Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 37
„Á eg ekki að fylgja þér?“ „Óþarfi, maður, óþarfi, einfær um að kom- ,-ast heim, alveg einfær.“ „Já, en sko, mig langaði að, sjáðu, tala svo- lítið við þig á leiðinni.“ „Allt í lagi.“ Við gengum þegjandi upp Laugaveginn. Við urðum að ganga fremst á gangstéttinni, því að rennur húsanna voru ónýtar, og regn- ið streymdi án afláts. „Dropar falla einn og tveir — einn — og tveir,“ tautaði eg aftur og aftur, meðan við ;gengum hlið við hlið. Svo sagði hann: „Hvað heitirðu eiginlega?" „Sveinn Hallsson. En þú?“ „Valtýr Steinsson." „Og hvaðan kemurðu?" „Kem eg?“ ,Já.“ „Ja, ég er að norðan, norðan af Melrakka- rsléttu, en þangað hef ég ekki komið síðan •eg var þrettán ára, og nú er eg þrjátíu ára. Núna kem eg sko úr siglingu, hef verið í rsiglingum í fimmtán ár, Ameríka, Ástralía, Afríka og allt það, og það veit engin lifandi sála af mínu fólki neitt um mig.“ „Jæja,“ sagði eg, „ævintýramaður?" „Ævintýramaður ég? Nei!“ „Ja, eg meina að hafa verið svona í sigl- ingum síðan þú varst drengur og láta engan vita um sig.“ „Já, það. Eg fór svona bara skip af skipi ■einhvern veginn og svo land úr landi. Eg ætlaði ekki heim núna, en fór á skip og vissi ekkert, hvert það ætlaði, það var í Barcelona. En fyrst eg er kominn hingað, þá fer eg ekki aftur, — að minnsta kosti ekki strax." „Nú, en hvar kynntistu Jóel?“ „Jóel? Já, hvar var nú það? Ætli það liafi ekki verið í Liverpool fyrir þremur árum?“ „Hvar heldurðu til?“ „Held til? Hvergi, ég sko kom í fyrradag og svaf í bát í Selsvör. Hann var á hvolfi. Veiztu, að það kom þangað stelpa í hvítri gúmmíkápu í nótt, skreið allt í einu til mín undir súðina. Við höfðum það bara gott.“ „En þú hafðir nóga peninga, af hverju fékkstu þér ekki herbergi?" „Ja, ég var nú að hugsa um að gera það, en það lenti í undandrætti, sérðu.“ Eg hafði herbergi í kjallara á Lindargöt- unni. Hann gat sofið þar. „Þú getur fengið að sofa á gólfinu hjá mér, það er hlýtt. Eg hef púða undir hausinn á þér og teppi.“ „Já, þú segir nokkuð.“ Svo læddumst við niður í kjallarann. Við settumst á legubekkinn minn og hann dró upp úr vasa sínum dálitla flösku. „Eg stal þessu um borð í dag. Það er ab- sinth.“ „Absinth? Hver djöfullinn er það?“ „Það er rótsterkur fjári. Bragðaðu á því." Og við sátum fram eftir nóttinni og drukk- um. Eg var óvanur víni, og mér leið ekki vel. „Eg ætla að fara að sofa,“ sagði eg, „reyndu að halla þér þarna við ofninn.“ Hann lagðist fyrst á fjóra fætur, en teygði svcí úr sér, að hann náði næstum milli veggja. Hann hafði púðann undir höfðinu og teppið mitt ofan á sér. Hann rumdi, þegar hann var lagztur fyrir, setti höndurnar undir hnakk- ann og horfði upp í loftið. Svo sagði hann: „Hvað gerir þú eiginlega?“ „Eg? Ja, eg geri nú eiginlega ekki neitt, eg bara les.“ Þannig lauk fyrsta degi okkar. Fyrstu kynni okkar urðu með einkennilegum hætti. Eg fann strax, þegar eg sá hann í gættinni á knæpudyrunum, að eg mundi kynnast hon- um nánar. Það var eins og eg hefði þekkt hann lengi, eins og hann væri bróðir minn einhvers staðar utan úr veröldinni. Og ein- hvern veginn fannst mér það þá þegar, að ég vissi hugsanir lians og kynni viðbrögð hans. Þess vegna klifraði eg upp á stólinn og sló hann utan undir. Annars hefði eg ekki þorað það. Eg vaknaði við það undir hádegið, að hann stóð yfir mér og hristi mig. „Er ekki absintið rokið úr þér, Sveinki? Komdu þér á lappir. Við skulum fara eitt- hvað og fá okkur að eta. Er hér ekkert vatn?“ „Frammi í kompu,“ sagði eg, og hann gekk fram fyrir og raulaði. Eg heyrði þaðan bjást- ur, meðan eg var að klæða mig. Þegar hann kom inn, sagði hann: „Hefurðu aldrei verið með kvenmanni?“ „Eg, nei, kvenmanni, nei.“ „Djöfullinn sjálfur,“ sagði hann. „Það verður að ráða bót á því.“ „Eg vil ekkert svoleiðis stúss.“ „Þú veizt ekkert hvað það er, ef þú hefur aldrei reynt það. Það er ekkert til í heimin- um, nema það, lagsmaður.“ „Þvaður,“ svaraði eg, „sálarfræði, skáld- skapur, listir, uppeldisfræði, sósíalismi.“ „Já, sósíalismi og kvenfólk, það er það rétta. Mikið ægilega er stór á þér hausinn.“ Hann starði á mig, ég held næstum því með aðdáun. En svo bætti hann við, og eg held líka með ekki minni aðdáun: „Og þó ertu svo lítill." Hann stóð á gólfinu og starði á mig, og liausinn á honum nam næstum því við loftið. „Svona vin hefur mig alltaf vantað. Eg — eg á bróður." Eg vissi hreint ekkert, hvert hann var að fara. „Komdu nú, við skulum fara niður eftir og fá okkur að éta. Eg hef nóga peninga. Sós- íalismi, sagðirðu. Já, eg er svoleiðis. Eru margir hérna?" Um leið stóð út úr mér bunan. Eg skýrði honum frá öllu, taldi upp félög og menn og málefni. Hann þagði og kinkaði kolli. Svo sagði hann: „Já, eg er með.“ Dagurinn leið. Við vorum alltaf saman, annað hvort í knæpunni, þar sem nú eru kolabingirnir, eða við lágum á Arnarhóli. Hann hneppti frá sér beltinu, þegar hann lagðist í grænt grasið. Einu sinni lagðist hann á grúfu, lagðist beint á andlitið í grasið og gróf sterklegum fingrunum niður í svörðinn, og um leið brauzt lágt urr af vörum hans. Eg leit snöggt til hans. Mér sýndust herðarnar titra. Þegar hann leit upp, sá eg ekki betur en liagl væri í augum lians og svartar brún- irnar voru herptar og varirnar náhvítar. Þjáðist hann? Hann settist upp, greip báðum höndum um hnén. Hálsinn var á sífelldri hreyfingu. Það var eins og liann væri að kyngja ein- hverju. „Hvar er lyng?“ sagði hann. „Hvar er lyng og mosi. Hvar er mosi?“ „Lyng? Inni í Vífilsstaðahlíð. Mosi? Á Hellisheiði." „Við förum þangað," sagði hann og stóð snögglega upp. „Hvar er bifreið?" „Það er svo dýrt.“ „Ertu vitlaus. Eg hef nóga peninga." Við röltum til Steindórs og tókum bifreið. Og við ókum út úr bænum. „Hratt," sagði hann, „hratt eins og þú kemst." Og bifreiðarstjórinn steig í botn. Valtýr sat eins og klettur, á hverju sem gekk, en eg endasentist. Þegar vegurinn var verstur, þá greip Valtýr í mig og hélt mér. Við fórum út úr bifreiðinni í Vífilsstaða- hlíðinni og gengum upp lynggróna brekku. Þar settumst við. Hann reif upp lyng með báðum höndum, marði það í lófum sínum og rauð því um andlitið. Hann hló, hló eins og óður maður. Við sátum þarna lengi og röbbuðum saman um lyng og mold. Það er að segja, hann talaði, og eg reyndi að fylgj- ast með, en einhvern veginn varð samtalið slitrótt, enda hafði eg ekki áhuga á lyngi og mosa. Hann tók stóran lyngskúf og setti í vasann á skyrtunni sinni. Hann var líka með lyng inilli varanna. Svo ókum við upp í Svínahraun. Við sett- umst þar á hraunhellu. Hann fyllti stórar höndur sínar af mosa, marði hann milli lóf- anna og rauð honum um andlit og háls. Það var ekki orðin sjón að sjá hann í framan fyrir mold. En hann hló. Allt í einu varð hann alvarlegur. „Þú heldur kannske, að eg sé vitlaus, en þú skilur þetta víst ekki, þó að hausinn á þér sé stór. En eg sko lief verið á sjó, alltaf á sjó. Mig hefur dreymt gras og mosa og lyng og mold, já, eg hef fundið ilm af hestum og fé og kúm í kojunum mínum, hvar sem eg hef verið. Eg er af Melrakkasléttu...." Svo ókum við aftur í bæinn. Við fórum inn í knæpuna til að fá okkur kaffi og kökur. Við náðum í hálfa flösku af landa og létum út í kaffið. Þarna voru nokkrir drukknir slánar og háværir. Eg sá, að Valtýr var eitt- hvað órólegur. Allt í einu liallaði hann sér að mér og hvíslaði, og augnasvipurinn var fullur af eftirvæntingu. „Æstu upp. Eg skal berja. Segðu eitthvað við þennan langa þarna, með rauðá nefið. Mig langar í hann.“ „Ertu vitlaus?" sagði eg. „Hér er aldrei slegizt. Ef menn ætla að fara að slást, þá gefur vertinn mér merki og eg hendi óróa- seggjunum út.“ Eg var grafalvarlegur, þegar eg sagði þetta. 37

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.