Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 9
Þclla er Konungadalurinn, og sést inngangurinn í gröf Tut-ench-Amons á miöri
myndinni.
ofan í álit allra skynbærra manna —
kom Carter til þess að vona ekki að
eins, að hann kynni, þrátt fyrir allt,
að finna þar enn einhverja áður
ófundna gröf, heldur beinlínis gröf
eins tiltekins konungs. Hann hafði
sjálfur fylgzt með fundum Theodore
Davis, og vissi, að í safni hans var
gleraður leirbolli með nafni Tut —
ench — Amons. Bolla þenna hafði
Davis fundið undir kletti. Á sama
svæði hafði Davis fundið litla kletta-
gröf og í gröfinni illa brotinn tré-
kistil, er í voru gulllauf með nafni
Tut — ench — Amons. Og Davis
hafði drýgt þá fljótfærni að telja
gröfina Tut — ench — Amon. Carter
var þessu aldrei sammála og efasemd-
ir hans jukust, er það kom í Ijós, að
Davis hafði skjátlast um rétta ráðn-
ing þriðja fundarins. Þar var um að
ræða Ieirkerabrot, sem virtust þýð-
ingarlaus, og línvafninga, er hringað
hafði verið saman í stórar krukkur
með tilliti tlls, sem gerzt getur á
öxlum. Framhaldsrannsókn, sem
gerð var á Metropolitan listasafninu
í New York, sýndi, að líklega voru
þetta leifar dóts, sem notað hafði
verið við útför Tut — ench — Am-
ons. Auk þess fann Davis seinna
nokkur leir-signet með nafni Tut —
ench — Amons í gröf Echnatons,
„vilIutrúarkonungs“.
Allt þetta benti á tilveru Tut —
ench — Amons-grafar á þessum slóð-
um — um miðju dalsins. En með til-
liti samhljóða álits allra að kalla —
með tilliti alls, sem gerst getur á
þremur árþúsundum, tilflutningi
ræningja og presta á því, sem í gröf-
unum var geymt, og, umfram allt,
hins öllu umturnandi uppgraftrar, er
lengi framan af var ósjaldan rekinn
af bagalegu þekkingarleysi, — þá
varð samt að Iíta svo á, að þetta
gæti svo sem líka stafað af öðru. Það,
sem Carter studdist við, var fernt:
nokkrir partar af gulllaufi, gleraður
bolli, örfá leirílát og nokkur leirsign-
et. Til að reisa á svo veikum stoð-
um ekki aðeins ofurlitla von heldur
vissukennt hugboð um að finna
þarna gröf Tut — ench — Amons —
þurfti — ja — eitthvað sérstakt.
Þegar Carnarvon og Carter loks
höfðu í alvöru tekið til við gröftinn,
þá luku þeir því að mestu á einum
vetri að hreinsa burt af þríhyrning
sínum alla hauga af sandi, möl og
grjóti og komust að neðri brún graf-
ar Ramsess VL „Þar rákumst við á
svolitla þyrpingu verkamannakofa,
er settir höfðu verið yfir samanhring-
að tinnustórgrýti. En hið síðarnefnda
hefur ávallt, í Konungadalnum,
reynzt öruggt merki um nálægð
grafar“.
En nú voru þeir komnir svo ná-
lægt inngöngunni að gröf Ramsess VI.,
að lengra varð ekki haldið verkinu
nema trufla bagalega skemmtiferða-
fólk, sem vant var að vilja skoða
gröf Ramsess. Varð það því að ráði
að fresta verkinu til betri hentug-
leika. Tekið var aftur til veturinn
1919—20 og fannst þá við munna
grafar Ramsess, á afviknum stað,
ýmislegt dót, sem vant var að nota
við frágang grafar. „Svo nálæg't því,
að finna höfðum við enn aldrei orðið
í Dalnum“, segir Carter.
Þeir höfðu nú „skafið“, eins og
Petrie var vanur að segja, allt ofan
af þríhyrningnum nema blettinn,
sem verkamannakofarnir stóðu á. Og
hættu nú enn um hríð aðgerðum
þarna af ótta við að verða ferðafólki
allt of hvimleiðir. Og þeir tóku að
grafa í afdal litlum, þar sem verið
hafði gröf Þótmess III., en fundu
„ekkert verulega markvert“.
Tóku þeir nú að íhuga í fullri al-
vöru, hvort þeir ættu ekki að hætta
uppgraftrartilraununum á Konunga-
dals-svæðinu, því árangurinn af svo
langs tíma framlagi hafði verið næsta
rýr. Raunar var eftir að rannsaka
blettinn, sem kofarnir stóðu á, við
neðri brún grafar Ramsess VI. Eftir
miklar efasemdir og endurteknar
áætlunarbreytingar var loks ákveðið
að verja einum vetri enn í Konunga-
dalnum.
Varla höfðu verkamannakofarnir
9