Samvinnan - 01.10.1953, Side 6
5^4
óem
Á
c^eýur ocý
tebur, (ífc
cýcir oc^
Sigurður Magnússon segir frá Menamfljóti, þar
sem það rennur um Bangkok, höfuðborg Síam
------Stefnið klýfur sléttan flöt-
inn. Bylgjurnar rísa hæst þar sem þær
bruna út frá kinnungunum til beggja
handa, en lækka svo óðfluga, unz ekk-
ert er framar að sjá, er minni á feril
bátsins á hinu mógula yfirborði Men-
am, fljótsins mikla, sem heldur til
ltafs, hægt en örugglega, eins og fyrir
mörgum öldum, — eins og eftir þús-
und ár. —
----Sólin var nýkomin upp er við
lögðum af stað frá bryggjunni, neðan
stórbygginga Austur-Asíufélagsins
danska, og stefndum upp ána. Far-
kosturinn er allstór vélbátur. Við er-
um fjórir alls, ég, thailenzkur leið-
sögumaður, formaðurinn og sonur
hans. Eltir klukkutíma ferð munum
við vera komnir inn í eina hinna
mörgu kvísla, er liggja út frá ánni. Þar
ætlum við að skoða hinn fræga ,.fljót-
andi markað" Bangkokborgar, en eng-
inn getur verið þekktur fyrir að iiafa
átt viðdvöl í höfuðborg þeirra Siams-
búa eða Thailendinga, eins og þeir
nefna sig oftast sjálfir, án þess að sjá
hann.
Hitinn er þægilegur, tæpar 25 gráð-
ur, en loftslagið er hér langtum betra
en margur útlendingur ætlar, meðal-
hiti ársins tæp 28 stig. Það rigndi í
nótt, og laust fyrir dögun skullu
skruggur, en með morgninum breytt-
ist veður til hins betra. Loftið er
hreinna og tærara en að undanförnu.
Móða er þó yfir, svo sem jafnan mun
hér. Er trúlegt að þungt verði yfir og
lieitt í veðri um hádegið.
Meðan báturinn ber okkur norð-
vestur ána virði ég fyrir mér formann-
inn og smásveininn, son lians. Þeir
bera öll liin tliailenzku einkenni, fað-
irinn lágvaxinn, grannur, hörundið
brúnleitt, augun dökk, lítið eitt ská-
sett, nefið breitt, munnurinn fremur
stór, varirnar þykkar, kinnbein há,
hárið svart og slétt, svipurinn góðleg-
ur, drengurinn hýr í bragði, kvikur í
fasi og öruggur til aðstoðar föðurnum.
Þeir taka tal saman. Svo segir faðirinn
frá, sonurinn hlustar, eftirvæntingar-
fullur, opnum munni.
„Þeir eru að tala um ána“, sagði
leiðsögumaðurinn, er ég bað hann
svala forvitni minni. „Forfeður þeirra
liafa, öldum saman, verið ferjumenn,
og faðirinn er að segja frá afa sínum,
sem taliún var mikið hraustmenni og
komst oft í hann krappann. Nei, þeir
eiga ekki bátinn. Flestir ferjubátanna
eru eign Kínverjanna, sem hafa næst-
um alla þræði atvinnulífs okkar í
höndum sér, þótt þeir séu ekki nema
um sjötti hluti þeirra 17 milljóna, sem
byggja þetta land.“
Þannig er Jtað í Austurlöndum. Fá-
menn yfirstétt heldur öllum Jrráðum
atvinnulífs í höndum sér. Þess vegna
dreymir lítinn, thailenzkan dreng, að
liann muni stjórna eigin skipi á ánni,
Jregar hann er orðinn eins stór og sterk-
ur. og faðirinn, sem söguna segir eða
langafinn, er sagan greinir frá, en Jreg-
ar hann horfir ntiðaldra í augu sonar-
ins, þá er hvergi nerna Jrar að finna
nokkra von um, að sá draumur ættar
hans eigi eftir að rætast.
Upptök árinnar eru langt norður í
landi, fimmtán hundruð kílómetra frá
mynninu úti við Siamsflóann, en það
er nú góðan spöl sunnan við Bangkok,
sem Jró var reist á fremstu nöf Jress
lands, er Jzá hafði myndast báðum
megin óssins, Jrar sem áin féll í hafið.
Einu sinni stóð önnur höfuðborg,
Ayudhya, við mynni þessa sama fljóts.
Nú situr hún langt uppi í landi, æru-
verðug en ellifúin. Árbakkarnir neðan
liennar vitna einnig um sögu höfuð-
Sigurður Magnússon, kennari, er löngu
þjóðkunnur rithöfundur og útvarpsmað-
ur. Hefur hann nteðal annars náð vin-
s.ældum fyrir ferðaþætti sína, en hann
hefur komið víða og sérstaklega ferðazt
niikið með flugvélum. Síðar í haust kem-
ur út hjá Norðra bók með ferðaþáttum
eftir Sigurð, og kaliar hann Iiana „Veg-
ur var — yfir“. Hér birtist hluti af loka-
kafla bókarinnar um hið margbrotna og
merkilega Iíf fólksins á síamiska stórfljót-
inu Menam.
----------’J
6