Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 6
Tu nga Eftir „Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona.“ íslenzk tunga er lífvaki og aflgjafi okkar þjóðernis og fjöregg þess. En við erum stundum jafn heimskir og tröll- in, sem léku sér að því að henda fjör- egginu sínu yfir gljúfrin. Ef til vill verðum við líka glæptir, eins og þau, og fellum niður fjöreggið, glötum tungunni. Þá er engin miskunn örlag- anna. Tröllin urðu að steindröngum, er fjöreggið brotnaði. Saga íslenzkrar þjóðar er öll á enda, ef hún glatar sínu móðurmáli. Ef til vill má setja okk- ar ætt í einhverja nýja deiglu, en ekki verðum við íslendingar framar. Ekki glötum við þjóðtungunni með jafn snöggum hætti og tröllin brutu eggið. Slíkt verður aðeins fyrir van- geymslu margra kynslóða. Tungan er lifandi meiður, sem vex og nærist af hjartablóði þjóðarinnar. Hver kynslóð skilar henni þróttmeiri og fegurri til barna sinna, ef rétt er á haldið, gefur henni hluta af sjálfri sér. Henni vaxa ný blöð og greinar, ný blóm og ávext- ir. En rótin er æ hin sama, öll málþró- un verður að fylgja settum lögum, svo að hinar nýju greinar, blöð og blóm beri allt hið sama ættarmót. Það mætti vekja undrun, að hin smæsta þjóð hefur ein haldið hinni norrænu tungu lifandi á vörum sínum og verndað samarf frændþjóðanna. Sumir þakka þetta einangrun. En miklu hafa bókmenntirnar orðið þar happadrýgri. fslenzkar bókmenntir eru ekki skapaðar af fámennri yfirstétt né séreign hennar. Hér hefur raunar aldrei verið nein andleg „yfirstétt", og enn síður ,,almúgi“ eða „alþýða“ eins og þau orð eru venjulega skilin. Bók- menntir okkar eru skapaðar af ís- lenzkri alþjóð og þeirra notið af allri þjóðinni, lærðum og leikum, og fátæk- n og þjóðernið Jón Sigurbsson, bónda, YztafeLli um, húsgangsmönnum sem höfðingj- um. Þess vegna var enginn múgur til að eyða eða afskræma arfinn. í þessari geymslu okkar á norrænum og raunar samgérmönskum menningararfi liggur gildi íslenzkrar menningar. Þetta leggur okkur þá skyldu á herðar að glata ekki þeim gersemum, sem við höfum geymt einir í meir en þúsund ár. A tvennan hátt getum við bætt okk- ur upp fámennið: Meðal stórþjóðanna hefur aðeins fámenn stétt lifað menn- ingarlífi og lagt skerf til að efla vax- andi menningarerfð frá kynslóð til kynslóðar. Hér hafa þeir, sem vinna hörðúm höndum lífsnauðsynjar einn- ig verið „menntamenn" í tómstund- um sínum. Presturinn hefur staðið að slætti, háskólastúdentinn er enn „í síld- inni“, og smábóndinn og hásetinn stunda fræðar eða fagrar listir. Ef svo fárnenn þjóð á að geta borið uppi þróttmikla menningu, verður öll þjóð- in að hjálpast að. Hitt skiptir ekki minna máli: Bret- inn á varla málfélag, og því ekki sálu- . Öll einangrun er ur sögunni. Nú erum viÖ i þjóðbraut. félag við þá forfeður sína, sem fæddir eru fyrir daga Shakespeares. Svo er utn flestar okkar frændþjóðir. Við einir höfum varðveitt málerfirnar aftur í gráa forneskju, sem öllum öðrurn er hulin, og þar með sálufélagið við for- tíð alls hins norræna kynþáttar. Allir þeir vitru menn, sem uppi voru meðan norræna var töluð um Norðurlönd og allir íslendingar frá landnámsööld hafa lagt sína speki í þróun tungunnar, við þá alla eigurn við sálufélag um þúsundir ára. Kvæði Egils, Hávamál og margt aftan úr grárri heiðni og forneskju er okkur auðskilið, og sumt svo í dag talað. II. Háskinn um glötun tungu og þjóð- ernis er meiri nú en nokkru sinni. Öll einangrun er úr sögunni. Nú erum við í þjóðbraut. Ný áhrif, nýir at- vinnuhættir og ný tækni á öllum svið- um. íslendingar dvelja erlendis lang- dvölum hundruðum og þúsundum saman, og koma aftur heim, sumir gagnsýrðir erlendri liugsun og mál- fari. Hundruð erlendra manna taka sér hér bólfestu. Margir fslendingar hafa flutt heim erlendar konur. Hér situr fjölmennt erlent herlið, sem hlýt- ur að hafa rnikil skipti við þjóðina. N ú vitum við, að land okkar er auð- ugra en öll önnur að ónotuðum gæð- um. Geysi víðátta frjómoldar bíður ræktunar. Sandarnir allir og melarnir í byggðum eru ný-,,fundnir“ sem rækt- arlönd. Hákon Bjarnason er að færa landið sunnar, með því að færa að því sterk rök, að fábreytni gróðurs stafi fremur af einangrun en íshafskulda. Skjólbelti auka ef til vill ennþá gróð- ursæld. Jarðhitinn getur aukið ótrú- lega framleiðslumagn. Ef til vill verða 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.