Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 13
Kaupfélagskonur íeggja land undir fót 700 kúsmæður úr Kaupfélagi Arnesinga fóru í iboði félagsins um 5 sýsiur og 25 kreppa Hópferðir bænda úr einu héraði í önnur hafa nú um alllangt skeið tíðkazt hér í landi og enginn vafi er á því, að þær hafa orðið mörgum manni til gagns og gleði, aukið land- fræðilega þekkingu og styrkt samhug sveitafólksins og aukið kynningu fólks úr fjarlægum héruðum. Oftast nær hefur eitthvað af húsmæðrum verið með í slíkum hópferðum, en þó hafa þær alltaf verið þar í miklum minnihluta, sem vonlegt er, því ekki er heppilegt að bæði bóndi og hús- freyja séu burtu frá heimilinu í einu. Er þó ekki minni þörf fyrir húsfreyj- una að lyfta sér dálítið upp en bónd- ann, því fæstar þeirra hafa gert víð- reist um dagana og hafa ekki minni þörf fyrir að kynnast framandi um- hverfi og víkka sjóndeildarhring sinn en þeir. En á síðustu árum hafa ýms kaupfélög landisns tekið upp þann góða sið að bjóða konum meðlima sinna til lengri eða skemmri ferða um fjarlæg héruð, stundum í tveggja eða þriggja daga ferðalög, en á þeim tíma má komast langar leiðir með hinum hraðfara samgöngutækjum nútímans. En vegna þess að ég er orðinn all- kunnugur í flestum sveitum landsins og oft verið leiðsögumaður bændanna í hópferðum, hefur stundum verið leitað til mín um að vera fylgdar- maður húsmæðranna í slíkum ferð- um, og hef ég jafnan reynt að bregð- ast vel við, enda ekki haft minni á- nægju af að fylgja þeim en bændun- um. Ég hef þannig haft þá ánægju að fylgja nokkrum hópum norðlenzkra húsmæðra um Suðurland og sunn- lenzkum húsmæðrum um aðra lands- hluta og veit því hve vel þessi ferðalög eru þegin og er sannfærður um, að hér er góð nýjung upp tekin af þess- Eftir RAGNAR ÁSGEIRSSON um kaupfélögum, sem þegar hefur orðið fjölda mörgum húsmæðrum úr sveitunum til upptyftingar, gleði og gagns. Flestar slíkar ferðir hef ég þó farið á vegum Kaupfélags Arnesinga og skal hér því nokkuð nánar frá þeim ferðum sagt. Sumarið 1953 fóru 5 hópar frá Kaupfélagi Árnesinga í tveggja daga ferðir um Borgarfjörð og Snæfellsnes. Voru það allt húsmæður úr sveitum sýslunnar, á fjórða hundrað. En í sumar voru farnar sex ferðir um sömu slóðir og voru húsmæðurnar hálft fjórða hundrað. Voru þær flestar úr kauptúnum og þorpum sýslunnar en nokkrar af bæjum í Rangárvallasýslu, er hafa viðskipti sín við K. Á. í fyrstu ferðinni vorum við Eiríkur Jónsson í Vorsabæ leiðsögumenn og fararstjórar, í annari ferðinni við Guð- mundur Guðmundsson Efri-Brú, en í 9 síðustu ferðunum hvíldi sá vandi á herðum okkar Yngva Eberharðssonar fulltrúa hjá K. Á. Yfirleitt voru húsmæðurnar mjög veðurheppnar, að undanteknum hópnum úr Hreppunum fyrra sumarið og hópnum úr Hveragerði í sumar, sem fékk afleitt veður og sá því lítið af fegurð þeirra slóða sem farið var Ragtiar Asgeirsson skýrir húsmœörum frd Selfossi frá ýmsu, sem fyrir augun ber viÖ Staupastein i Hvalfirði. 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.