Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 3
V.
Sameinubu þjóðirnar styðja samvinnuna
Nú eru umbrota- og vakningatímar víða um heim. Mikl-
ar þjóðir, sem verið hafa arðrændar og fátækar nvlendur
um aldir, eru að brjóta af sér hlekkina og hefja göngu á
braut fullveldis. Þeim hefur sumum hverjum reynzt auð-
fengið stjórnmálalegt frelsi hin síðustu ár, en hið efna-
Jiagslega fullveldi hefur gengið verr að tryggja. Fátæktin
verður ekki rekin á brott á einni nóttu, lífskjörin taka ekki
stökkbreytingum til hins betra við það eitt, að frómt sé
isftir slíku óskað.
Hinar hvítu lrerraþjóðir, sem fyrir skömmu voru hús-
bændur hinna nýfrjálsu þjóða, hafa margar hverjar sýnt
þann þroska að reyna nú af einlægni að hjálpa þessum
þjóðum til að koma fótum undir efnahagslíf sitt, auka
framjeiðslu sína og bæta hag fólksins. Hefur þetta stárf að
verulegu leyti verið unnið af sameinuðu þjóðunum, ekki
í öryggisráðinu eða á öðrum pólitískum leikvöllum, lield-
ur af stofnunum eins og alþjóða vinnumálastofnuninni í
Genf og matvæla- og landbúnaðarstofnuninni í Róm ásamt
fiokkrum fleirum af sama sauðahúsi. Þessar stofnanir
hafa án þess að láta mikið yfir sér sent hinum frumstæðari
þjóðum rnenn, sem gátu dreift verkkunnáttu og þekkingu,
,er komið gæti alþýðu manna að beinum notum. Þær hafa
pnnið mikið starf og gott.
★
Þaif pr athyglisvert, að þessar stofnanir sameinuðu þjóð-
anna þafa að miklu leyti tekið samvinnuhugsjónina í sína
þjónustu með því að senda til Austurlanda mikinn fjölda
áf sérfræðingum í samvinnustarfi. Þær hafa séð það og skil-
ið, að samvinnustarf mundi happadrýgra en nokkuð ann-
^ð og öruggust leið til að auka framleiðslu og bæta lífs-
kjör þessara þjóða. í þessu felst í raun réttri mikil viður-
kenning fyrir samvinnuhugsjónina, viðurkenning, sem
vert er fyrir hinn gæfusamari hluta mannkynsins að gefa
gaum.
Það eru sjálfsagt margar ástæður til þess, að einmitt
samvinnan liefur orðið fyrir vali liinna alþjóðlegu stofn-
ana. Hinar gömlu nýlendur hafa bitra reynslu af arðráni
og það mundi gagna Jítið að bjóða þeim arðrán í nýrri
mynd. Hins vegar getur hvert mannsbarn séð, að innan
samvinnufélaga er fyrirbyggt að nokkuð arðrán geti kom-
ið til sögunnar. Þar rennur ágóðinn til þeirra, sem eiga
hann eða hafa skapað hann.
Þessar þjóðir þekkja það einnig af reynslu, er eigendur
allra helztu fyrirtækja, kaupmenn og iðjulröldar, sátu í
vellystingum í fjarlægum löndum og létu senda sér þang-
að þann auð, er fólkið í nýlendunum skapaði. Það þýddi
því lítið að bjóða þessum þjóðum slíkt skipulag í nýrri
mynd. Hins vegar er það algerlega tryggt, að í þeirra eig-
in samvinnufélögum getur fjármagnið ekki hlaupizt á brott
— það verður kyrrt, þar sem það er skapað.
Það gerist nú í þessum frumstæðu löndum, sem gerðist
á síðustu öld hér á landi. Þá brutust íslenzkir bændur und-
an erlendu verzlunaroki og notuðu vopn samvinnunnar
til að tryggja sér sigurinn. Samvinnufélögin sköpuðu það
fjármagn, sem landsmenn þurftu til uppbyggingar atvinnu-
vegum sínum. Samvinnufélögin tryggðu það lýðræði í efna-
hagsmálunum, sem fólkið krafðist eftir margra alda verzl-
unarkúgun.
Það er vonandi, að þeim þjóðum, sem nú eru að byggja
upp efnahagslíf sitt og treysta mjög á samvinnuhugsjónina
í því sambandi, vegni vel og samvinnustarf þeirra megi
bera eins mikinn árangur og það hefur borið hér á íslandi.
3