Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 12
tilgang með þessari beiðni. Og þeim skjátlaðist ekki, því að vart var vika liðin, er iiann bað um liönd Lucciu. Hann kvaðst vera á förum til Ameríku, og liann vildi hafa brúði sína með. Og bónorði hans var tekið. Reynd- ar fannst foreldrunum, að langt myndi rnilli vina, en þau sáu Ameríku í hill- ingum og töidu liana Gósenland, og ekki vildi þau standa í vegi fyrir ham- ingju einkadótturinnar. Hjúskaparfregnin flaug um byggð- ina eins og hvalsaga. Samstundis og Giuseppe fékk tíðindin, gekk hann á fund foreldranna og spurðist lyrir um, hvort hann mætti ekki sauma brúðar- kjólinn, og liann flýtti sér að bæta við, til þess að valda ekki misskilningi, að kjóllinn ætti að vera brúðargjöf hans. Þessu var tekið þakksamlega. Brúð- arkjóll kostar mikla peninga, og allir vissu, að Giuseppe var snillingur í iðn sinni. Þannig orsakaðist það, að Giuseppe kraup nú næstu daga alltoft við fætur Lucciu, þótt á annan veg yrði en hún hafði búizt við. Og kjóllinn var hin fegursta flík. Þegar Luccia sá sig í speglinum, fannst henni hún vera drottningar jafni. Brúðkaupsdagurinn var hinn á- nægjulegasti. Foreldrar hennar höfðu opið hús allan daginn. Þangað komu gestir og gangandi, og um kvöldið var dansað á torginu. Daginn eftir héldu brúðhjónin til Ameríku. Litlu seinna hvarf Giuseppe á brott úr bænum og lokaði saumastofunni. Fólk sagði, að hann hefði farið til ætt- ingja síns, er lægi sjúkur. Hjónaband Imcciu og Roberto var samfelldur draumur hamingju og far- sældar fyrst í stað. Þau eignuðust fall- egt hus í utjaðri New-York borgar. Roberto var ötull starfsmaður og ágæt- ur eiginmaður. Þegar fram liðu stund- ir eignuðust þau tvær Ijómandi falleg- ar dætur, sem líktust móður sinni að fagurð og yndisþokka. Fyrstu árin skrifaði Luccia reglulega heim, en þeg- ar frá leið, fór að verða lengra milli bréfanna. Á þessum árum hugsaði hún aðeins einu sinni um Giuseppe. Það var þeg- ar hún kom brúðarkjólnum fyrir í ör- ugga geymslu á loftinu. Kjóllinn hafði lokið sínu hlutverki og var nú ekki lengur í tízku. En fallegur var hann. Svo liðu tímar. Þá skall stríðið á. Erfiðir. timar fóru í hönd. Verzlun og viðskipti drógust saman og það bar tíðum við, að lnisbóndinn kom heim með stærri hlaða af hótelreikningum en plöggum yfir vörubeiðnir. Svo lagðist hann veikur og lá alllengi. F.ft- ir það þyngdist róðurinn. Hann missti ýms umboðsstörf sín. Hann fékk að vísu aðra vinnu, en sjúkdómurinn á- gerðist, og það fór að ganga á sparifé þeirra. Það dimmdi enn í lofti, og einn dag- inn var Roberto hniginn að velli. Þung raun fyrir Lucciu, sem nú stóð ein uppi með tvær dætur þeirra, aðra sjö, en hina tíu ára. Kunningjar þeirra í borginni áttu nóg með sig. Foreldrar hennar voru látnir, svo að ekki var þangað að flýja. Hún fékk atvinnu við kennslustörf í skóla einum. Skylcli hún veita tilsögn í móðurmáli sínu. Einnig kenncli hún innflytjendum heimalands síns enska tungu. En þrátt fyrir þetta sá hún fram á, að hún gæti ekki búið í lnis- inu. Tók hún því þann kost að selja það og fékk sér litla íbúð. Tíðum var hún andvaka á nóttum, og sótti þá uggurinn að henni. Kveið hún því, að litlu stúlkurnar kæmust á vonarvöl, ef hún yrði veik. Þá jók það á áhyggjur hennar, að sá tími nálgaðist óðum, er ferma skyldi eldri telpuna. Lucy litla var farin að hafa á því orð, hvort hún fengi ekki fallegan fermingarkjól. Luccia skildi litlu stúlkuna sína, en slíkir kjólar kosta mikla peninga, og hún sá engin ráð. Eitt sinn kom henni í hug brúðarkjóllinn. Hvernig væri nú að sauma Lucy kjól úr honum? Þetta ákvað hún að gera, og tók kjólinn fram. Þarna var hann, fallegur og fínn. Já, þetta var snjöll hugmynd, og hún byrjaði strax að spretta kjólnum í sundur. Þegar hún spretti einni fellingunni, varð hún vör við, að eitthvað var þar fyrir. Hún fann brátt, hvað það var. Hér var um samanvafinn pappírsmiða að ræða. Hún fletti honum í sundur og sá þá, að eitthvað var skrifað á hann. Henni tókst að lesa skriftina, þótt hún væri tekin að dofna. Á mið- ann var skrifað með skýrum stöfum: ,,Ég mun ávallt elska þig.“ Lucciu féllust hendur. Allt í einu sá hún Giuseppe fyrir sér eins og hann var í raun og veru. Hljóðlátur og hlé- drægur mannkostamaður, listamaður af lífi og sál. Og um hug hennar fór ljúfsár minningog þakklæti til öðlings- ins. Um kvöldið, þegar kyrrð var komin á, tók hún skriffæri fram og reit bréf. Hún þakkaði fyrir vináttu sér auð- sýnda, en sent hún hefði ekki endur- goldið. Skýrði frá, að maður sinn væri látinn, en minntist ekki á hagi sína að öðru leyti. Og utan á umslagið skrif- aði hún nafn manns, sem eins gat ver- ið látinn, eða ef svo var ekki, þá bú- inn að gleyma henni með öllu. En næst kom hann henni í hug, þeg- ar hún leit litlu stúlkuna sína ganga upp að altarinu í fallega fermingar- kjólnum. Já, hún gekk þarna brosandi og glöð, eins og börnum er títt, sem una vel sínum hag. Þá þakkaði Luccia í hug sínum góðmenninu Giuseppe. Nokkrar vikur liðu. Hún fékk ekk- ert bréf. Bjóst heldur ekki við því. En eitt kvöldið, þegar hún kom heim, beið maður í ganginum. Hann var lítið eitt lotinn í herðum og hárið tekið að grána. En hýrlegu augun voru hin sömu og áður, er hann leit til henn- ar og sami hlýleikinn í rómnum og fyrr, er hann mælti: „Já, ég er kominn, eins og þú sérð, Luccia.“ Hann hafði lagt þessa löngu ferð á sig. Hún hafði ekki þurft að segja hon- um neitt frá sínum kröppu kjörum. Hann fann það, og því kom hann, því að ást hans var eilíf. Og Jrað leið eigi á löngu unz hann hafði komið á laggirnar fyrirmyndar saumastofu og hafði skapað þeim öll- um öruggt og gott heimili. (D. J. þýddi.) Samvinnuskólinn Samvinnuskólinn er nýlega tekinn til starfa, og eru allar líkur á að þetta verði síðasti vetur skólans í Reykja- vík, áður en hann flytur að Bifröst, eins og áformað er. Skólastjórinn, Jón- as Jónsson, skýrir svo frá, að mikil að- sókn sé að skólanum og verði í honurn yfir 60 nemendur í vetur, nokkurn veginn að jöfnu frá höfuðstaðnum og öðrum landshlutum. 12

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.