Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra
samvinnufélaga.
Ritstjóri: Benedikt Gröndal.
Ritstjórn og afgreiðsla í
Sambandshúsinu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími 7080.
Kemur út mánaðarlega.
Verð árgangsins kr. 40.00.
Verð í lausasölu 5 kr.
Prentsmiðjan Edda.
Efni:
Sameinuðu þjóðirnar styðja
samvinnu .................... 3
Velkomið heim, Helgafell! 4
Tungan og þjóðernið, eftir
Jón Sigurðsson, Yztafelli . . 6
Fulltrúar 117 milljón sam-
vinnumanna á þingi í París 9
Hinn dularfulli boðskapur,
smásaga eftir Idu Wylle . . 11
Kaupfélagskonur leggja land
undir fót, eftir Ragnar Ás-
geirsson......... ......... 13
Maðurinn, sem ráðið hefur
útliti 31.000.000 bifreiða 16
Bein Páls biskups í steinkist-
unni ...................... 17
Rækjuuppskriftir ........... 18
Betri búnaðarhættir, betri
verzlun, betra líf......... 24
Hefndin, söguþáttur eftir
Jón Björnsson.............. 27
Gulleyjan, myndasagan ... 31
SEPT. 1954
XLVIII. árg. 9.
YFIR SUMARTÍMANN ber marga
erlenda gesti að garði samvinnufélag-
anna og getur verið fróðlegt að frétta
af þeim um samvinnustarfið í þeirra
löndum, fá hjá þeim hugmyndir, sem
ef til vill mætti hafa not af hér á landi
og sýna þeim þann árangur, sem hér
hefur- náðst. Einn þeirra manna, sem
lögðu leið sína til íslands á þessu
hausti í þeim tilgangi einum að kynn-
ast samvinnustarfinu hér, var Ame-
ríkumaðurinn G. E. O. Jacobsson. Er
hann af norskum ættum og stjórnar
tryggingasamvinnufélagi í St. Paul í
Minnesota. Starfar félag þetta að
nokkru leyti eins og sjúkrasamlag, en
vegna lítilla afskipta hins opinbera af
sjúkratryggingum vestur þar er all-
margt félaga á því sviði.
JACOBSON skýrði frá því, að sam-
vinnan ætti mestu fylgi að fagna með-
al bænda í Bandaríkjunum og væru
samvinnufélögin sterk í hvers konar
afurðasölu fyrir þá. Nefndi hann ýms
dæmi þess, til dæmis hin miklu Land o’
Lakes samvinnumjólkurbú, sem hafa
aðalstöðvar sínar í Minneapolis. Hins
vegar kvað hann samvinnumenn ekki
vera áhrifamikla í smásölu á matvör-
um og öðrum nauðsynjum. Sagði hann,
að fyrirtæki þau, sem ættu flestar
matvöruverzlanirnar, væru geysistór,
hefðu álagningu yfirleitt lága, en
hefðu tekjur sínar af hinu mikla
magni sölunnar. Vöruverð væri yfir-
leitt sanngjarnt, og hefðu samvinnu-
menn því talið sig geta gert meira
gagn með því að beina kröftum sínum
fyrst að öðrum verkefnum. Nefndi
Jacobson olíuverzlun fyrsta í því sam-
bandi, en á því sviði eru samvinnufé-
lög mikil og öflug. Tryggingafélög
nefndi hann einnig, og eru til mjög
þróttmikil samvinnutryggingafélög
vestra, þeirra mest Ohio Farm Bureau.
VERKSMIÐJUR SAMVINNUMANNA
senda stöðugt frá sér nýjungar, enda
er unnið sleitulaust að því að gera
framleiðslu þeirra betri og fjölbreytt-
ari. Nú er til dæmis verið að setja upp
í fataverksmiðjunni Heklu nýjar gerð-
ir prjónavéla og mun önnur þeirra
skila fínasta prjóni og hin grófasta,
sem gert er hér á landi. Fíntprj ónaðar
vörur eru ávallt vinsælar og einmitt í
vetur eru grófprjónaðar vörur, sér-
staklega peysur og vesti, mjög í tízku.
Verður gaman að sjá hina nýju fram-
leiðslu, þegar hún kemur á markað-
inn.
REGINN, dótturfélag Sambandsins,
sem vinnur að ýmsum bygginganýj-
ungum, tók nýlega að sér að reisa
vatnsgeymi fyrir kauptúnið Hellis-
sand. Var hann steyptur eins og vot-
heysturnar og tók verkið aðeins 30
klukkustundir, eftir að grunnur hafði
verið lagður. Geymirinn er 5 metrar
í þvermál og 5 á hæð, en mun taka um
hundrað lestir. Þykir forráðamönnum
á Hellissandi geymirinn mjög ódýr.
DEILDARSTJÓRAR innflutnings-
deildar Sambandsins eru ærið víðförl-
ir sumir hverjir, enda þurfa þeir að
fara víða í innkaupaerindum til þess
að fylgjast með nýjungum á markaðn-
um og velja sem bezta vöru fyrir sem
hagstæðast verð. Fara þeir flestar slík-
ar ferðir Kjartan Sæmundsson, sem er
orðinn hvað kunnugastur íslendinga
öllum viðskiptum í Austur-Þýzka-
landi, og Jón Björnsson, sem farið hef-
ur víða til innkaupa á vefnaðar- og
skóvöru. Nýlega voru þeir báðir á hinni
árlegu vörumessu í Leipzig og gerðu
þar allmargar pantanir, sem afgreidd-
ar verða næsta ár. Það er mikils virði
fyrir samvinnufélögin að eiga á að
skipa dugandi mönnum og ábyggileg-
um til innkaupa, enda mikið undir því
komið, að þau takist vel.
NOKKRAR BREYTÍNGAR urðu á
áhöfnum Sambandsskipanna við komu
Helgafells. Er Bergur Pálsson skip-
stjóri á nýja skipinu, en hann var áður
á Hvassafelli. Við skipsstjórn þess tek-
ur Guðni Jónsson, sem verið hefur á
Jökulfelli frá byrjun. Við Jökulfelli
tekur Guðmundur Hjaltason, aðeins
31 árs gamall og hinn efnilegasti sjó-
maður, sem nú tekur í fyrsta sinn við
fastri skipsstjórn. Sverrir Þór verður
áfram með Arnarfell, Arnór Gíslason
með Dísarfell og Bernharð Pálsson
með Litlafell.
MYNDIRNAR á kápunni og af komu
Helgafells tók Guðni Þórðarson.