Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 19
Hér sést hluti af hinum laufskrýdda veizlusal á efstu hœð kaupfélagshussins i Húsavik, er Þing- eyingar kvöddu kaupfélagsstjóra sinn. Þingeyingar kveðja Þórhall Sigtryggsson, kaupfélagsstj. Fyrr á þessu sumri urðu kaupfélags- stjóraskipti í Húsavík, er Þórhallur Sigtryggsson lét af störfum og við tók Finnur Kristjánsson, fyrrum kaupfélagsstjóri á Svalbarðseyri. Hinn 30. ágúst kvöddu Þingeyingar Þórhall með veglegu hófi í hinni nýju byggingu kaupfélagsins í Húsa- vík, og sóttu það yfir 300 manns víðs vegar af félagssvæðinu. Hófið var haldið á efsta lofti kaupfélagshúss- ins, sem er mikill og rúmgóður salur, og var hann allur fagurlega skreyttur sem laufskáli væri. Karl Kristjánsson, formaður KÞ, stjórnaði kveðjuhófinu, og flutti jafnframt aðalræðuna, þar sem hann þakkaði Þórhalli hið mikla og fórn- fúsa starf, sem hann hefur lagt fram fyrir félagið í hálfan annan áratug, fyrir samvinnuhreyfinguna í rúma þrjá áratugi og við verzlunarstörf yfir hálfa öld. A eftir Karli tóku margir til máls, og voru fluttar samtals átján ræður í hófinu, en á milli þeirra var almenn- ur söngur, sem Páll H. Jónsson stjórnaði. Ræður fluttu þessir: Bald- Formaður KÞ, Karl Kristjánsson, alþm., þakkar Þórhalli langt og gott starf. SÍS lækkar farm- gjöld fyrir skreið Skipadeild SÍS hafði í ágúst- mánuði síðastliðnum frum- kvæði um lækkun farmgjalda fyrir skreið, sem nú er ein mikilvægasta útflutningsvara þjóðarinnar. Höfðu farm- gjöldin numið 200 shillingum fyrir smálest, en SÍS lækkaði þau niður í 180 eða um 10%. Var lækkun þessi byggð á bættum pökkunaraðferðum, sem hafa það í för með sér, að skreiðin tekur minna rúm og meira kemst af henni í skipin. Nokkru eftir að skipadeildin tilkynnti lækkun þessa, kom Eimskipafélagið á eftir og lækkaði sín farmgjöld fyrir skreið niður í 175 shillinga. Lækkaði þá SÍS enn niður í 175. Þessi lækkun, sem varð vegna frumkvæðis SÍS, mun spara skreiðarútflytjendum um hálfa milljón króna. Framkvæmdastjóri skipa- deildar SÍS er Hjörtur Hjart- ar og starfa við deildina sex manns við alla stjórn á út- gerð fjögurra eða fimm skipa auk leiguskipa. ur Baldvinsson (sem mælti fyrir minni frú Kristbjargar Sveinsdóttur, konu Þórhalls), Axel Benediktsson, séra Friðrik Friðriksson, Þórir Friðgeirs- son, Júlíus Havsteen sýslumaður, Þórður Markússon, Helga Þorgríms- dóttir, Kristján Jónatansson, Jón Gauti, Pétur Jónsson, Jón Sigurðs- son, Sigfús Hallgrímsson, Alfreð As- mundsson, Jón Haraldsson, Bene- dikt Gröndal og Sigurður Lúther Vig- fússon. Að lokum tók Þórhallur til máls og þakkaði hlý orð og gott sam- starf á þeim árum, sem hann fór með stjórn kaupfélagsins. Þórhalli voru færðar ýmsar fagrar gjafir til minningar um starf hans fyrir Kaupfélag Þingeyinga, og dvöl- ina í Húsavík á starfsárunum. Hann og kona hans eru nú flutt búferlum til Reykjavíkur. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.