Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 11
300 samvinnufélög í Svíþjóð árið 1874. En þetta var aðeins tímabil. Um 1890 voru þessi félög í hnignun. En upp frá því var nýjum lífsanda blásið í samvinnuhreyfinguna. I gegn- um svonefnda „hringa" reyndu verka- mennirnir þá að taka verzlunarmál sín í eigin hendur. Þeir vildu komast að föstu samkomulagi um afhendingu við framleiðendur og heildverzlanir nreð það fyrir augum, að síðar meir, með auknu bolmagni, gætu þeir orð ið jafn réttháir aðilar. Þessar tilraun- ir áttu fylgi að fagna meðal verka manna, en urðu samt ekki langvinn- ar. Aðalhlutverk þeirra í sögunni var að undirbúa jarðveginn fyrir kaupfélögin meðal verkalýðsins. Hugsjón festir rœtur Astæðan til þess að verkalýðurinn var um of laus við samvinnuskipulag ið á þessum árum var, að forustu menn verklýðshreyfingarinnar börð ust gegn samvinnustefnu í viðskipta málum. Forustumaður þeirra var sós íalistinn August Palm. Hann hafð orðið fyrir áhrifum franskra verklýðs- sinna, sem héldu því fram, að sam vinnuskipulagið mundi í reyndinni verða til þess að lækka laun og lífs standard verkamanna eftirá. Það mundi þannig verka sem „boomerang*' sem kæmi verkamönnum sjálfum í koll. Forvígismaður þessarar siefnu meðal verkamanna, August Palm, skilgreindi þetta þannig: „Samvinnu- hreyfingin er þjóðfélagsleg skottu- lækning, sem lieftir hina félagslegu framþróun verkal ýðshreyfingarinnar. ‘ ‘ Á næstu árum fyrir aldamótin síð- ustu voru ekki nema 90 kaupfélög starfandi í Svíþjóð. En þá urðu þátta- skil. Árið 1893 voru samvinnumál til umræðu á samnorrænu verkalýðs- lireyfingarþingi, fyrir forgöngu Dana. Á þessu þingi voru liugsjónir sam- vinnu og samhjálpar uppgötvaðar í þriðja sinn. Verkamennirnir tóku mál- ið í sínar hendur og síðustu fimm ár nítjándu aldarinnar urðu mikið grózkutímabil fyrir samvinnustefn- una á Norðurlöndum. Haustið 1899 buðu formenn þriggja stærstu kaupfélaganna í Svíþjóð til þinghalds í Stokkhólmi. Þar skyldi rætt um stofnun samvinnusambands ' i Ilinn djarfi og dugmikli leiðtogi sœnskra samvinnumanna, Albin Johansson, var sérstaklega hylltur á 50 ára hátiðinni. fyrir allt landið. Þetta þing var haldið í september og þá var sambandið stofnað. Það var fyrst hugsað sem and- legt baráttutæki og upplýsingastofnun um tilgang og starfsaðferðir samvinnu- manna. Eyrstu lög sambandsins minntust ekki á sameiginleg innkaup fyrir félögin. í upphafi voru 20 kaup- félög í Kooperativa Förbundet, en hálfu ári síðar voru þau orðin 44. En í landinu störfuðu þá um 300 kaup- félög. Samvinnultreyfingin var svo skamt komin á þroskaskeiðinu, að fjölmörg félög skildu ekki nauðsyn þess. að taka liöndum saman á stærra sviði. Þegar draurnurinn virtist bresta Árið 1900 var mikið rætt um nauð- syn sameiginlegra innkaupa og Jrað ár var stofnað sjálfstætt heildsölufirma, fyrir forgöngu KF, og hafði það aðal- aðsetur í Malmö. Þetta framtak dugði ekki og varð til lítils gagns fyrir sam- vinnumenn. Þá var reynt að stofna umboðssölufyrirtæki. En Jrað gaf lít- ið betri raun. Þá ritaði foringi sænskra samvinnumanna grein um Jressa reynslu, og komst m. a. þannig að orði: Draumurinn er brostinn. En þetta var aðeins augnabliks Jrolleysi. Þessi ágæti foringi fann aftur kraft 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.