Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 21
Vinsælasta efnið hér er Jrað sem er sérstaklega islenzkt: Þættir um islenzka náttúru, íslenzka tungu, bókmenntir og þjóðlegan fróðleik. En öllu þessu er þröngur stakkur skorinn, og horn- rekulega að Jrví búið. Þættirnir um tunguna og „náttúrulega Iiluti“, eru sem lialaklipptir, tíminn búinn þegar komið er að efninu. Fornsögulestur- inn er einu sinni í viku, en framhalds- sagan, oft erlendur reifari, marg sinnis. Engir fastir liðir eru á dagskrá, til þess að kynna úrvalsbókmenntir síð- ari tíma. Slíkt kemur aðeins sjaldan sem óvæntur hvalreki. Ég þori að fullyrða, að miklu vin- sælla yrði að draga úr jazzi og hljóm- kviðum í útvarpi, en verja meiru til Jress sem eflir samhengi nútímans við allt sem þjóðlegt er. Þar á bæði tung- an og sagan, Jrjóðlegar bókmenntir og fræði og íslenzkir atvinnuhættir að skipa öndvegissess yfir því sem er af erlendri rót. Það mundi fara saman að útvarpið yki vinsældir og menning- argildi. En auk þessa, ætti að gera sérstakar ráðstafanir til Jress að sem allra minnstu af mállýtum væri sleppt út á öldur ljósvakans frá sölum útvarpsins. Allir þeir, sem daglega þylja i út- varþ, verða að hafa fullkomlega skýr- fagran framburð. Þetta verður að gilda um alla sem þylja, hvort sem eru til- kynningar, fréttir eða veðurfregnir. Bæði fréttamenn og veðurfregna verða að vanda mál sitt betur en verið hefur, eða aðrir að korna í stað þeirra lökustu. Ekki má skerða frelsi til er- inda flutnings. En oft mundi betur henta að þeir liöfundar, sem illa eru máli farnir, fengju aðra til að lesa fyrir sig. Tilkynningar eru merkur útvarps- Jráttur og flytja rnargt sem flesta varð- ar. Oft eru þær á hraklegu máli. Jafn- vel tilkynningar um dánarh'egnir og jarðarfarir valda hneykslum vegna orðfæris. Spaugilegt verður stundum þegar boðberar gleðinnar eru að fara í kring um dansbann útvarpsins. Verstir allra eru þó kaupsýslumenn að málfari. Útvarpið ætti að eiga sér málvörð, sem gætti þess að sent minnst óhreint færi út af þess vörum. Hann ætti að kynninga, og hafa leyfi til að lag- færa mál, ef nauðsynlegt er, án þess að lengja eða breyta efni. Margt fleira Eiga þeir aö heita „landróÖrarbátar“ eða „heiin- róðrarbátar“? mundi áhugasamur málvörður end- urbæta urn flutning máls í útvarpi. VIII. Öll æskan gengur nú á skóla. Eftir nýjum lögum skal engum sleppt við minna en áratug, og sumir verða að sitja á skólum allt að tuttugu árum. Ég hefi áður Iiér í Samvinnunni bent á veilurnar í fræðsluskipan og skóla- skipan nútímans. Nýlega hefur verið samþykkt á Alþingi tillaga uin endur- skoðun hennar. Hér mun eigi rætt um skólamál í heild. En móðurmáls- kennslan er glöggt dæmi þess hve öll okkar skólaskipan er óhagnýt. Móðurmálskennsluna vantar eigi stundafjölda í skólanum. En þar vant- ar Jrjóðlega raunliyggju. Það verður varla fullyrt, að skólaæska nútímans tali betur nrál en hennar foreldri, sem fékk enga skólafræðslu. Honum er ekki léttara um að koma orðum að hugsun sinni í riti, í stuttu máli, ljósu og læsilegu. Ég \il að lokum Jressarar greinar benda á nokkur atriði, sem ég hygg að skólamenn okkar ættu að lmgleiða: 1. Málfræðiskennslu á mjög að tak- marka. Hún mun eiga drjúgan þátt í að vekja námsleiða og andúð nem- enda á námsgreininni, og sannað er, að ýmsir hinir nrestu snillingar á ís- lenzkt mál hafa lítið eða ekkert vitað í málfræði. 2. Stafsetningarreglur ber að gera einfaldari. Sleppa t.d. (z) setunni, tvö- földun samhljóða, þar sem eigi heyr- ist í framburði og fleiru sem frjáls- lyndum málfræðingum kemur saman um, af „skynsamlegu viti“. 3. Mjög sé minnkuð kennsla á setn- ingu greinarmerkja. Greinarmerki tákni aðeins lengri eða skemmri Jragn- ir. Höfundi á að vera frjálst hversii hann talar, með Jxign, sem orðum. Margir hinir snjöllustu höfundar þverbrjóta allar reglúr skólanna um greinarmerki og setningaskipan. Ég bið menn að athuga ritsmíðar Þórhalls biskups, Þorgils gjallanda, Guðmund- ar á Sandi, Jónasar frá Hriflu, Hall- dórs Kiljans og Þorbergs svo nokkrir snillingar séu nefndir, sem ritað hafa á tuttugustu öld. 4. Hinsvegar má verja margfalt meiri tíma til Jress að rekja orð til upp- runa, skýra hver er frummerking og hversu þau hafa breytzt í merkingu og meðferð. Skýra jafnframt talshætti og orðkviði forna og nýja og kenna rétta notkun þeirra. 5. Nýlega hafa kennarar í einum barnaskóla Reykjavíkur sagt frá ár- angursríku tilraunum sínum, um að lækna nemendur sína af flámæli. Þarna er rétt stefnt. Fræðslumála- stjórn Jrarf eftir tillögum málvísinda- manna að setja framburðarreglur, sem viðurkenndar séu í öllum skólum. Með kennslu og brýningum má efa- lítið sigrast á flámælinu, linmælinu, slappmælinu, „þágufalls sýkinni“ og öðrum fleiri málskemmdum. 6. Við lestur úrvalsrita, lærist ó- sjálfrátt að rita Ijóst og kjarnyrt, fag- urt mál. En þarna getur kennari hjálp- að meira en flestir hyggja, ef honum er sjálfum ljóst í hverju er talin glögg, skvr og fögur meðferð íslenzkunnar. Beinn frásagnarstíll fer að jafnaði bezt nteð sjálfstæðum höfuðsetning- um. Langdregnar Jrvælur aukasetn- inga eru oftast til lýta. Ég hefi oft að gamni mínu greitt slíkar setninga- þvælur, og höggvið þá á hnúta og bút- að í sjálfstæðar setningar. Mér virð- ist að mál styttist oftast í slíkri með- ferð, verði ljósara og læsilegra, án þess að efni tapist. Ég vil biðja kenn- ara að reyna þetta, bæði við eigin rit- smíðar og nemenda sinna og vita hvort eigi má betur fara. Miklu skiptir, að orðaröð sé eðlileg. Nú tíðkast mjög að setja sögnina fyrsta þegar frá er skýrt, en gjörandann á eft- ir: „Voru þeir komnir“ í stað „þeir voru komnir“, o.s.frv. Við athugun finna allir, að fyrri setningin hæfir spurningu, en hin síðari frásögn. Talshættirnir íslenzku voru ríkur 21

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.