Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 27
Frá útihátiðinni á Skansinum i tilefni af 50 ára afmceli KF. Sænska samvinnusambandið 50 ára Framhald af bls. 14 samvinnustefnan sé sterkur og áhrifa- ríkur aðili innan þjóðfélagsins. „Skottulækningin", sem August Palm talaði um, hefur reynzt vel, er orðin fé- lagsleg og efnahagsleg lyftistöng fyrir hundruð þúsunda landsmanna. Á meðan veröldin deilir um þá leið, sem fara verði til hamingjuríkisins, og sem ekki á að liggja í gegnum frum- skógaflækjur líberalismans eða spennitreyju áætlunarbúskaparins, hafa neytendur í Svíþjóð sýnt og sann- að, að hið gullna meðalhóf getur skil- að þjóðfélögunum drjúgum fram á við. Og þetta síðasta er e. t. v. glæsi- legasti vitnisburðurinn um ágæti KF á 50 ára afmæli þess, miklu glæsilegri en allar hinar stóru og margbrotnu verksmiðjur og fyrirtæki, þótt góð séu. Firnmtiu ára afmælisins rninnzt Eins og fyrr segir var 50 ára afmæl- is KF minnzt með glæsilegum hátíða- höldum í Stokkhólmi í sumar. Þessa minningarhátíð sóttu fulltrúar flestra samvinnusambanda í Evrópu, fulltrú- ar Alþjóðasambands samvinnumanna og fjöldi annarra erlendra gesta, auk þúsunda sænskra samvinnumanna. Fulltrúar íslands á hátíðinni voru þeir Vilhjálmur Þór forstjóri og Þor- steinn Jónsson kaupfélagsstjóri. Flátið- in stóð í tvo daga og þá var einnig haldinn aðalfundur Sambandsins. Af- mælisins var minnzt með fjölbreyttri sýningu, um þróun samvinnumálanna, á Skansinum, með útisamkomum, skrúðgöngum, íþróttasýningum, fund- um og veizluhöldum. Róma allir, sem afmælishátíðina gistu, frábæran myndarskap og glæsileik alls undir- búnings og alla framkvæmd. Mun það ekki sízt að þakka hinum glæsi- lega foringja sænskra samvinnumanna um langan aldur, Albin Johansson, forstjóra, sem, ásamt starfsliði sínu, tryggði það, að þessi samvinnuhátíð yrði annað og meira en aðeins augna- bliks gleðistund til þess að fagna fengnum sigrum. Blær hátíðarinnar var miklu fremur að minna á, að enn á samvinnan mikið óunnið, jafnvel í Svíþjóð. Verkefnin blasa hvarvetna við. Sagan og reynslan sýna, að það er á færi samvinnumanna að taka þessi verkefni fyrir, hvert af öðru, og leysa þau til heilla og hagsbóta fyrir fólkið í landinu. Á þessari hátíð var Albin Johansson sérstaklega hylltur fyrir frá- bært starf og glæsilega leiðsögu KF um langa hríð. Er hann innanlands jafnt sem utanlands talinn einn hinn mikilhæfasti og merkasti samvinnu- leiðtogi, sem nú er uppi. GRÆNLENDIN GUR NÚTIMANS Framhald af bls. 9 um er borgað með 20 til 35 aurum, og þar er auðvelt að flá hann. En auðæfi hafsins eru ekki öll þar með talin. Laxinn gengur í árnar, og bleikjan stendur í torfum í fjarðar- botnurn. Flyðran er söltuð og send til Danmerkur, þar er hún reykt og seld sem „íshafslax“. Að lokum má nefna agar-agar, sem unninn er úr þangi. Nóg er af þanginu. Þ'að vantar bara hentuga aðferð til að safna þanginu til vinnslu. Sem stendur er svo mörgu öðru að sinna. Fiskurinn er kominn til Grænlands, tímabili selveiðanna er lokið. AÐALFUNDUR S.Í.S. í REYKJAVÍK Framhald af bls. 6 umræður um línrækt og innflutning heimilisvéla. Kom fram á fundinum óánægja út af þeim tollum, sem lagðir hafa verið á innflutt heimilistæki. Þá var og allimikið rætt á fundinum um skiptingu á innflutningi Sam- bandsins milli sambandsfélaganna. Eftirtaldir fimm menn voru kjörnir í nefnd til þess að rannsaka gildandi reglur um skiptinguna og gera tillögur um nýja skipan um þau efni: Hjörtur Hjartar, Halldór Ásgrímsson, Jón Baldurs, Ragnar Pétursson, Eiríkur Þorsteinsson. Fundarslit. Síðdegis þann 7. júlí höfðu öll mál á dagskrá verið rædd. Fundarstjóri Ey- steinn Jónsson, menntamálaráðherra, þakkaði mönnum afburðagóða fund- arsókn og kvaðst þess fullviss, að fund- armenn myndu skilja staðráðnari í því en nokkru sinni fyrr, að leggja fram krafta sína til þess að bera hugsjónir samvinnulrreyfingarinnar fram til sig- urs. Björn Hallsson á Rangá þakkaði fyrir hönd fundarmanna, fundarstjóra góða fundarstjórn. Um kvöldið sátu fulltrúar á aðal- fundinum skilnaðarhóf í boði Sam- bandsins, en annað fundarkvöldið sátu þeir boð KRON að Selfossi. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.