Samvinnan - 01.10.1953, Qupperneq 11
SÍS hafði frumkvæðið um að finna
markað fyrir smárækju í Ameríku.
Húsmóðirin vestur í Boston í
Bandaríkjunum hafði lokið við upp-
þvottinn og tekið til í eldhúsinu eft-
ir hádegisverðinn, en börnin voru far-
in út. Hún gekk inn í stofu, opnaði
sjónvarpstækið og settist niður. Það
var húsmæðraþáttur, sem hún ætlaði
að horfa á, en Stjörnubúðirnar sjá um
þennan þátt daglega. Fyrst sá hún
myndir úr fallegu eldhúsi, þar sem
ung kona var að matreiða og skýrði
jafnframt uppskriftina. Síðan kom
fram söngvari og flutti tvö hugnæm
lög, og svo eldhúsið aftur. Unga elda-
buskan sneri sér að áhorfandanum
fyrir framan sjónvarpstækið og sagði:
„Nú skulum við reyna nokkra rétti,
sem eru alveg nýir, og eru framreidd-
ir með Engilrœkjum frd Islandi, sem
fást aðeins í Stjörnubúðunum. Engil-
rækjurnar lifa í kristaltærum fjörðum
Islands, og eru miklu minni en þær
rækjur, sem við erum vön, þótt þær
séu fullvaxta, en þær eru eftir því
Ijúffengar. Sjómennirnir koma með
þær ferskar að landi og þær eru þeg-
ar soðnar, hreinsaðar og hraðfrystar.
Næst þegar þið bjóðið gestum heim,
skuluð þið koma þeim á óvart með
ljúffengum rétti með Engilrækjum,
og síðan getið þið sagt þeim söguna
af þessum dásamlegu, litlu skeldýr-
um norðan frá Islandi.“
Síðan hélt eldabuskan áfram og
lýsti uppskriftinni um leið og hún
sjálf matreiddi „Angel Shrimp a la
Newburgh“ og minnti auðvitað á
það, að hraðfrystar Engilrækjur frá
Islandi fengjust aðeins í Stjörnubúð-
unum.
Ef við rekjum aftur á bak sögu
rækjunnar, sem matreidd var „a la
Newburgh“ í sjónvarpi vestur í Bost-
on, reynist leið hennar hafa legið í
stórum frystibílum frá New York til
Stjörnubúðarinnar í Boston, í kæli-
lestum Jökulfells frá ísafirði til New
York og loks með rækjubát úr inn-
anverðu ísafjarðardjúpi til frysti-
hússins.
Fryst rækja hefur um skeið verið
útflutningsvara frá íslandi, og mun
mega þakka það amerískum manni,
Herbert S. Placanica að nafni. Hann
eru sölumaður vestan hafs fyrir sjáv-
arafurðir, sem SlS tekur í umboðs-
sölu, og eru það að sjálfsögðu aðal-
lega fiskflök. Eitt sinn, er hann heim-
sótti ísland, borðaði hann þessar litlu
(Framh. á bls. 20.)
Rcclijan kemur i kössum til verksmiðjunnar.
Svona er rœkjan soðin fyrir pökkun.
11