Samvinnan - 01.09.1953, Síða 7
G E FJ U N
Enn er verið að ganga frd nýbyggingum og enn er veriö að setja niður nýjar vélar i hinni tnihlu ullarverksmiðju
á Cleráreyrum. Vélasalurinn j>ar er svo stór, að ógerningur er að ná honum ulluin á eina Ijósmynd, og sýnir tnynd-
in að ofan aðeins smábrot af honum. I Gefjunni er stöðugt unnið að tilraunuin ineð fjölbreyttari og hentngri notkun íslenzku ullarinnar, en þar
er einnig unnin ýins vara úr erlendri ull. Suntar hinna tiýju vörutegunda verksmiðjunnar, eins og Gefjunar-teppin nýju, seljast jafnóðum og pau
koina i búðirnar, og bráðlega er von ýinissa nýjunga annara. Fataefnum verhsmiðjunnar fer og stöðugt frani og seljast til dæmis suniarjakkar
úr jieiin jafnhliða jitkku n úr beztu, erlendum efnum.
Skipasmíðastöð KEA, sem starfað
hefur síðan 1940, er nú undir stjórn
Gísla Konráðssonar. Skýrir hann svo
frá, að fyrsta og stærsta verkefni
stöðvarinnar hafi verið smíði „Snæ-
fells“, sem þá var stærsta skip, er
smíðað hafði verið í landinu. Hefur
það verið gert út af KEA og reynzt
hið ágætasta fiskiskip. Er það 165
brúttótonn. Eftir smíði þess var
smíðað margt báta í stöðinni, allt frá
80 lestum niður í smábáta. Auk þess
hefur stöðin haft mikið af viðgerðuni.
Smíði „Snæfells“ á sínum tíma var
aðeins eitt af mörgum dæmum um
það, hvað íslenzkir skipasmiðir geta,
ef þeir fá tækifæri til. Hefur því hvergi
nærri verið nógur gaumur gefinn að
hlúa að skipasmíðum í landinu og
raunar merkilegt, að fiskveiða- og
siglingaþjóð skuli ekki hafa lagt meiri
áherzlu á eigin skipasmíðar en raun
ber vitni.
KJÖT FYRIR HÓTEL
HÖFUÐSTAÐARINS.
Matmenn, sem gist hafa Akureyri,
hafa fyrir löngu uppgötvað, að hvers
konar matvara er þar mjög góð og
vel framleidd. Ein ástæða af mörgum,
sem þessu valda, er Pylsugerð KEA,
og nú er svo komið, að vörur frá þessu
fyrirtæki eru seldar um land allt. Al-
menningur hefur kynnzt þeim niður-
soðnum (til dæmsi Bæjarabjúgunum
og ýmsum kjötréttum), og tignustu
gestir þjóðarinnar kynnast þeim á
stærsta gistihúsi höfuðstaðarins, en
það kaupir sumar af ljúffengustu
kjötvörum sínum alla leið frá þessu
fyrirtæki á Akureyri.
Valdimar Helgason veitir pylsu-
gerðinni nú forstöðu, en þar hafa
starfað erlendir sérfræðingar undan-
farin ár. Telur Valdimar að mikið
megi auka kjötneyzlu þjóðarinnar og
fjölbreytni hennar, ef skilyrði væru
sköpuð fyrir meiri og fullkomnari
kjötiðnað. Ymislegt er við að etja,
allt frá matvenjum landsmanna til
verðlagsákvæða, en samt fer neyzla á
löguðum mat stöðugt vaxandi. Hrá-
efni til slíkrar framleiðslu er yfirleitt
gott hér á landi, og hafa hinir erlendu
starfsmenn pylsugerðarinnar talið
það sízt lakara en notað er hjá mestu
matþjóðum.
Það er menningarbragur af góðri
matframleiðslu og því hafa slík fyrir-
tæki, sem pylsugerð KEA og önnur
svipuð víða um land hið mesta gildi
fyrir þjóðina.
MARGT ÓNEFNT.
Enn er margt óséð og órætt við
Kaupvangstorg, en lengra verður ekki
haldið þessum pistli að sinni. Kaup-
félagsstarfið er nú orðið ærið um-
fangsmikið og stundum umdeilt í
þessu landi. En óvíða eru slík dæmi
til sem Kaupvangstorg um það,
hversu mikið mundi vanta í atvinnu-
og viðskiptalíf þjóðarinnar, ef allt
starf samvinnumanna væri skyndilega
þurrkað út!
7