnur lönd, að það hefði ekki getað farið, ef ekki hefði verið efnt til svona hópferðar, — og að mikill meirihluti farþeganna hafði aldrei fyrr farið út fyrir landsteinana. Eg kynntist náið verkamanni og konu hans. Fyrsta kvöldið sagði hún: „Eg er búin að hlakka lengi til, og eg trúi því varla enn, að eg sé á leiðinni til annarra landa. Eg hlakka svo til að sjá skógana. Eg hefði aldrei rifið mig upp, ef hann hefði ekki tekið af skarið og bókstaf- lega neytt mig til að koma. Við, sem höfum orðið að neita okkur um allt svona lagað, getum varla haft okkur upp, loksins þegar möguleiki er til þess.“ Maðurinn hennar hlustaði hug- fanginn á hana og leit við og við til mín. Hann hafði bersýnilega ráðizt í þessa ferð til þess að láta draum henn- ar rætast. En svo varð hún sjóveik. Hann mætti einn við matborðið og var daufur í dálkinn. Eitt sinn sagði eg við liann, brosandi: „Er hún nú orðin vond?“ Hann brosti vandræðalega. „O nei, en hún er fjári sjóveik.“ „Og segir nú, að þú hafir verið að draga sig út í þessa bannsetta vitleysu?“ „Ja, ekki sagði hún nú það beinlínis,“ svar- aði hann afsakandi. — Svo eftir að við vorum búin að vera úti og ætluðum að fara að leggja af stað, hitti eg hana brosandi og glaða í nýrri kápu. Eg greip í handlegginn á henni og hvísl- aði: „Ertu nokkuð vond út í hann fyrir að draga þig út í þetta allt sam- an?“ „Vond?“ sagði hún steinhissa, en augun Ijómuðu. „Guð komi til! Þetta hefur verið svo dásamlegt. Nú er eg loksins farin að trúa því, að eg hafi farið til útlanda. Hvernig geturðu lát- ið þér detta í hug, að eg sé vond út í hann?“ „Nei, vitanlega ekki, elskan, eg sagði bara svona." En eitthvað var hann daufur í dálkinn, daginn þegar við gátum varla staðið á þilfarinu á leiðinni heim. Þá hafði hún legið í kojunni sinni hálfan annan sólarhring, — Þetta er smámynd, en þær voru svo sem fleiri. Eg varð fljótt var við, að ýmsir, og þá fyrst og fremst ungu stúlk- urnar, höfðu mikinn hug á að komast í búðir. Þær röbbuðu um það, sem þær ætluðu að kaupa, en urðu töluvert þegjandalegar, þegar við karlmenn- irnir komum í hópinn. Seint á laugardagskvöld settist eg upp í reyksalinn. Þar var fátt um manninn. Formaður gjaldeyrisnefndar sat þar og las Morgunblaðið, en eg og nnga ljóðskáldið hlustum á lofsöngva Einars Ben., Matthíasar og Gríms til tónlistarinnar. Osr á eftir orti skáldið O ljóð við borðstokkinn, mælti það af munni fram út yfir sjóinn. V. SNEMMA á hvítasunnudagsmorgun vakti bátsmaðurinn mig með boð- skap um sólskin og liita. Er eg kom upp, voru allmargir við borðstokkana. Þarna var höfrungahlaup, og fólkið skemmti sér við að horfa á það. Klukk- an um 4 sáum við Hebrideseyjar og fórum fyrir „Þumalfingur Lúðvíks“. Við héldum, að betra yrði í sjóinn, er við kæmum milli lands og eyja, en svo íeyndist ekki. Þetta er miklu lengri leið en við höfðum gert ráð fyrir, eins og bezt sést á þvi, að við sáum Heb- rideseyjar unr klukkan 4 á hvítasunnu- dag, en komum ekki til Glasgow fyrr en sólarhring seinna. Það var bezta veður, þegar við sigld- um upp Clyde, og nú komu allir upp. Á bæði borð gat að líta bændabýli og þorp; landið er fjöllótt, en það vakti nokkra undrun okkar, að hvergi sáum við læki í fjöllunum. Það er fagurt að líta heim á býlin, og sjónaukunum var beint mjög að skógunum. Mér varð það enn ljósara en mér áður var, hve mjög íslendingar þrá skógana. Brátt fór að bera á risasmiðjum skipabygg- inganna. Og eg verð að játa, að þarna sá eg eitt hið risavaxnasta, sem eg hef augum litið. Eg held, að við höfum siglt í tvær klukkustundir með skipa- smíðastöðvar næstum því óslitið á bæði borð. Það er ómögulegt að gera sér neina glögga grein fyrir þessum stór- 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.