Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 19
Rœkjubúðingur með hrlsgrjónum:
2 dl. rækjur
iy2 dl. hrísgrjón
6 dl. vatn
2 matsk. saxaður laukur
1 matsk. smjör eða smjörlíki
4 egg
y2 tesk. salt
1 matsk. hveiti
2 dl. rjómabland
2 matsk. rifinn ostur.
Hrísgrjónin eru soðin mjúk í létt-
söltuðu vatni. Laukurinn hitaður í
smjörinu og blandað saman við hrís-
grjónin. Rækjunum blandað saman
við. Eldfast form er smurt og blandið
sett í. Egg, salt, mjöl og rjómi hrært
vel saman og hellt yfir formið, rifnum
osti er stráð yfir. — Bakað í ofni við
meðalhita, þar til búðingurinn hefur
lyft sér og er orðinn ljósbrúnn.
Rœkjusúpa:
200 gr. rækjur
1 1. fisksoð (kryddað með lauk)
1% dl. rjómi
1 matsk. hveiti
50 gr. smjörlíki
1 eggjarauða
1 tesk. sítrónusafi
muskat, salt og pipar
Smjörlíkið er brætt í potti, hveitið
hrært saman við og jafnað með fisk-
soðinu. Hrært í þar til suðan kemur
upp. Látið sjóða í 10 mínútur. —
Kryddið látið í ásamt rjómanum, hit-
að þar til suðan kemur upp aftur. Tek-
ið af eldinum. Rækjurnar látnar í.
Eggjarauðurnar hrærðar í súpuskál-
inni ásamt sítrónusafanum. Súpunni
jafnað saman við. Borin fram vel heit.
Hollenzk sósa:
y2 bolli smjörlíki
y2 bolli sjóðandi vatn
4 matsk. sítrónusafi
2 eggjarauður
y2 tesk. salt, pipar.
Eggjarauðurnar eru settar í pott yf-
ir hægum eldi.hrærðar varlega og sítr-
ónusafinn látinn í og hrært í. Smjör-
líkið látið í og hrært saman þar til
smjörlíkið er bráðið og sósan byrjuð
að þykkna. Stöðugt hrært í. — Sjóð-
andi vatni er bætt smátt og smátt í
og haldið áfram að hræra í sósunni,
þar til hún er vel jöfn. Krydduð. —
Sósuna á að bera strax fram. (Þessi
sósa er ágæt með soðnum fiski og
grænmetisréttum.)
Rækjur í hollenzkri sósu:
250 gr. rækjur
120 gr. smjörlíki
2 matsk. koníak
2 matsk. söxuð steinselja eða gras-
laukur, hollenzk sósa.
Smjörlíkið brætt í potti við hægan
eld. Steinselja (eða graslaukur) sett í
ásamt koníakinu. Rækjunum hrært
varlega saman við. Vel heitri hol-
lenzkri sósu hellt yfir rækj urnar. Bor-
ið fram í heitum brauðkollum (tarta-
lettum).
Rœkjur a la Newburg (amerískt):
6 matsk. smjörlíki
2 matsk. hveiti
3 bollar rækjur
örlítið muskat og pipar
2 tesk. salt
3 matsk. sherry
2 egg
2 bollar mjólk eða rjómi
ristað brauð.
Smjörlíkið er brætt, hveitinu jafnað
saman við. Rækjurnar settar út í og
síðan kryddið og sherryið. Eggin eru
hrærð og rjóminn eða mjólkin hrært
saman við. Þessu er síðan smátt og
smátt hrært út í rækjurnar, látið sjóða
þar til það er hæfilega þykkt. Borið
fram á ristuðu brauði.
Steiktar rœkjur:
200 gr. rækjur
2 eggjahvítur
2 matsk. brauðmylsna
2 matsk. smjörlíki
iy2 dl. hrísgrjón
1 matsk. saxaður laukur
2 matsk. salatolía.
Eggjahvíturnar eru þeyttar. Rækj-
unum velkt upp úr hvítunum og síðan
brauðmylsnunni. Smjörlíkið sett á
pönnu. Þegar feitin er hæfilega heit,
eru rækjurnar látnar á pönnuna og
steiktar ljósbrúnar. — Borið fram með
soðnum hrísgrjónum, sem er kryddað
með lauk og olíu. (Gott sem millirétt-
ur til miðdegisverðar eða með cock-
tail.)
Rækjur í karry (ensk uppskrift):
600 gr. rækjur.
Jafningur:
1 y2 matsk. smjörlíki
3 matsk. hveiti
2—3 dl. rjómabland
y2 tesk. karry.
Rækjurnar eru látnar liggja í rjóma-
blandinu nokkra tíma. Smjörlíkið sett
í pott og hveitið hrært saman við,
þynnt út með rjómablandinu, látið
sjóða 5—10 mín. Salt og karry sett í.
Síðan er rækjunum blandað saman
við og látnar hitna í gegn. — Gott er
að bera ristað brauð með þessum rétti.
Tungan og þjóðernið
(Framh. af bls. 9)
Örfáir íslendingar eiga nú vald á
blæríkum og persónulegum stíl. Flest
virðist í flýti ritað. Blöðin eru allra
lökust, og bera þó stöku aðsendar
greinar langt af heimavinnu flestra
blaðamanna. Litlu betri eru flestir ný-
tízku skáldsagnahöfundarnir.
Þýðingar lélegra, erlendra skáld-
sagna eiga efalaust mikinn þátt í þeim
litlausa og blælausa loðlopastíl, sem nú
er að verða sterkur í íslenzku. Nú er
að læðast inn í málið samskonar mál-
skemmd og ásótti á dögum „munka-
mælginnar“ og kansellístílsins. Flestir
þýðendur „yfirsetja“ (eins og danskan
og enskan segja) orð til orðs, halda er-
lendri setningaskipan, nota eigi ís-
lenzka talshætti né myndmál, þótt við
eigi, í stað þess að sam„þýða“ hið er-
lenda íslenzku málfari og tungutaki.
Dagblöðin eru að stórum þætti flaust-
urslegar þýðingar, og þó öllu fremur
vikurit og mánaðarrit, ætluð til
skemmtilesturs. En þetta þrent: Blöð-
in, vikuritin og skálddsögur „yfirsett-
ar“ en ekki þýddar eða frumsamdar,
eru nú að verða aðal lestrarefni fólks-
ins og valda því, að loðlopastíllinn er
hættur að valda hneykslun.
N ú skulu tekin dæmi, sem sýna hvað
ég á við. Ég fletti af tilviljun upp í
þeirri nýtízku skáldsögu, sem hendi
verður næst. Höfundurinn hefur feng-
ið fremur góða dóma og ritar skár en
sumir aðrir:
-------„Hann virtist ekki fyrirlíta
neitt meira en tilfinningasemi og það
varð til þess, að hann var af ýmsum
álitinn hörkutól."
-------»Dag nokkurn, er að kveldi
leið, var Sigurbjörn að koma heim frá
vinnu sinni. Rétt í því, er hann gekk
í hlaðið, kom maður á þeysingsferð
Iieim traðirnar í túninu. Kenndi hann
þar Esíkíel frá Höfðaskála.“
-------„Þegar Bergur kom í búðina,
beiddist hann strax áheyrnar hjá Hall-
dóri kaupmanni."
Þessar tilvitnanir eru alls 68 orð. Ég
býst við, að mörgum finnist hér vel
mælt eða frásögn lýtalaus.
Til gamans hef ég fært efni þeirra
19