Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 8
5. Hv borið fram kv. Þetta er norð- lenzkt mállýti, sem ekki nær enn um allt land og má eflaust útrýma. 6. Rangar beygingar, svo sem þágu- fallssýki, fara sem eldur í sinu um landið og heyrast jafnvel lijá mennta- mönnum í útvarpinu. 6. Misnotkun orða er algeng. Varla getur kaupstaðabarn, sem ekki segir: „Hann er oní kjallara", í stað niðrí. í gærkvöldi var þrílesið í útvarpið: „Lægð milli Skotlands", þar sem senni- lega átti að segja „við Skotland“. Þetta er tínt af handahófi, en af þessu og öðru líku úir og grúir í daglegu tali og útvarpi. Mörg fleiri málspjöll eru í uppsigl- ingu og flest sprottin af leti fólks að tala og lmgsa skýrt og greinilega. Síðar mun að vikið, hversu þessu má verjast. IV. íslenzkan hlýtur nú að taka upp fjölda nýrra orða yfir hluti og hugtök, senr flytjast inn í þjóðlífið. Þessum t'anda hefur norrænt mál vel kunnað að mæta á öllum öldum. Á víkingaöld, fyrir og eftir landnámsöld, víkkaði heimur norrænna manna og ný menn- ing barst úr suðri, austri og vestri. Fjölmörg nýyrði liafa þá komið. Gam- an er nú að athuga, hvernig nöfn á löndum, borgum og öðrum staðhátt- um fengu fullkomlega norrænan hreim. Með kristnitöku kom nýyrða- flóð inn í málið og æ síðan, á öld hverri allmargt nýyrða, þótt hægar fari. Ávallt hafa verið farnar tvær leiðir, næstum jöfnum höndum: 1. Málsnjallir menn hafa skapað orð, af norrænni rót, yfir hina nýju hluti eða liugtök. oftast svo skýr og auð- skilin, í samræmi við eðli hlutanna eða hugtaksins, að skjótt gleymist, að hér var nýyrði. 2. Erlendur stofn, sem kominn er í notkun, er beygður, telgdur til, fágað- ur og slípaður eftir íslenzkum málvenj- unt svo vel, að enginn finnur, að hér sé gestur á ferð. Margar þúsundir er- lendra stofna hafa fengið svo góðan, íslenzkan búning, að þeir eru nú full- gildir í heimamálinu. Ég liygg, að það skipti ekki megin- máli, hvor þessara fornu leiða er farin í einstökum tilfellum, þar sem þörf er á nýju orði. Hins verður ávallt að gæta, að mynda ekki nýyrði af íslenzkum stofni, nema rökrétt hugsun liggi á Flest virðist nú í flýti ritað. BliiOin eru. allra lök- ust, en litlu betri eru nýtizku skáldsagnahöf- undarnir. bak við, að orð af erlendum stofni hafa lullkomlega íslenzkan hreim, þar séu ekki stafasamstæður, sem áður eru ó- þekktar í málinu, að endingar, við- skeyti og beyging sé að fullu sam- kvæmt lögum málsins, svo að enginn finni, að nýyrði beri annan hreim en nágrannar þess í setningunni. Fyrir nokkrum árum varaði Helgi Hjörvar við þeim nýyrðaflaum, sem stafar af því, að gömul orð, góð og gegn, eru að glatast. Þar var vel farið með þarft mál. Oftast eru nýju.orðin þannig til komin, að liugsað er á er- lendu máli, eða úr því þýtt, og hefur þýðandi ekki á hraðbergi íslenzkt orð, sem við á, og klúðrar síðan hugsuninni fram, með ambögulegum „nýyrðum" eða orðasamböndum. Sem dæmi slíks er samtengingin „sumpart", oftast tví- tekin, algeng í blaðamáli, en alveg óþörf, orðum má jafnan Itaga á annan hátt, styttra og ljósara. Á ýmsum sviðum er unnið vel að sköpun nýyrða. Sjómenn og iðnaðar- menn virðast vera þar allvel á verði og hafa aðstoð fræðimanna. Eftir auglýs- ingum útvarpsins að dænia eru kaup- sýslumenn þarna manna liirðulaus- astir. Jafnvel alinnlendar vörur, sem eiga sér góð oggömul, íslenzk nöfn, eru skírðar erlendum skrípanöfnum. Kaupsýslumenn skreyta oft búðir sín- ar eða „sjoppur“ með verstu erlendum ónefnum. Vel veit ég, að örðugt er að finna góð, glögg og auðskilin nöfn á öllum þeim fjölda erlendra vara, sem sækja liér á markað. Sumt nær hér ekki þeirri fótfestu, að nafn þurfi því að gefa. En þó veit enginn, að hverju barni gagn verður. Heppilegast mundi að liafa nokkrar fastar reglur eftir að fara. T. d. tengja íslenzkar endingar við stofn erlends orðs, eins og hann verður bezt þjálfaður til framburðar á íslenzku. Mér sýnist t. d., að endingin „an“ mundi ekki fara illa við stofna er- lendra efnivara. Dæmi: Nylon — Nælan, Grillon — Grilan, Gaberdin — Gabran, Kreólín — Krelan, Alúminí- um — Alman o. s. frv. Fleiri endingar mætti nota og breytilegar eftir flokk- un vara, og mundtt málfræðingar geta varið þarna lijálplegir að skipuleggja reglurnar. Oft falla úr gildi gömul orð eða breyta tun merkingu. Nýja tækið eða nýja athöfnin erfir oft nafn. Sláttuvél. prjónavél, saumavél eru góð, íslenzk nöfn. Verknaður með vélunum er all- ur annar en með handtækjum, og held- ur þó sínu nafni. Ekki er heldur lineykslanlegt að tala um að fara í „róður“ á vélbátum. Mikið hefur ver- ið rætt um ,,landróðrarbáta“. Mér finnst nafnið fara illa. Betra væri „heimróðrarbátar", andstætt „útilegu- bátum“. Þannig munu ennþá jöfnum höndum verða notaðar báðar hinar fornu leiðir, orðmyndun viðalla ný- sköpun starfslífsins. V. Rætt er hér að framan um nauðsyn þess, að hljóðin, sem mynda orðin, haldi sínum forna hljóm, og hitt, að þau nýyrði, sem verður að taka, séu að fullu með íslenzkum málblæ. En ekki skiptir minna, hvernigskip- að er orðum saman, svo að hugsun verði skýr og ljós, málið þróttmikið, myndauðugt og gagnort. Sagt er, að um þrjú hundruð kálfskinn hafi farið til að gera hinar stærstu handritabæk- ur okkar. Ógnarvinna og miklir fjár- munir hafa farið til þess að gera allt þetta bókfell rithæft. Það hentaði ekki staðlausum stöfum né ónytju mælgi. Þar varð að hafa hverja frásögn Ijósa og skýra, rita þau orð ein, sem máli skiptu. Nú er öldin önnur. Pappírinn okk- ar er ódýr, tækni öll til að festa hugs- un í riti og fleyta hugsunum til ann- arra er margföld. Minni er þörfin að stytta mál til fjársparnaðar. Efalaust átti dýrleiki kálfskinnsins 8

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.