Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 29
handa vinum sínum og ættingjum. Þetta stafar af dýrtíðinni og þeirri staðreynd, að fólk hefur nú færri krónur afgangs, þegar hinar dýru nauðsynjar hafa verið keyptar, en undanfarin ár. Það getur því verið mikill sparn- aður að því að útbúa eitthvað af jóla- gjöfunum sjálfur, sé til þess tími, auk þess sem slíkar gjafir eru alltaf á- nægjulegri og persónulegri heldur en margt af því, sem keypt er fyrir ærna peninga. Poki íyrir óhreint tau. Poki sem þessi er alltaf kærkomin gjöf, og það er hægt að útbúa hann með litlum tilkostnaði og ekki mik- illi fyrirhöfn. Pokann er hægt að nota til margs, bæði til að geyma í honum óhreinan smáþvott, barnaföt, sokka, bæði viðgerða og óviðgerða og fleira og fleira. Það er hægt að nota margs konar efni í pokann, rósótt sirs eru t. d. til- valin, en hann verður ennþá fallegri, ef haft er í hann rúðótt taft eða rönd- ótt. Ef þú átt gamlan kjól, sem orð- inn er ónýtur, en pilsið er heilt, er hægt að nota það í pokann. Pilsið er þá samað saman að neðan, faldur gerður að ofan, hæfilega breiður til þess að koma herðatrénu þar inn í (krókurinn er skrúfaður af á meðan herðatrénu er komið fyrir í faldinum, og síðan er gert lítið gat á efnið, svo að hægt sé að festa krókinn aftur) og rennilásinn er festur hér um bil á pok- ann miðjan. Poka þennan má einnig nota í for- stofum til þess að geyma í honum trefla og hanzka, sem oft eru á verð- gangi á hinum óheppilegustu stöðum. Ferðataska handa brúðunni. Litlu stúlkunum þykir áreiðanlega ekki síður gaman að því, að brúðunni þeirra sé gefin jólagjöf, heldur en þeim sjálfum. Hægt er að gera ferðatösku handa brúðunni úr venjulegum vindlakassa. Kassinn er málaður að utan með einhverjum fallegum lit, og að innan er hann klæddur veggfóðri eða taui. Lítið handfang þarf að setja á töskuna, svo að hægt sé að ferðast með hana, og mesta gleði mun það vekja, ef útbúið er lítið nafnspjald með nafni brúðunnar, og það hengt við handfangið. Nú getur brúðan lagt af stað í langferð, og litlu „mömmunum“ mun áreiðanlega þykja gaman að setja brúðufötin niður í ferðatöskuna og láta „dæturnar“ ferðast heimsálfanna á milli. Matarsmek kur. Handa yngstu börnunum er hægt að útbúa fallega matarsmekki og gefa þeim í jólagjöf. Smekkur sá, er hér er sýndur, er gerður úr lérefti og bryddaður með skábandi. Smekkur- inn er prýddur með ásaum (appli- kation), og er hesturinn stækkaður um helming þannig, að myndin er teiknuð á rúðustrikað blað, þar sem rúðurnar eru hafðar helmingi stærri en rúðurnar á myndinni. Hesturinn er klipptur út úr bláu léreftir, en B. úr rauðköflóttu. Þetta er fyrst þrætt á efnið, brotið er innan af brúnunum og síðan eru þær saumaðar niður með fíngerðum sporum. Tagl og fax er gert með löngum sporum (grófu garni) og þá er smekkurinn tilbúinn. Góð eplakaka (amerísk): 3—4 epli % bolli haframjöl % — púðursykur Vz — hveiti /2 — smjörlíki 1 tsk. kanel Eplin eru skorin í þunnar sneiðar. Eldfastur diskur (eða kökumót) er smurður vel, og eplasneiðunum rað- að í hann. Hafragrjónum, sykri, hveiti og kanel er blandað saman, og smjörlíkið mulið saman við. Þessu er síðan stráð yfir eplin, diskutinn sett- ur inn í volgan ofn og bakað við hæfi- legan hita í 30-—35 mín. Eplakaka þessi er borðuð ýmist með þeyttum rjóma eða þunnum ost- sneiðum, sem þá eru skornar í þrí- hjuninga og lagðar ofan á kökuna. Þykir hún bezt volg, nýbökuð og með þeyttum rjóma. Nota má eplakökuna 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.