Samvinnan - 01.09.1953, Page 10
verið rifnir og undirstaða þeirra flutt
burt — er uppgraftrarmenn stóðu
frammi fyrir inngöngunni að gröf
Tut — ench — Amons, er auðugust
reyndist í allri uppgraftrarsögunni.
„Fundurinn kom og þróaðist svo
snöggt“, skrifar Carter, „að ég, nærri
því, vissi ekki mitt rjúkandi ráð. Og
síðan, í fáeina mánuði, hefur verið
svo mikið að gera, að ég hef varla
getað komið neinni hugsun við.“
3. nóvember 1922 tók Carter til við
niðurrifið á kofunum. Carnarvon lá-
varður var þá enn í Englandi. Næsta
morgun fannst þrep, höggvið niður í
klöppina — undir fyrsta kofanum.
Seinni hluta dags 5. nóvember hafði
nógu verið komið burt af ruðningn-
um til þess, að gengið yrði úr skugga
um, að þarna hafði vissulega verið
fundin grafarniðurganga.
En það gat svo sem verið ófullgerð
gröf — gröf sem aldrei hafði komizt í
gagnið. Og væri nú samt sem áður
smyrlingur í henni, gat svo sem vel
verið, að hún hefði þegar verið rænd
— eins og hinar aðrar konunga-
grafir. Og m. a. s. var alls ekki víst,
að þetta væri konungsgröf. Hún gat
verið með smyrling og annað óhreyft,
— en hvað hjálpaði það, ef hún var
einhvers embættismannsins og prests.
Carter herti á verkinu eins og hann
framast gat, því hann var orðinn við-
þolslítill af eftirvæntingu. Þrep eftir
þrep komu tröppurnar upp úr ruðn-
ingnum, og um það bil, sem nóttin
egypzka snöggféll á, sá á tólfta þrep-
ið og jafnframt „efri hluta dyra, sem
voru læstar, innsiglaðar og kalki
stroknar. Innsiglaðar dyr! Það var þá
eftir allt saman .....! Það var dá-
samleg stund fyrir uppgraftrar-
mann.“
Carter athugaði innsiglið og sá, að
það var innsigli hinna konunglegu
legstaða. Það fór þá aldrei hjá því, að
mjög háttsettur maður væri þarna
jarðaður. Og úr því að verkamanna-
kofarnir voru beint yfir niðurgöng-
unni, var augljóst, að gröfin hafði
a.m.k. síðan á dögum tuttugustu kon-
ungaættar ekki verið rænd. Og þegar
Carter, titrandi af æsingi, boraði gat
á hurðina, „rétt mátulega vítt til þess
að koma mátti rafmagnsblysi inn um
það“, sá hann, að gangurinn innan við
hana var blindfullur af grjóti og
ruðningi. Og bar það vott um hvort-
tveggja, að þótt hafði taka því að
gera öflugar varnarráðstafanir, og
hitt, að við engu hafði verið hreyft
síðan.
Morguninn 6. nóvember sendi
Carter Carnarvon lávarði eftirfarandi
skeyti: „Loks gerður undursamlegur
fundur í Dalnum: stórkostleg gröf
með óskert innsigli. Endurmokað jdir
til komu yðar. Heillaóskir.“ 8. nóv-
ember komu tvö svarskeyti frá Car-
narvon: „Hugsanlegt ég komi brátt“
og „Ráðgeri koma Alexandríu tuttug-
asta.“
23. nóvember kom Carnarvon lá-
varður, ásamt dóttur sinni, til Lúxor.
Hafði Carter þá beðið aðgerðalaus í
Iiðlega hálfan mánuð, og má nærri
geta um líðan hans, en gröfina vakt-
aði hann vel. Tveimur dögum eftir
fund þrepanna tóku heillaóskir að
streyma til hans. En vegna hvers, ná-
kvæmlega til tekið? Hvað var í gröf-
inni? Carter vissi það ekki sjálfur.
En hefði hann aðeins grafið fáum
þumlungum neðar, hefði orðið fyrir
honum tvímælalaust innsigli Tut-
ench-Amons sjálfs. „Hefði ég bara
vitað það . . . . þá hefði ég sofið bet-
ur þessar nærri þrjár vikur.“
24. nóvember, undir kvöldið, var
síðustu skóflunum mokað upp úr
tröppunum. Carter fór niður þrepin
sextán og stóð frammi fyrir innsigl-
aðri hurðinni. Nú gat hann skoðað
nákvæmlega innsigli Tut-ench-Am-
ons. Nú varð hann líka, eftir allt sam-
an, var hins sama og aðrir uppgraftr-
Þella er sjálf múmia Tnt-ench-Amons.
armenn í Egj^ptalandi: Ræningjar
höfðu orðið „fyrri til“.
„Nú, þegar dyrnar sáust allar,“
segir Carter, „mátti sjá þá staðrejmd,
sem fram að þessu hafði farið fram
hjá okkur: hluti af þeim hafði verið
tvívegis opnaður og tvívegis læstur.
Ennfremur: Innsiglið, sem fyrst sást:
sjakali og níu landingjar, hafði verið
látið á endurlokaða hlutann, en inn-
sigli Tut-ench-Amons var tyrir hin-
um óhreyfða hluta dyranna og voru
því hin upprunalegu innsigli. Gröfin
var þá ekki ósnortin, eins og við höfð-
um vonað. Ránsmenn höfðu farið inn
í hana, og það oftar en einu sinni; það
sást á kofunum, að þeir hefðu verið
á ferðinni ekki seinna en á dögum
Ramsess IV. Hitt sást og, að þeir
böfðu ekki gersópað hana; það sást
af því, að gröfin hafði verið innsigluð
að nýju.“
En Carter átti eftir að sjá fleira,
sem kæmi honum í uppnám. Hann
botnaði minna og minna í málavöxt-
um. Þegar leifunum af ruðningnum
hafði verið mokað upp úr niðurgöng-
unni, fundust þar leirkerabrot og
skrínum með nöfnum Echnatons, Sa-
keres og Tut-ench-Amons, svo og
padda, með nafni Þótmess VI. og hluti
af annarri með nafni Amonhoteps III.
Hvað átti af öllum þessum nöfnum
að ráða: hér væri ekki eins manns
gröf, eins og vonazt hafði verið eftir,
heldur samsafn hrakninga.
Þetta kæmi í Ijós, er inn væri kom-
ið. Næstu daga fór fram undirbún-
ingur þess að opna grafardyrnar. Cart-
er hafði séð, er hann gægðist gegn-
um gatið, að gangurinn var fylltur
urð. Greinilegt var, að grjótið var af
tvenns konar gerð. Hin þröngu göng,
sem ræningjarnir höfðu gert sér gegn-
um urðina, höfðu verið endurfvllt
með dökku grjóti, nokkurs konar
tinnu.
Eftir nokkurra daga hörkuvinnu
voru uppgraftrarmenn komnir eina
tíu metra inn og stóðu þá andspæn-
is annarri hurð. Einnig á henni voru
bæði innsigli Tut-ench-Amons og
hinna konunglegu legstaða, og einnig
á þessum dyrum sáust ummerki þess,
að þær höfðu verið rofnar.
Allur umbúnaður þarna var líkur
fráganginum á felustað Echnatons, er
fundizt hafði í nágrenninu. Þeim Car-
Framh. é bls. 20.
10