Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 4
Velkomið heim, Helgafell! Stærsta skip samvinnuflotans er þriðja stærsta kaupskip þjóðarinnar og á heimahöfn i Rvik Helgafell, nýjasta og stærsta skip samvinnumanna, sigldi fánum skreytt inn á Reykjavíkurhöfn um hádegis- bilið 4. október síðastliðinn. Tók mik- ill fjöldi af starfsfólki Sambandsins á móti skipinu, en Sigurður Kristinsson, formaður SÍS, bauð skip og áhöfn vel- komið. Svaraði Hjörtur Hjartar fram- kvæmdastjóri af brúarvæng og bauð fólkinu að skoða skipið. Með komu Helgafells verða sam- vinnuskipin sex talsins, þar sem SÍS hefur selt hlut sinn í minnsta skipinu, Bláfelli. Er þetta orðinn ærið myndar- legur floti, allt ný og glæsileg skip, en samtals eru þau um 11.000 þungalest- ir. Batnar enn aðstaða samvinnufé- laganna til að veita þjóðinni aukna og bætta siglingaþjónustu og þau munu geta flutt enn stærri hluta af inn- og útflutningi sínum á eigin skipum. Gestkvæmt var í Helgafelli fyrstu dagana, sem það lá í höfn. Fyrri dag- inn bauð skipadeild ráðherrum, borg- arstjóra og fleiri fyrirmönnum að skoða skipið og fagna komu þess. Tók viðskiptamálaráðherra, Ingólfur Jóns- son, þar til máls og sagði meðal annars, að skip þetta væri ein stoðin undir sjálfstæði þjóðarinnar og væri gott, að þær stoðir yrðu sem flestar. Hann kvað þetta nýja skip mundu koma í stað eins eða tveggja leiguskipa og stuðla þannig að því, að þjóðin yrði sjálfri sér nóg um siglingar. Eysteinn Jóns- son, fjármálaráðherra, tók í sama streng og gekk þó öllu lengra, því að hann taldi, að siglingar ættu að geta orðið mikill atvinnuvegur fyrir ís- lendinga, eins og sumar nágranna- þjóðir okkar. Borgarstjórinn í Reykja- vík tók einnig til máls og bauð skip og áhöfn velkomin til heimahafnar sinn- ar. Auk þessara tóku til máls Hjörtur Hjartar framkvæmdastjóri og Þórhall- ur Sigtryggsson. Það var mál manna, sem sáu Helga- fell og skoðuðu það, að þar bættist Efri myndin sýnir reykháf Helgafells og nokkur af hátiðarflöggum þeim, er skipið skreyttu. — Neðri myndin sýnir mannfjöldann á bryggjunni við skipskomuna, en Hjörtur Hjartar talar af brúarvrrng og bauð hann fólkinu að skoða skipið.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.