Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Page 20

Samvinnan - 01.09.1953, Page 20
Tut-ench-Amon... Framh. af bls. 10. narvon og Carter varð það því um þessar mundir á að gizka á sín í milli, að líklega væri þetta bara annar felu- staðurinn frá og þá í hæsta lagi um að ræða neyðarhöfn fleiri smyrlinga, er flestu hefðu verið rúnir. Og svo slegið á smiðshöggið með innbroti ræningja einnig hér. En þegar ruðningurinn hafði verið hreinsaður að fullu burt frá innri dyr- unum, gátu þeir nú samt ekki varizt smá-vonargosum og glömpum upp úr hugardrunganum. „Þá var komið að úrslitastundinni,“ skrifar Carter. „Með skjálfandi höndum gerði ég of- urlitla rauf á hurðina efst til vinstri.“ Carter potaði nú með járnteini inn um raufina og fann ekkert fyrir. Hann kveikti á kerti til öryggis við kol- sýru. Þá stækkaði hann gatið. Þarna voru allir viðstaddir, er helzt voru við uppgröftinn riðnir: Carnar- von lávarður og dóttir hans lafði Eve- lyn, Callender, Egyptalands-fræðing- ur, sem flýtt hafði sér til þeirra og boðið fram hjálp sína undir eins og fréttin um fundinn barst út. Carter kveikti skjálfhentur á eldspýtu, hélt henni að kertiskveik og bar kertið að gatinu — hann skalf frá hvirfli til ilja — og loftið, sem á kertislogann streymdi gegnum gatið, frískaði log- ann. Hann stakk blysi inn fyrir og setti augað að gatinu, en gat fyrst ekkert greint. Svo fór hann að sjá móta fyrir hinu og þessu í flöktandi blysskininu. Svo fór hann að greina skugga hlutanna, og loks liti. Ekkert hljóð heyrðist frá honum. Hann hafði gleymt öllu öðru en að rýna — gleypa — háma í sig með augunum. Þeir, er biðu, brunnu orðið af óþolinmæði. Loks gat Carnarvon ekki haldið leng- ur aftur af sér. „Sjáið þér nokkuð?“ spurði hann. Carter sneri höfðinu hægt við og svaraði skjálfandi röddu: „Já, und- ursamlega hluti.“ „Óhikað má fullyrða, að aldrei nokkuru sinni í allri sögu fornfræði- legs uppgraftrar hafði önnur eins sjón blasað við auga neins manns og sú, er við nú litum í blysbjarmanum.“ Svo skrifar Carter í frásögn sinni um það, sem þessi litli hópur manna nú sá, er þau, hvert af öðru, gengu að hurðargatinu til að gægjast inn. Þeg- ar dyrnar svo urðu fullopnaðar 17. desember, reyndist lýsing þessi ekk- ert orðum aukin. Birtu sterkrar raf- magnsperu var nú brugðið yfir gullna beði, gyllt hásæti, tvö stór, svört lit- merki, nokkur alabastursker og skrítnar skrínur. Skuggar af fárán- legum dýrahöfðum léku á veggjun- um. Gullin slanga gægðist út um dyr einnar af hirzlunum. Konunga-lík- neskjurnar tvær stóðu andspænis hvor annarri eins og varðmenn, „með lendaklæði úr gulli, ilskó úr gulli, vopnaðir kylfu og staf, og með helg- ar verndarslöngur rísandi upp af enn- inu.“ Innan um allan þenna gullna Ijóma dýrgripanna voru hinsvegar ummerki lifandi manna, er stungu kynlega í stúf við hann. Við dyrnar var ílát, hálffullt af kalkhræru, og rétt hjá lampi svartur af ós. Það voru fingra- för á málningu. En á þröskuldinum var blómaflétta. Carter og Carnarvon voru sem steini lostnir fyrst í stað, er þeir litu óhindraðir á öll þessi auðæfi, og það var ekki fyrr en seint og síðar meir, að það rann upp fyrir þeim, að í fjár- sjóðasafni þessu sást hvorki líkkista né smyrlingur. Aftur reis upp í huga þeirra spurningin um, hvort hér væri í raun og veru um grafhýsi að ræða eða felustað aðeins. Þeir tóku nú að líta fastar á veggina og sáu þá, að á milli varðmannanna konunglegu voru þriðju innsigluðu dyrnar. „Og fyrir hugskotssjónir okkar flögraði mynd af herbergi inn af her- bergi, hvert um sig yfirfullt af dýr- gripum því líkum, sem við þegar höfð- um séð. Og við, nærri því að segja, gripum andann á lofti.“ Callender kom nú fyrir sterkum rafmagnsljósum, og 27. desember rannsökuðu þeir þessar þriðju innsigluðu dyr. Þá sáu þeir, að lítið gat hafði verið gert á hurðina, niður undir gólfi, endurfyllt og end- urinnsiglað. Ræningjarnir höfðu þá samt verið komnir svona langt. En hvað var hinum megin? Væri smyrl- ingur þar, var hann þá heill og ó- snortinn? Hér var sjónarsvið dular- fullra athafna til forna. Bar hvort- tveggja til, að herbergjaskipun var frábrugðin því, er tíðkaðist um graf- hýsi, og hitt, hvað því gat valdið, að ræningjar höfðu verið að baka sér þá fyrirhöfn að gera gat á þriðju inn- sigluðu dyrnar, áður en þeir hirtu fjársjóðina í herberginu, sem þeir höfðu frjálsan gang að. Að hverju voru þeir að leita, þessir menn, er ekkert skeyttu um gull og gersemar? Þegar Carter loks tók að jafna sig innan um þessa fáheyrðu fjársjóðu og þeirra undarlegu dulmál, fór hann að sjálfsögðu og að veita eftirtekt forn- fræðilegu og fagurfræðilegu gildi grip- anna. Hvílík upplýsing um fornöld- ina. Þarna var sægur hluta hins dag- lega lífs, auk hluta með trúarbragða- gildi, viðhafnarhluta og munaðar. Hver fyrir sig hefðu margir þessara gripa verið nægileg laun fyrir heils vetrar uppgröft. Samanlagðir veittu þeir slíkt yfirlit uin egypzka list og egypzkt handverk á blómaöld Nýja- ríkisins, svo bráðlifandi og fjölskrúð- uga mynd, að snöggt yfirlit nægði Varter til að sjá í hendi sinni, að þeg- ar nákvæm athugun hefði farið fram, myndi safn þetta hafa „stórum um- breytt, ef ekki gersamlega umturnað öllum okkar gömlu hugmyndum“ um þau efni. En það leið ekki á löngu, áður en ný uppgötvun var gerð. Einhver, sem verið hafði að gá undir beðina, fann undir einum þeirra svolítið gat í vegg. Hann kallaði hina til og þeir komu skríðandi til hans með lampa á taug. Og nú sáu þeir inn í annað herbergi, minna en forherbergið, sem þeir höfðu verið að skoða. En það virtist troð- fullt af allskonar hlutum, bæði til gagnsemdar og prýði. Innbrotsmenn- irnir, sem hér höfðu verið á ferð, end- ur fyrir löngu, höfðu sýnilega ekkert kært sig um að ganga þar frá hlut- um aftur, eins og þeir þó höfðu gert í forherberginu. „Það hefði þurft dug- legan jarðskjálfta til að umturna hlut- um eins „og gert hafði verið í afher- berginu. Raunar þótti líka sýnilegt, að sumt af því, sem nú var í forher- berginu, hefðu þeir grýtt þangað úr afherberginu, enda var nokkuð af því ónýtt. Og sýnilegt þótti líka, að þeir hefðu lítið, ef nokkuð haft á brott með sér. Hafði verið komið að þeim óvör- um? Eða voru þeir að leita að ein- hverju sérstöku aðeins? 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.