Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.08.1949, Blaðsíða 23
Verzlun á Borðeyri !; Erindi, er séra Jón Guðnason || j! skjalavörður, flutti á 50 ára af- j! mælishátíð Kaupfélags Hrútfirð- j! !; inga í Reykjaskóla 26. júní 1949. j! AÐ eru sennilega nokkuð margir meðal hinna eldri manna, sem muna og fimia enn í brjósti sér þá hrifningu, sem þeir urðu snortnir af, þegar þeir í æsku heyrðu og lærðu þessar ljóðlínur í kvæði Jónasar Hall- grímssonar, „ísland, farsældafrón": Þá riðu lietjur um héruð, og skrautbúin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim. Þannig var það á hinum fyrstu ár- um íslands byggðar, að landsmenn áttu skipastól, sem sigla mátti út yfir liið breiða haf, er skilur land vort frá öðrum löndum. Þeir gátu sótt og verzl- að sjálfir með hinar margvíslegu vör- ur, sem land vort, vegna sinnar fá- breyttu framleiðslu, þarfnast einatt svo mjög. Þetta tímabil, meðan ís- lendingar gátu að miklu leyti haft verzlun sína í eigin höndum og sjálfir haft umsjón með réttu verðlagi, var, eins og kunnugt er, blómatímabil í sögu þeirra. I skjóli þessa verzlunar- fyrirkomulags þróaðist hér á landi sú menning, sem fræg hefur orðið víða um Iieim og náði hámarki sínu í hin- um sígildu bókmenntum vorum á 12. og 13. öld. En eins og eðlilegt var, þá reyndust íslendingar þess ekki umkomnir að endurnýja skipastól sinn, þegar aldir liðu, og urðu því annað tveggja: að eiga aðflutninga til landsins æ meir undir útlendingum eða þá að hafa viðskiptaleysið og vöruskortinn vof- andi yfir höfði sér. Það er sennilegt, að þessi ótti við siglingaleysið hafi átt sinn þátt í því, ásamt öðrum þjóðfé- lagsástæðum, að Islendingar gengu á hönd Noregskonungi, enda settu þeir það sem skilyrði í Gamla sáttmála, að ákveðnum siglingum til landsins yrði lialdið uppi árlega. Upp frá þessu urðu íslendingar síðan að lilíta erlendri lorsjá um verzlun og siglingar um alda- raðir, með þeim afleiðingum, sem sagan geymir átakanlegar og minnis- verðar frásagnir um. SEGJA má, að hinar verstu afleið- ingar erlendrar verzlunar hafi látið sín nokkuð bíða. Á síðari hluta 14. aldar og á 15. öld kom jafnvel mikill fjörkippur í verzlun hér á landi, eins og annars staðar í álfunni, og verzlun var þá um skeið stórunr hagstæðari en lengi fyrr og síðar. Þetta var á þeim tímum, er hinir svonefndu Hansa- kaupmenn og fleiri þjóðir kepptu um verzlun hér. En slíkir fjörkippir í verzlun hafa, svo ágætir sem þeir eru þó í sjálfu sér, sínar varasömu hliðar. Þeir leiða af sér röskun og breytingar í atvinnuháttum, sem geta valdið ó- farnaði, þegar frá líður, ef þess er ekki gætt, eða ef ekki tekst, að beina allri þróun þjóðarbúskaparins í rétta átt, með forsjá og framsýni, í samræmi við nýjar aðstæður hvers tíma. Þetta tókst íslendingum ekki þá, og var reyndar engin von til þess. Hin snögga blómg- un verzlunarinnar og hin mikla eftir- spurn eftir sjávarafurðum landsmanna var eins og utanaðkomandi flóðalda, sem skall á landið og sogaði fólkið frá sveit að sjó. En þegar flóðaldan ljaraði út aftur, var ekki liægt um vik að kippa atvinnulífinu í liið fyrra liorf. Og landsmenn höfðu heldur ekki mátt til þess að knýja sjálfir á aðrar þjóðir um hagkvæm viðskipti. Þeir urðu að sæta hverjum þeim kostum, er þeim voru settir at' valdhöfum eða hand- bendum þeirra, hvort sem sæmilegir voru eða illir. í siglinga- og verzlunar- málum var þjóðin líkt stödd og fley, sem hrekst fyrir þeim stormum og straumum, sem um höfin geisa. Og íoks kom þar, að konungsvaklið taldi það nauðsynja- og jafnvel miskunnar- mál mest gagnvart Islendingum, að koma hér á einokunarverzlun árið 1602, — en með þeim afleiðingum fyrir þjóðina um næstu tvær aldir og leng- ur, sem alkunnar eru. Séra Jón Guðnason. Er G ætla ekki að rekja hér sögu ein- okunarverzlunarinnar. En þegar eg hugsa annars vegar Lil fornaldar- innar, þegar hér riðu hetjur um héruð og skrautbúin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim, — og hins vegar um niðurlœg- ingartimabilið, sem byrjaði með ein- okuninni um 1600, þá sé eg fyrir mér tvenns konar skýrar myndir, aðra bjarta og fyrirheitisríka, hina dimma og geigvænlega, sem sagan hefur geymt á spjöldum sínum, myndir, sem einmitt varða þetta byggðarlag. Þegar hinn gölugasti allra land- námsmanna, Ingimundur gamli, var á leið þangað, sem örlögin ætluðu hon- um ævidvöl, þá kom hann, segir sagan, í óbyggðan ljörð og nefndi liann Hrútafjörð. Og þó að úr leið væri fyrir hann, fór hann út með firðinum að vestan og kom á eyri, sem liann nefndi Borðeyri. Það er vert að muna, að það var hinn göfugasti meðal land- námsmanna, sem helgaði þann stað með kornu sinni og gaf honum það nafn, sem liann hefur borið æ síðan. Siglingar til Borðeyrar í fornöld hafa sennilega verið langtum meiri en sögur hafa geymzt um. Um hinn ágæta farmann, Þorkel Eyjólfsson, þriðja mann Guðrúnar Osvífursdóttur, og langafa sagnaritarans fyrsta, Aia fróða, er þess getið, að eitt sinn komu tvö skip hans út samtímis, annað til Breiðafjarðar, þar sem hann átti heima, en hitt á Borðeyri. Þá hefur verið líf í landi, er íslenzk skip komu, „færandi varninginn heim“ og gró- 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.