Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Side 2

Samvinnan - 01.09.1953, Side 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 40.00. Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. Efni. Verkefni, sem þarf að leysa Síðsumardagar við Kaup- vangstorg Þegar gröf Tut-ench-Amons fannst Á sæluviku í Sevillu 8 11 Þegar Böðvar á Laugarvatni var formaður einn sólar- hring Óli Vilhjálmsson lætur af störfum 13 Áhrif sönglistar á húsdýrin 15 16 Staða kvenna í kaupfélögun- um 18 Þingeyingar kveðja Þórhall Sigtryggsson, kaupfélags- stjóra 19 Bréfaskóli SÍS kennir nú höf- uðgreinar til landsprófs 23 Starfsemi kaupfélaganna 1952 24 Carmen, framhaldssagan 27 Myndasaga 31 September 1953 XLVIII árg. 9. HLUSTENDUR ÚTVARPSINS hafa í haust nokkrum sinnum heyrt aug- lýsingar um fatamarkaði einstakra kaupfélaga, þar sem seld hafa verið hvers konar karlmannaföt. Var slík- ur markaður fyrst haldinn í kaupfé- laginu á Blönduósi, síðan í Húsavík og mun einnig verða haldinn á Sauðár- króki og ef til vill víðar. Þessir mark- aðir eru athyglisverð tilraun, sem kaupfélögin eru að gera í samvinnu við iðnaðardeild SÍS. Það er hverjum manni ljóst, að fæst kaupfélaganna eru svo stór, að þau geti legið með full- nægjandi birgðir af karlmannafötum til þess að tryggja félagsmönnum það úrval, sem þeir þurfa til að geta feng- ið þau föt, sem þeir óska eftir. Stafar þetta meðal annars af því, hve um- fangsmikill slíkur fatalager þyrfti að vera, þar sem selja þyrfti margar mismunandi tegundir og liti fata og hverja gerð í ótal stærðum, ef vel ætti að vera. SÚ LAUSN á þessum vanda, sem nú er verið að reyna, byggist á því, að fatalagerinn er fluttur milli staða í landinu og hafður í hverju kaupfé- laginu á fætur öðru. Er um að ræða mörg hundruð fatnaði, sem boðnir eru, og það jafnan endurnýjað frá saumastofunum, sem mest selst af. Þannig fá menn á Blönduósi, í Húsa- vík eða á Sauðárkróki jafn mikið úr- val fata og í stærstu verzlunum höf- uðstaðarins. Vonandi gefst þessi til- raun svo vel, að slíkir fatamarkaðir verði fastir liðir í verzlun kaupfélag- anna í framt'ðinni. Mundi það verða góð þjónusta við karlmenn dreifbýlis- ins, og hver veit nema hentugt kunni að selja fleiri vörur á þennan hátt. ÍSLENDINGASAGNAÚTGÁFAN hefur verið rædd nokkrum sinnum hér í Samvinnunni á þesu ári, og er það helzt frétta frá hennar starfi, að sala á sögunum hefur vaxið svo ört, að margar þeirra eru þegar ófáanleg- ar og verða það, unz endurprentan- ir hafa verið gerðar. Stafar þessi aukna sala án efa af þeirri velmegun, sem verið hefur í landinu, og virð- ast íslendingar fljótt hugsa til þess að eignast þessar bækur, þegar þeir fá nokkur auraráð fram yfir nauðþurftir. í SUMAR lét útgáfan prenta örlít- inn pésa á dönsku til þess að fræða norræna ferðamenn og blaðamenn, sem hingað koma. Er þar gerð nokkur grein fyrir þýðingu þessara bók- mennta (og handritanna ) fyrir ís- lendinga, en síðan birtar tölur um það, hversu mikil útbreiðsla íslend- ingasagnanna sé hér á landi og hve mikilli útbreiðslu bóka það samsvari á hinum Norðurlöndunum, miðað við íbúafjölda. Ef miðað er við sölu á sjálfum sögunum og öllum öðrum út- gáfum af þeim sleppt, er yfirlitið sem hér segir, talið í 13 binda bókaflokk- um: 10.000 146.000 íb. 3.277.000 íb. — 224.000 4.033.000 íb. — 276.260 4.308.000 íb. 7.047.000 ib. 295.000 — 482.720 Island Noregur Finnland Danmörk Svíþjóð Það mun sjaldgæft, að nokkrar bækur nái slíkri útbreiðslu, hvað þá 13 binda bókaflokkar. Ef talinn er bindafjöldi af öllu því, sem íslend- ingasagnaútgáfan hefur selt, er yfir- litið þannig: Seld bindi: ísland 146.000 íb. — 254.000 Noregur 3.277.000 íb. — 5.711.800 Finnland 4.033.000 íb. — 7.029.500 Danmörk 4.308.000 íb. — 7.508.800 Svíþjóð 7.047.000 íb. -- 12.282.900 Það má nærri geta, að slík sala á bókaflokki er óþekkt í öðrum löndum! LJÓSMYNDIR í þessu hefti eru eftir ýmsa. Guðni Þórðarson tók Ak- ureyrarmyndirnar og forsíðumynd- ina. Sig. Pétur Björnsson á Húsavík tók myndirna:1 úr kveðjuhófi Þór- halls Sigtryggssonar. 2

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.