Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 26
félag að öðrum þræði, eins og víða tíðkaðist á fyrri árum. En á pantaða vöru lagðist miklu minni rekstrar- kostnaður en á þá vöru, sem afgreidd var í söludeildum, eins og búðir kaup- félaganna voru þá kallaðar. Brátt stofn- aði félagið jafnframt söludeild, þó að í smáum stíl væri, í litla húsinu austur á tanganum. En þar var samkeppnin erfið við kaupmanninn, sem hafði nán- ar gætur á því, er fram fór, og hafði lag á að gera sína verzlun ekki síður aðgengilega fyrir viðskiptamenn, enda stóð hann á gömlum merg og hefur haft greið og góð viðskiptasambönd erlendis. Þeir menn, sem mest stóðu að starfi fyrir kaupfélagið um allmörg fyrstu ár þess, eru nú allir horfnir úr samferða- hópnum. Af þeim mönnum, sem ritað hafa nöfn sín undir fundargerðir fé- lagsins á fyrstu starfsárum þess, eru nú aðeins tveir á lífi, þeir Jón Einarsson á Tannstaðabakka og Lýður Sæmunds- son frá Bakkaseli, en einn, Búi Ásgeirs- son frá Stað, var til moldar borinn í Reykjavík fyrir nokkrum dögum. Elzt- ir allra núlifandi félagsmanna, bæði að aldri og sem félagsmenn, eru þeir Guðjón Guðmundsson á Ljótunnar- stöðum og Guðmundur Ögmundsson á Fjarðarhorni. En þeir forvígismenn, sem látnir eru, eru ekki gleymdir, og þeirra starf d ekki og má ekki falla i gleymsku. Mig langar ekki til að gera upp á milli þeirra manna, sem hér koma við sögu. En eg held, að eg geri engum rangt tíl, þó að eg nefni sér- staklega tvo þeirra, þá, sem mestur starfsþunginn hvíldi á. En það voru þeir Kristfán Gíslason á Prestsbakka og Pétur Jónsson á Borðeyri. Kristján Gíslason má með réttu kallast aðalhöfundur kaupfélagsins. Hann var formaður félagsstjórnar al- veg eða næstum frá upphafi og aðal- reikningshaldari þess, meðan heilsa hans entist. í fyrstu stjórn voru með lionum séra Páll Ólafsson á Prests- bakka og Finnur Jónsson á Kjörseyri, en síðar þeir Jósef Jónsson á Melum og Guðmundur G. Bárðarson. — Það bar ‘ekki mikið á Kristjáni Gíslasyni, hinum kyrrláta, yfirlætislausa manni, í starfi hans fyrir kaupfélagið. En öll- um öðrum er hægt að gefa fullan heið- ur fyfir starfsemi þeirra í félaginu, þó að sagt sé, að enginn hafi þar tekið 26 honum fram um alúð og samvizku- semi i starfi. Kristján Gíslason var hag- sýnn vitsmuna- og ráðdeildarmaður. Hann kunni vel að búa fyrir sjálfan sig, vel að fara með lierrans gjöf. En það sem hann tók að sér og var trúað fyrir fyrir aðra, rækti hann af sömu alúð og umhyggju, eins og menn bezt geta gert fyrir sjálfa sig. Ef rétt verður dæmt um menn og málefni, á nafn lians að geymast í framtíðinni sem eins hins fremsta meðal hinna kyrrlátu, megintraustu samvinnumanna. — í höndum manna af lians gerð er sam- eiginlegum hagsmunamálum almenn- ings jafnan vel borgið. Pétur Jónson var fyrsti sölustjóri kaupfélagsins og gegndi því starfi í nær 20 ár. Hann sýndi glögglega með starfi sínu, að Hrútfirðingar þurftu ekki að leita út fyrir sinn hóp til þess að fá mann, er væri því vaxinn. Og þá má ekki gleyma því, hversu kona hans, Valgerður Jónsdóttir, studdi hann í þessu starfi með atorku og skörungs- skap. Mér er í barnsminni, hversu samhent þau hjón voru að staifi í litlu félagsbúðinni og létu sér vel lynda þau kjör, sem nú mundi ekki stoða að bjóða þeim, er starfa fyrir aðra. Hér er ekki tími til að rekja sögu félagsins nánar, enda er hún ykkur öllum kunnugri, þegar nær dregur okkar tíma. Eg ætla aðeins, af því að það tekur ekki langan tíma, að nefna nöfn allra þeirra Hrútfirðinga, sem nefndir eru í fundargerðum félagsins fyrstu 10 árin, auk þeirra, sem eg þegar hef nefnt, og höfðu eitthvert starf með lröndum fyrir félagið. Þessir menn voru: Ragúel Ólafsson í Guðlaugsvík, Magnris Jónsson í Miðhúsum, Benóní Jónasson í Laxárdal, Jóhann Jónsson á Bálkastöðum, Guðni Einarsson á Ó- spaksstöðum, Eiríkur Sverrisson í Bæ, Vilhjálmur Ingvarsson í Bæ og séra Eiríkur Gíslason á Stað. STARFSEMI Kf. H. er fyrir löngu orðin sjálfsagður liður í atvinnu- lífi Hrútfirðinga. Til þess að annast vöruútvegun og afurðasölu fyrir þá, kemur yfirleitt enginn annar aðili til greina. Kaupfélagið er því samgróið við þeirra kjör og þeirra hag, og þeir eiga meira en lítið undir því, hvernig því farnast. En það ber að muna, að þótt kaupfélagið sé fyrir löngu komið á fastan grunn um rekstur og skipulag, þá gildir sama um það, eins og um öll mannleg fyrirtæki í þessum ófull- komna heimi: erfiðleikar geta enn mætt og smærri og stærri óhöpp komið fyrir, eftirleiðis eins og hingað til. Um það tjáir ekki að fást. Það er ekki vert að ala með sér kvíða um það, sem fram undan er. Miklu fremur ber að vona á það og vinna að því, að kaupfélagið megi eflast, samhliða annarri þróun atvinnulífs hér í byggðarlaginu. Það er satt, að kaupfélagið er lítið, af því að byggðarlagið, verzlunarsvæðið er fámennt. En Hrútafjörður er allvel í sveit kominn á landinu, og það hefur margt gerzt, sem er ótrúlegra en það, að þetta byggðarlag megi fagna vaxandi fólksfjölda í framtíðinni, samhliða því, að hér rís upp fjölþættara atvinnulíf en nú er. En hvort sem þær vonir ræt- ast betur eða miður, þá er það víst, að samvinnustefnan, réttilega fram- kvcemd, er hin mesta heillastefna í hagsmunamálum, sem fram hefur komið meðal þjóða heims. Hún bygg- ir á bróðurhug og samhjálp, en ekki ofbeldi eða valdboði. Hennar mark- mið er að tryggja hverjum einum sannvirði sinnar vinnu og sinnar vöru, en fyrirbyggja okur og arðrán. Sú stefna, sem samvinnuhreyfingin bygg- ist á, er siðbætandi og mannbætandi. Og einstök fyrirtæki hennar eiga líka mikið undir Jrví, að réttsýni og sam- hugur þróist meðal fylgismanna henn- ar og allra meðlima slíks félagsskapar. t FIMMTÍU ár hefur samvinnufé- [ lag verið að starfi og þróazt hér í Jressu byggðarlagi. Þetta er ekki langur tími í sögu þjóðar, og þó hefur mikið áunnizt. Vér vonum, að næstu 50 ár verði enn heillaríkari. Nornin, sem gól galdra yfir Hrútafirði fyrir 250 árum, er dauð eða máttur hennar þrot- inn. En gifta Ingimundar gamla, hins göfugasta meðal landnámsmanna, hef- ur vaxið til gengis með hækkandi sól nýs Jýjóðl ífsvors. Hann helgaði þetta byggðarlag með komu sinni og með nafngjöfum. Saga hans, Vatnsdæla, segir um hann, að hann hafi verið „samhuga við flesta og óágangssamur" — og þannig eiga samvinnumenn að vera. Gifta Ingimundar mun mega veita fulltingi þessu héraði, fyrirtækj- (Framhald á bls. 39.)

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.