Samvinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 12
Með ungum samvinnumönnum í Englandi
Ferðasaga og frásögn af alþjóðalDLrLgL í Stan.ford.-HaU
í febrúarmáríuði síðastliðnum barst
kaupfélögum landsins tilkynning frá
SIS um ráðstefnu og námskeið ungra
samvinnumanna í Englandi, og var
kaupfélögunum boðið að senda 2—3
fulltrúa á hvort. Einhver spenningur
og löngun greip um sig hjá mér, þeg-
ar ég las þetta bréf. En ég lét það á
hilluna í bili, þar sem þetta var mesti
annatími í sambandi við uppgjör og
þvílíkt.
En öðru hverju reikaði hugur minn
út til Englands, og mér þótti ferðin
fýsileg. Ég yfirvóg enskukunnáttu
mína og komst að þeirri niðurstöðu,
sem ég þó raunar vissi áður, að ekki
væri ég sterkur á svellinu. En e. t. v.
fengi ég mér færari ferðafélaga, og ég
sótti um að fara á ráðstefnuna. Og
svarið kom. Aðeins ég einn hafði sótt,
og var ég því sjálfkjörinn.
Tíminn leið. Sumarið kom, og 2.
júlí rann upp, en þá hófst ferð mín
á ráðstefnu þessa. Og margar urðu
tegundir farartækjanna frá upphafi
til enda. Fór ég á trillu yfir Dýra-
fjörð, en þaðan í jeppabíl til ísafjarð-
ar. Ur jeppanum var stigið beint í
flugvél, og komið til Reykjavíkur
eftir klukkustundar flug.
Að kvöldi 4. júlí Ieysti Hekla land-
festar í Reykjavík. I mannhafinu
lærði ég fyrst að þekkja klefafélaga
mína. Voru það brezkur ferðamaður,
Elías Mar rithöf. og Olav Tómasson
frá Akureyri, nemandi í símaverk-
fræði í Edinborg. Bretinn var hinn
einkennilegasti náungi, og sagði hann
okkur, að hann hefði verið nálægt
mánuði á Islandi og dvalið m. a. á
Siglufirði og Patreksfirði. En útgáf-
ur hans um erindi sitt til íslands voru
margvíslegar, og hann lét mjög illa af
ferðum sínum.
Tíminn um borð Heklu leið fljótt
og vel. Þar var mikið af ungu og glað-
væru fólki, og var sungið, dansað og
horft á kvikmyndir. Síðasta kvöldið
Eftir Birgi Steinþórsson
um borð kom þó skarð í hópinn, þar
sem skipið tók að velta mjög. Það
stóð þó stutt, og var komið sæmi-
legasta veður seint um kvöldið, og
var þá dansað og gleðskapur mikill,
og glösum lyft til heiðurs mér og
blómarós einni, en afmælisdagar okk-
ar féllu þarna saman, og ekki óglæsi-
legt að byrja nýtt ár í nýju landi,
þar sem landsýn var væntanleg við
birtingu um morguninn.
Að morgni 7. júlí sigldi Hekla upp
CI)Tde-fljótið. Er það fögur innsigl-
ing og gleymist mér seint. Nokkru
fyrir hádegi voru landfestar bundnar
í Queens Dock 22, sem er bás Heklu
í Skotlandsferðum hennar. Þar hófst
vegabréfaeftirlit og tollskoðun, en
innan lítillar stundar var farþegum,
sem ekki ætluðu til baka með skip-
inu, leyft að fara í land, og var það
frelsi notað. Dvaldi ég í Glasgow
þennan dag og næsta, en kl. 9 á
sunnudagskvöld steig ég upp í næt-
urlest til Laughborough, sem er smá-
bær rétt hjá Stanford-Hall, en þang-
að var ferðinni upphaflega heitið.
Ekki vakti það hrifningu mína að
ferðast með járnbrautarlest í fyrsta
sinn. Skröltið lét illa í eyrum mér og
umhverfið allt fannst mér leiðinlegt,
enda var ég nú svo barnalega einfald-
ur að panta ekki far með svefnlest, og
átti ég þó fyrir höndum 11 klukku-
stunda ferð. Þó leið þessi skelfingar-
nótt. Ég hitti á að skipta um Iestir á
réttum stöðum og kom til Lough-
borough kl. 8 að morgni 9. júlí.
Tók ég mér leigubíl til Stanford-
Hall og var mættur þar fyrstur full-
trúa þeirra, sem ráðstefnu þessa áttu
að sitja. Nej^tti ég þar morgunverðar
eftir svelti næturinnar, og bað því
næst leyfis að mega hvílast um stund.
Var mér úthlutað rúmi í stóru fjög-
urra manna herbergi, og gekk ég
strax til hvílu. Ekki var ég sofnaður,
þegar þvottakonurnar ruddust inn á
mig, en þær urðu víst harla hræddar
við að sjá þessa ófreskju í rúminu og
hrökkluðust öfugar til baka. Ég bjóst
nú við að verða í friði úr því, en svo
var þó ekki. Rétt á eftir kom ein ný
úr forystuliði kerlinganna og sagði
hún mér ósköp kurteislega, að þetta
væri ekki mitt herbergi. Kvað ég
dyravörðinn hafa vísað mér hér til
rekkju, og þegar hann hafði verið
kvaddur á vettvang, naut ég frið-
sældar og sælu svefnsins.
Þegar ég reis aftur, var kominn
tími til að neyta hádegisverðar, og
voru nú nokkrir fulltrúar komnir á
staðinn. Þegar hádegisverði var lok-
ið, fórum við, sem mættir vorurn, að
Iitast um.
Stanford-Hall er dásamlegur stað-
ur. Þar fer saman undurfagurt um-
hverfi og unaðsleiki fólkskins, sem þar
ræður og ríkir. I Stanford-Hall er
stórhýsi eða höll, og umhverfis stórt,
afgirt land með stórum trjám, og allt
grasi gróið. Stórhýsi þetta var áður
í eigu ensks auðmanns, sem naut
þarna sæludaga í sveitinni. Fyrir um
það bil 20 árum byggði þessi auð-
maður leikhús við enda hallarinnar,
sem tekur nær 400 manns í sæti. I
leikhús þetta er innangengt úr höll-
inni, og hefur það verið svo vandað
og vel úr garði gert, að það fullnægir
vel kröfum Iíðandi stundar.
I höllinni eru mörg herbergi og
misjöfn. Þar getur t. d. að líta her-
bergi með sérstöku baði við hliðina,
og eru innveggir þar allir og baðker
ur marmara, auk niðurgrafinnar
fótalaugar með tveimur tröppum.
Auk þess er svo í baðherberginu sjálf-
ritandi vigt. Og þarna hefur hinn
enski auðmaður sjálfsagt laugað sig í
friði og ró, og vegið sitt líkamlega
12