Samvinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 22
Þegar tilkynnt voru ájorm ameriskra samvinnumanna að reisa stóra áburðarverksmiðju, birtu
blöð þeirra þessa teikningu. Textinn þýðir: „Okkar eigin nitrat i okkar eigin jörð“.
Amerískir samvinnumenn reisa
stórvirka áburðarverksmiðju
Amerískir samvinnumenn hafa ný-
lega tilkynnt, að þeir hyggist reisa
stórvirka ábiirðarverksmiðju skammt
frá Lawrence í fylkinu Kansas. Verð-
ur þetta mesta mannvirki, sem sam-
vinnumenn vestra nokkru sinni hafa
ráðizt í, og er áætlaður kostnaður við
byggingu verksmiðjunnar yfir 250
milljónir íslenzkra króna. Ársafköstin
verða 110 000 smálestir af ýmis kon-
ar áburði, þar af 83 000 lestir af amm-
onium nítrati, og 26 400 lestir af öðr-
um gerðum áburðar.
Það er „Consumer Cooperative
Association“, sem stendur fyrir þess-
um miklu framkvæmdum, en það er
samband samvinnufélaga í níu af
fylkjum Bandaríkjanna. Hefur sam-
bandið aðalskrifstofur sínar í Kansas
City. Mikill skortur hefur verið á
áburði í Bandaríkjunum undanfarið,
og hefur landbúnaðarráðuneytið þar
lagt til, að reistar verði áburðarverk-
smiðjur, sem geta framleitt samtals
700 000 lestir á ári.
I athugunum, sem sérfræðingar
CCA gerðu, áður en ákveðið var að
ráðast í verksmiðjubygginguna, kom
eftirfarandi í ljós:
1) Heildarnotkun áburðar í mið-
vestur Bandaríkjunum er nú 935%
meiri en á árabilinu 1930—35.
2) Notkun köfnunarefnisáburðar
jókst um 822% milli 1944 og 49.
3) Eftirspurn eftir köfnunarefnis-
áburði verður um árið 1960 komin
upp í 260 000 smálestir, en notkunin
1950 var aðeins 57 000 lestir.
4) Eins árs framleiðsla hinnar fyr-
irhuguðu áburðarverksmiðju banda-
rískra samvinnumanna mun, að því
er áætlað hefur verið, auka verð-
mæti maísuppskerunnar einnar um
75 000 000 dollara árlega.
5) Stór áburðarverksmiðja í hönd-
um amerískra samvinnumanna getur
hjálpað þeim að auka framleiðsluna,
eftir því sem þörf reynist, og komið
í veg fyrir að jafn nauðsynleg vara
bændum og áburður er, sé algerlega
í höndum einokunarhrings.
Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem
Kaupfélag opnar
gistihús á
Höfn í Hornafirði
Á Höfn í Hornafirði hefur nú ver-
ið opnað nýtt gistihús, en undanfar-
in ár hefur enginn gististaður verið
þar opinn almenningi. Húsið er eign
Kaupfélags Austur-Skaftfellinga, en
gistihúsinu veita forstöðu hjónin
Martha og Kristján Imsland, skrif-
stofumaður hjá kaupfélaginu.
Vegna sívaxandi ferðamanna-
straums til Hornafjarðar keypti
Kaupfélag Austur-Skaftfellinga fyrir
nokkrum árum eignir útgerðarmann-
anna Jóns J. Brunnan og Sigurðar
Olafssonar, í því augnamiði að starf-
rækja þar sumargistihús. Hefur eign-
in nú verið endurbyggð og standsett,
en vegna mikillar aðsóknar varð að
opna gistihúsið strax 1. september og
mun það taka við dvalargestum og
næturgestum allt árið.
Gistihúsið hefur 4 tveggja manna
herbergi og 2 þriggja manna herbergi
og getur tekið við 14 næturgestum.
Gistiherbergin eru fóðruð með ljósu
veggfóðri, björt og rúmgóð og öll hin
vistlegustu. Borðsalur er bjartur,
rúmgóður og hinn snyrtilegasti. Eru
(Frh. á bls. 30.)
amerískir bændur ráðast í að reisa
áburðarverksmiðju. í marzmánuði
þetta ár tók til starfa í Yazoo City í
Missisippi slík verksmiðja, sem er til
orðin fyrir samvinnu bænda sjálfra í
ríkinu og fyrir frumkvæði samvinnu-
félaga, enda þótt hún sé ekki byggð
af þeim eða þeirra eign, heldur bænd-
anna beint með hlutafélagssniði.
Fé til framkvæmda sinna hyggst
CCA afla með því að selja skuldabréf
(6 millj. dollara) og taka ríkislán (10
rnillj.). Þegar eftir að áætlunin um
verksmiðjuna var birt, var boðað til
funda um allt sambandssvæðið, þar
sem bændur ræddu notkun áburðar
og hinar fyrirhuguðu framkvæmdir.
22