Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 8
gagnvart v'erzlununum og starfsliði þeirra er horfin. Nú er það viðurkennt í verki, að verzlanirnar eru til vegna viðskiptamannanna, en viðskipta- mennirnir ekki vegna verzlananna. I stað þess að einokunarkaupmenn- irnir, og síðar selstöðukaupmennirnir, senr ekki gáðu annars en að arðræna viðskiptamenn sína svo sem þeir framast máttu, fluttu jafnan allan gróða sinn út úr landinu, safnast nú arðurinn af kaupfélagsverzluninni heima í héraði, ýmist bundinn í verzl- unarhúsum og öðrum mannvirkjum samvinnufélaganna eða í sameignar- sjóðum þeirra. Ein kynslóð sam- vinnumanna arfleiðir því á þann hátt hina næstu að mannvirkjum og sjóð- um félags síns. Mannvirki kaupfélag- anna eru sameign félagsmanna, þau eru fjármagn, sem ekki verður flutt úr héraði, meðan kaupfélag er þar starfandi. Þannig mætti lengi telja þær brevt- ingar, þær framfarir, sem orðið hafa á hinu sjötíu ára starfskeiði sam- vinnufélaganna. ()g þó að sumt af þeim framförum séu ekki beint verk samvinnufélaganna, fullyrði ég, að þau hafa átt óbeinan þátt í þeim öll- um með ræktun þess framsækna manndómsanda, sem starfsemi þeirra hefur alið með þjóðinni. I átthögum mínum þekki ég til dæmis ekkert það nytjamál, sem þar hefur á dagskrá verið, er ekki hefur átt stuðning kaup- félagsins okkar annaðhvort beint eða óbeint. I öllum hinum miklu og marghátt- uðu verklegu framförum, sem orðið hafa hér á landi síðan íslenzku kaup- félögin hófu starf sitt, sjáum við ávöxt samvinnustefnunnar. Djarf- r huga, frjálsmannlegir félagsmenn bera uppeldisgildi félaganna gott vitni. Allar þessar framfarir eru arfur, sem við höfum hlotið frá gengnum kjm- slóðum samvinnumanna. I hendur okkar hafa samvinnufélögin skilað þessum dýra arfi, arfi, sem okkur ber siðferðileg skjdda til að ávaxta sem bezt. Voldug og dýr mannvirki höf- um við hlotið í arf, mikil ræktarlönd og vel hýst býli, sem orðið hafa til fyrir atbeina samvinnufélagsskapar- ins eða vegna áhrifa hans í viðskipta- og atvinnulífi þjóðarinnar. Lífsbar- átta okkar hefur á allan hátt orðið léttari í skjóli samvinnunnar en ann- ars mundi hafa orðið. Samvinnufé- lagsskapurinn hefur bætt landið okk- ar og veitt okkur mörg og mikil efn- isleg gæði, sem við hefðum annars mátt án vera. Allan þennan arf ber okkur að þakka og meta að verðleikum, auka hann og ávaxta og skila síðan til eft- irkomendanna meiri og betri en við fengum hann í hendur. Bregðumst við því, erum við óverðugir erfingjar sam- vinnumannanna, feðra okkar og afa. En þó að þessi áþreifanlegi og efn- islegi arfur sé dýrmætur og vand- meðfarinn, höfum við þó hlotið ann- an og ennþá miklu dýrmætari arf frá hinum horfnu kynslóðum íslenzkra samvinnu m ann a: samvinnuhugsjón- ina, fjöregg samvinnufélagsskaparins. Þess fjöreggs er vandgætt, eins og annara fjöreggja. Týnum við því eða brjótum, falla samvinnufélögin. Sam- vinnuhugsjónin er því dýrasta erfða- gull okkar, sá fjársjóður, sem mestu varðar að við gætum af hinni fyllstu trúmennsku og árvekni. Vetrarmynd frd NorSur-SviþjóS. Glatist samvinnuhugsjónin, breyt- ast kaupfélögin í venjuleg verzlunar- fyrirtæki; þá visna menningaráhrif þeirra í þjóðlífinu. Glatist samvinnu- hugsjónin, munu félagsmennirnir fara að líta á kaupfélögin sem sér óvið- komandi aðila, er sjálfsagt sé að heimta sem mest af gegn sem minnstu þegnskaparframlagi. En í slíku hug- arfari er bráð hætta fólgin og einmitt hinum ungu, nýliðunum í samvinnu- félagsskapnum, þeim sem erfa skulu samvinnufélögin og landið, er mest hætta búin um það að tileinka sér slíkt hugarfar. Ástæðan til þess er sú, að þeir þekkja ekki sem skyldi það' ástand og umhverfi, sem samvinnu- félögin eru upp úr vaxin, og hafa þar af leiðandi ekki fullkomin skilyrði til þess að meta starf þeirra að verðleik- um. Fræðsla um sögu samvinnuhreyf- ingarinnar á Islandi fyrst og fremst,. og einkum um fyrstu átökin, er frum- herjar samvinnumanna gerðu, er því nauðsjmleg, enda þótt verksvið fé- lagsmanna í samvinnufélögunum og; samvinnufélaganna í heild sé að sjálf- sögðu á hinni líðandi stundu og í framtíðinni. Slík fræðsla hlýtur að verða einn þátturinn í starfi félags- málafulltrúa kaupfélaganna og fé- lagsmáladeildar Samb. ísl. samv.fél. Það er í frásögur fært, að eitthvert af fyrstu starfsárum Kaupfélags Þing- eyinga átti Jakob Hálfdánarson leið yfir Laxá í Þingej^jarsýslu. Áin var lögð veikum haustísi, sem tæplega eða alls ekki var gengur. Jakob hafði meðferðis allgildan sjóð af gulli, verð fyrir sauði, er félagsmenn hins unga kaupfélags áttu. l’il að komast leiðar sinnar yfir ána tók Jakob það ráð að leggjast flatur á ísinn og skríða þann- ig jdir ána. Meðan á yfirferðinni stóð, sem á þennan hátt tókst, var það mest álwggjuefni Jakobs ef gjaldið, sem hann varðveitti fyrir félagsbræð- ur sína, glataðist í ánni; eigin lífs- hætta var honum ekki jafn mikið á- hyggjuefn'- Að sjálfsögðu viðurkenn- um við, að illt hefði verið, ef fátækir menn, sem hér áttu hlut að niáli, hefðu misst hinn gula málm í djúp árinnar, en þó er okkur ljóst, að miklu meiri skaði, óbætanlegur skaði hefði það verið, ef Jakob og aðrir braut- ryðjendur samvinnufélagsskaparins hefðu glatað samvinnuhugsjóninni á (Frh. á bls. 27.) 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.