Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 20

Samvinnan - 01.12.1951, Blaðsíða 20
Tryggingastarfsemi íslenzkra samvinnumanna fimm ára Starfsemi SamvLnnutrygginga og Andvöku fer stöbugt vaxandi í annarri grein samþykkta Sam- vinnutrygginga segir svo: „Eigendur stofnunarinnar eru þeir, sem á hverj- um tíma tryggja hjá henni.“ I þessari einu setningu er raunveru- lega falinn sá munur, sem er á sam- t;m?w-tryggingafélögum og flestum öðrum tryggingastofnunum. Og það lætur að líkum, að verði ágóði af starfi stofnunarinnar, njóta eigend- urnir góðs af. Svo hefur og verið um eigendur Samvinnutrygginga, — alla þá, er tryggja hjá félaginu. Þeir hafa undanfarin tvö ár fengið 532 905 krónur af tekjuafgangi félagsins end- urgreitt í árslok, og hefur þetta jafn- gilt 5% lækkun á endurnýjunarið- gjöldum bruna- og bifreiðatrygginga og 5% á sjótryggingariðgjöldum af vörum. Svo vel hafa Islendingar tekið þess- ari nýjung í íslenzkum tryggingamál- um, og öðrum, sem Samvinnutrvgg- ingar hafa innleitt, að félagið er nú annað stærsta tryggingafélag lands- ins, enda þótt það sé yngst hinna stærri félaga og hafi aðeins fimm starfsár að baki. Er þetta ekki lítill árangur á svo skömmum tíma. Samvinnutryggingafélög höfðu starf- að með miklum árangri í mörgum löndum, áður en fyrst kom til tals að hrinda hugmyndinni í framkvæmd hér á landi. Munu fyrstu slík félög hafa verið stofnsett í Englandi 1867, og nú á dögum eru þau öflug í fjölda landa, til dæmis Svíþjóð, Belgíu, Bandaríkjunum og víðar. Það mun hafa verið snemma á ár- inu 1946, sem hugmyndin um stofn- un samvinnutrygginga á íslandi var fyrst alvarlega rædd á stjórnarfund- um Sambands íslenzkra samvinnufé- laga, og var þá samþykkt að athuga möguleika á slíkri starfsemi rækilega. Síðar á sama ári, er undirbúningur var þegar hafinn, ræddi stjórnin mál- ið enn frekar og samþykkti að und- irbúin skyldi stofnun samvinnutrygg- ingafélags. A aðalfundi Sambandsins þetta sama ár skýrði Vilhjálmur Þór, sem hafði tekið við forstjórastarfi SlS um áramót, frá því, að undirbúning- ur tryggingastarfsemi væri þegar haf- inn, en í þeirri ræðu ræddi hann fjöl- margar stórfelldar framkvæmdir, sem Sambandið hefur síðan ráðizt í undir hans stjórn. Samvinnutryggingar tóku til starfa 1. september 1946, og var Erlendur Einarsson ráðinn framkvæmdastjóri stofnunarinnar og hefur verið það síð- an. Hafði hann dvalizt í Englandi um hríð og kynnt sér starfsemi hinna öfl- ugu samvinnutryggingafélaga, og einnig sérstaklega athugað sjótrygg- ingar hjá hinu heimsfræga trygginga- sambandi, Lloyd’s í London. Um sum- arið kom hingað til lands einn af sér- fræðingum sænsku samvinnutrygg- inganna, Bengt Frænkel, og veitti hann margvíslega aðstoð við undir- búning starfsins. Þannig stóð á, að brunatryggingar á vörubirgðum kaupfélaganna voru útrunnar 1. september, og þurftu Sam- vinnutryggingar að geta tekið þær tryggingar að sér þann dag og bera fulla ábyrgð á miklum eignum þegar í öndverðu. Þetta gat félagið fyrst og fremst vegna þess, að það hafði gert mjög hagkvæma samninga við sænsku félögin um endurtryggingar og hafði raunar notið velvildar og aðstoðar þeirra félaga í hvívetna. Fyrstu tvær deildir Samvinnutrygg- inga voru bruna- og sjódeildir. Höfðu tekizt samningar við Lloyd’s um end- urtryggingu á sjótryggingum, en und- ir þá starfsemi heyrir ekki aðeins trygging skipa, heldur einnig trygg- ing farma þeirra, og eru því nálega allar vörur, sem fluttar eru til lands- ins og frá því, tryggðar í sjódeildum tryggingafélaga. Eru slíkar trygging- ar að sjálfsögðu mjög mikilvægar í löndum, sem byggja afkomu sína að miklu leyti á flutningum á sjó, eins og íslendingar gera. Sjódeild Sam- vinnutrygginga hefur vaxið ár frá ári, og var tala nýrra tryggingaskírteina hjá deildinni 1950 komin upp í 3008, en frá byrjun var tala skírteinanna þá 10 821. Um áramótin 1946—47 tók þriðja deild félagsins, bifreiðadeildin, til starfa. Hefur sú deild vaxið mjög ört, og er nú þriðjungur allra bifreiða í landinu tryggður hjá henni, eða 3500 alls. Á sviði bifreiðatrygginga hefur félagið valdið byltingu með því að innleiða afsláttarkerfi það, sem öll hin tryggingafélög landsins hafa síðan tekið upp. Byggist kerfið á því, að menn fái verulegan afslátt af trygg- ingagjöldum, ef þeir valda ekki tjóni í ákveðinn árafjölda. Er þetta eðlileg þróun, þar eð öruggir bifreiðastjórar, sem valda ekki tjóni árum saman, eru minni áhætta fyrir tryggingafélögin en hinir, sem valda mörgum árekstr- um eða slysum á hverju ári. Afsláttur þessi nam árið 1950 hvorki meira né minna en 190 141 krónu, og er það ekki iítill skildingur, sem varkárum ökumönnum og bifreiðaeigendum sparast á þann hátt. Fjórða deildin hefur síðan bætzt við hjá Samvinnutryggingum, og er það endurtryggingadeild. Tekur hún nú tryggingar fyrir fjölda erlendra trygg- ingafélaga víða um lönd. Samvinnutryggingar hafa frá upp- hafi lagt á það ríka áherzlu að efla svo sjóði sína, að félagið standi sem allra tryggustum fótum. Voru ið- gjaldasjóðir þegar á árinu 1948 komn- ir upp í 1 987 791 krónur, námu næsta ár 2 854 787 krónum og um síðustu áramót samtals 5 038 482 krónum. Uthlutun tekjuafgangs gat hafizt þegar 1949, aðeins þrem árum eftir stofnun félagsins, og er það mjög góð- ur árangur. Var þá úthlutað yfir 90 000 krónum í brunadeild og yfir 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.