Samvinnan - 01.10.1953, Page 27
I
HÚSMÆÐUR!
ÍSLENZKAR HÚSMÆÐUR
nota stangasápu mikið, og hafa langa
og góða reynslu af SÓLSÁPUNNI. Nú
fást einstakar stangir í nýjum pökk-
um, en sápan er eins og áður, sambæri-
leg við, eða betri en allar slíkar sáp-
ur, sem eru á markaðinum. —
FYRIR NOKKRUM ÁRUM var
blautsápa seld í tunnum og afgreidd í lausri
vigt til húsmæðra. Nú hefur SJÖFN byrjað
að pakka KRISTALsápunni í plastumbúðir
og pappaöskju þar utan um. Eru þetta mikil
framför og húsmæðrum til þæginda. —
Spyrjið því ávallt um KRISTAL-SÁPU
SÁPUVERKSMIÐJAN
SJÖFN
í
i
\
\
\
\
Skyndilega hörfaði hann aftur á bak og hrópaði:
,,Hvað! Eruð það þér, herra?“
Ég leit aftur á manninn og sá, að þar var kominn vin-
ur minn Don José. Á þessu augnabliki iðraði mig þess að
hafa bjargað honum frá gálganum.
„Eruð það þér, félagi góður?“ hrópaði ég og brosti eins
eðlilega og mér var unnt. „Þér trufluðuð þessa ungu
stúlku, þegar hún var að segja mér fyrir mjög merkilega
hluti!“
„Alltaf sama sagan. Þetta skal taka enda!“ hvæsti hann
á milli tannanna og leit hana illu auga.
Meðan þessu fór fram, talaði stúlkan í sífellu við hann
á sínu einkennilega tungumáli. Hún varð æ æstari. Augun
urðu grimmdarleg og blóðhlaupin, andlitsdrættirnir
stirðnuðu, hún stappaði niður fætinum. Hún virtist vera
að telja hann á að gera eitthvað, sem honum var þvert
um geð. Hvað það var, þóttist ég skilja næsta vel, því
að um leið og hún talaði, dró hún fingurinn hvað eftir
annað um þveran háls sér. Ég hafði gilda ástæðu til að
ætla, að hún vildi láta skera einhvern á háls, og einhvern
veginn grunaði mig, að það væri enginn annar en ég sjálf-
ur, sem ætti að verða þess vafasama heiðurs aðnjótandi.
Tvö eða þrjú stutt orð voru einu svörin, sem Don José
gaf við mælskuflóði hennar. Þá leit hún á hann með megn-
ustu fyrirlitningu, settist síðan í eitt hornið að tyrknesk-
um sið, þreif appelsínu, reif af henni börkinn og tók að eta.
Don José tók í handlegg mér, opnaði dyrnar og leiddi
mig út á götuna.
Við gengum tvö hundruð skref í djúpri þögn. Þá rétti
hann mér hendina.
„Farið beint áfram,“ mælti hann, „og þá munuð þér
koma að brúnni.“
Að svo mæltu snerist hann á hæli og stikaði stórum sömu
leið til baka. Ég gekk heim á veitingahúsið í fremur slæmu
skapi yfir þessum málalokum. Þó keyrði fyrst um þverbak,
þegar ég háttaði og tók eftir því, að úrið mitt var horfið.
Ýrnsar ástæður lágu til þess, að ég krafðist þess ekki dag-
inn eftir og bað heldur ekki Corregidorinn að vera svo
vænan að leita að því fyrir mig. Ég lauk rannsókn minni
á Dominíska handritinu og hélt síðan áfram til Sevilla.
Eftir nokkurra mánaða flakk hingað og þangað um Anda-
lúsíu, fýsti mig að lialda enn á ný til Madrid, og varð ég
þá að leggja leið mína um Cordova. Ég ætlaði mér ekki
að hafa þar viðdvöl, því að ég hafði fengið andúð á þessari
ágætu borg og hinum fögru konum, sem böðuðu sig í
Guadalquivir. Þrátt fyrir þetta varð ég að fara í nokkrar
heimsóknir og sinna ýmsum erindum, og fyrir þá sök tafð-
ist ég um nokkra daga í þessari fornu höfuðborg hinna
múhameðsku prinsa.
Um leið og ég birtist í klaustrinu, kom einn munkur-
inn, sem sýnt liafði mikinn áhuga á rannsóknum mínum
varðandi vettvang orrustunnar við Munda, fagnandi á
móti mér og hrópaði:
„Lofaður sé Guð: Verið þér velkominn, kæri vinur! Við
héldum allir, að þér væruð dáinn, og marga stundina hef
ég beðið pater og ave yður til sáluhjálpar (og ekki iðrar
27