Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Síða 15

Samvinnan - 01.09.1953, Síða 15
ur okkar eina bröndu. „Kipptum" við því að formanna sið tveim til þrem sinnum, en allt fór á sömu leið. Ekki var nú gott í efni. Engin brandan fengin, en víst háð og spott félaga okkar, þegar í land væri komið. Raunar var þetta alls ekki fullreynt enn, því að oft höfðum við orðið að leita vestur í „Garðsjó“ þessa ver- tíð og helzt fengið þar bein. Og við gátum það alveg eins og aðrir, og það afréðum við, þótt nú væri heldur að hvessa af landsuðri. Ekki var svo sem erfitt að sigla þangað hraðbyr, enda gekk það vel og vestur á Setur fórum við í rennandi byr. Og hví skyldum við þá ekki fara á yztu mið eins og aðrir? Enn einu sinni var seglið fellt og reynt, en sama sagan endurtók sig sem ' fyrr, að engin fékkst branda, unz Ioks, að Guð- mundur dró eina „stofnlúðu“, en ég varð ekki var. Og við þetta varð nú að sitja, því að nú óx vindurinn óð- um, og ekkert vit í því að sitja leng- ur, því fremur sem vindur var okkur I • • I I • I I t f hinn andstæðasti, en vegur langur Oli Vilhiálmsson lætur ar störrum inn í Njarðvíkur á litlum bát. Við drógum nú stjórann í síðasta sinn í þessum aflasnauða róðri, settum upp segl og fórum að „krusa“ okkur til lands. Tókum við einn heljar langan slag norður í „bugt“. Við höfðum þá verið á þessu skaki meiri hlíita nætur og fram undir morgun. Vorum við nú orðnir hálf syfjaðir, og tókum því fyrir aðskipta með okkur verkum, * þegar báturinn var kominn til gangs, þannig að ann- ar stýrði, en hinn lagði sig fram í „barka“, því að enn var ekki nema ágætur „krusvindur“. Það kom í minn hlut að stýra fyrst á norður- slagnum, en Guðmundur lagði sig. Gekk þetta vel allan þann slag, en þá fór að þykkna í lofti og sudda. Leizt mér ekki á að halda lengur á djúpið og vakti því Guðmund. Kom okkur þegar saman um að venda í snatri. Tók þá Guðmundur við að stýra, en ég fór að sofa. Atti hann að sigla sem næst vindi, og þar sem alltaf var heldur að hvessa, átti hann að gæta þess að kalla til mín, ef meira hvessti eða ef óglöggt sæist til lofts fyrir þoku. Alllengi hafði hann siglt, þegar hann kallaði hátt til mín. Kom þá skörp hrina, svo að ég Framh. d bls. 21. Óli Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri skrifstofu SÍS f Kaupmannahöfn, varð 65 ára 1. september síðastliðinn. Lét hann þá af störfum sem fram- kvæmdastjóri eftir dyggilega þjónustu í þágu samvinnuhreyfingarinnar í hálfan fjórða áratug. Óli er Þingeyingur, fæddur að Brettingsstöðum í Flateyjardal. Hann var snemma hneigður til verzlunarstarfa og fékk ungur atvinnu hjá A. P. Kristjánssyni í Húsavík. Þar vann hann einnig um skeið hjá Kaupfélagi Þingeyinga. Áríð 1916 sigldi hann til Kauprnannahafnar og stundaði þar verzlunarnám fram til ársins 1919, er hann gekk í þjónustu Sambands ísl. samvinnufélaga. Mestan hluta hins langa starfstíma síns hefur Óli verið fulltrúi SIS á erlendum vettvangi. Hann var fyrst á skrifstofunni í Kaupmannahöfn árin 1921—1928, en þá var honum falin framkvæmdastjórn nýrrar skrifstofu, sem opnuð var í Hamborg. Þessi skrifstofa annaðist aðallega viðskipti við Mið-Evrópu og Suður-Ameríku, en á erfiðleikaárum kreppunnar varð að leggja hana niður. Hvarf þá Óli aftur til Hafnar og annaðist viðskiptin þar. Þegar Oddur Rafnar lézt árið 1937, tók Óli við framkvæmdastjórn Hafnarskrifstofu, og stjórnaði henni þar til nú. Þegar styrjöldin skall á, fóru allir Islendingar, sem við skrifstofuna unnu, heim nema ÓIi, sem varð eftir til að gæta hagsmuna Sambandsins á Norðurlöndum. I hinum margvíslegu störfum Óla fyrir samvinnusamtökin á erlendum vettvangi hefur jafnan komið fram samvizkusemi og dugnaður. Hann hef- ur aldrei talið vinnustundirnar og sýnt einstaka nákvæmni og reglusemi í öllum sínum viðskiptum. Hann er hinn myndarlegasti fulltrúi þjóðar sinn- ar og þeirra fjöldasamtaka, sem hann hefur starfað fyrir, enda framkoma hans hin fágaðasta og hann bæði kurteis og vingjarnlegur, án þess að skorta nauðsynlega festu, til dæmis í samningum. Þegar Óli nú hættir störfum eftir langan vinnudag, færa íslenzkir sam- vinnumenn honum alúðarþakkir fyrir þær fórnir, sem hann hefur fært sam- tökunum og hið mikla starf, sem hann hefur lagt fram. 15

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.