Samvinnan - 01.12.1955, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra
samvinnufélaga.
Ritstjóri: Benedikt Gröndal.
Ritstjórn og afgreiðsla í
Sambandshúsinu, Re}-kjavík.
Ritstjórnarsími 7080.
Kemur út mánaðarlega.
Verð árgangsins kr. 50.00.
Verð í lausasölu 5 kr.
Prentsmiðjan Edda.
Efni:
Bls. !=
Hátíð friðarins — þrátt fyrir
allt ................'. . . 3
Frá Hamarsfirði til heims-
borganna ................. 4
Loforðið, jólasaga, eftir
Preben Schultz ........... 8
Þar glitra daggir . . . ferða-
þættir, eftir Sigvalda
Hjálmarsson ............. 10
Hagyrðingur kveður sér
hljóðs, vísur eftir Trausta
Reykdal ................. 12
Arnold Toynbee, frægasti
sagnfræðingur vorra tíma 13
Frægir málarar VI.:
E1 Greco ................ 14
Jólakveðja, eftir Sigurð frá
Brún .................... 15
Jól í fásinninu, saga eftir
Garðar Jóhannesson .... 16
Ferð Umjaans gamla........ 19
Kengúran................... 21
Ævintjmið um Cesar Ritz .. 22
SIS Austurstræti, mynda-
opna .................... 24
Framhaldssagan: Hrekk-
vísi örlaganna, sögulok . . 26
„Melgrasskúfurinn harði“ er
meitlaður í kjarna þjóð-
arinnar ................. 30
Jólapakkar og jólabakstur,
eftir Ástu Jónsdóttur . . 32
Rósin frá Ríó, ný framhalds-
saga fyrir börn ........... 35
DES. 1955
XLIX. ÁRG. 12.
Kjarabótum kjörbúðar
kynnist þjóðin von bráðar. —
Kjarabúð og kaupfélag
koma verzlun bezt í lag.
Hjörtur Þórarinsson.
Kjörbúð SÍS er kraftaverk,
kjörbúð SÍS er nýjung merk.
Ef kjörbúð SÍS þú kemur í,
þín kjörbúð verður upp frá því.
Valdimar K. Guömundsson.
UM ÞAÐ BIL, sem síðasta örkin af
þessu jólahefti fer í prentvélina, er
verið að opna á Akureyri fjórðu kjör-
búðina, sem samvinnufélögin standa
að, og hina fjórðu í landinu. Er sú á
Akureyri, við sjálft Ráðhústorg, mynd-
arleg og fögur, eins og KEA var von
og vísa. Það er merkilegt við þessa
verzlun, að hún er ekki innréttuð eða
skipulögð eftir dönskum fyrirmyndum
eins og sunnlenzku búðirnar, heldur
eftir sænskri gerð. Er þar á nokkur
munur, sem mun að vísu ekki vera
mikill í augum félagsfólksins, en get-
ur skipt nokkru máli fyrir þá, sem
stjórna og eiga að finna hið hentug-
asta form fyrir íslenzkar aðstæður.
Þótti samvinnumönnum skynsamlegt
að sækja fyrirmyndir til beggja
frændþjóða okkar, Dana og Svía, sem
hvorir tveggja standa í fremstu röð
í heiminum í gerð slíkra verzlana.
KJÖRBÚÐ var nafnið, sem dóm-
nefndin í samkeppninni valdi, og hafa
spunnizt um það nokkrar deilur, eins
og vænta mátti. Hátt á annað hundr-
að manns höfðu sent tillögu um orð-
ið valbúð, sem nefndin þó hafnaði og
taldi ekki eins gott og kjörbúð. Menn
sýndu aðdáanlegan áhuga í þessari
samkeppni og alls voru það 623, sem
sendu tillögur. Sumir sendu jafnvel
yfir 20 tillögur. Það kann að vera ein-
hverjum til nokkurrar skemmtunar
og fróðleiks að sjá sýnishorn af þess-
um tillögum. Forfeður okkar voru frá-
bærlega orðhagir og ýmis forn heiti
eru gimsteinar. Eftir þessum tillögum
geta menn svo dæmt um, hvort nú-
tímamenn eru verrfeðrungar. Þetta er
aöeins lítill hluti af nafngiftunum:
Kjörbúð, valbúð, rásbúð, hraðbúð,
kaupvangur, hraðsala, snarbúð, sjálf-
henda, körfubúð, kaupskemma, sísala,
hagbúð, vildarsala, gripla, kjörbjörg,
búrverzlun, hagsala, valsalir, velja,
lystibúð, léttiverzlun, handbúð, vals-
verzlun, kvikk-búð, valgreiðslustöð,
tínubúð, sólóverzlun, f jölhagsstöð, ný-
sala, handraði, búrbúð, sjálfselja, ráp-
sala, göngubar, valhöll, valtína, fjöl-
sala, sölugerði, kauptröð, autohrað,
hremma, sælusala, sjálftaka, örskipti,
kjörskáli, sýslun, reiðusala, biðléttir,
kjós, fjölhöndlun, sjálfbirgingsverzl-
un, eiginþjónustuverzlun, snillistýrð-
arverzlun, djarfstýrðarverzlun, hrað-
mangari, kjarvalsbúð, sjálfbirgingur,
hrifsiverzlun, gramsverzlun, útíhönd-
verzlun, stallbúð, personaldeild, tak-
sjálfverzlun, höndlverzlun, álitsdeild
SÍS, beitarverzlun, rápsala, röltkaup,
randbúð, svinglbúð, regludeild, al-
menningsafgreiðsla, gripdeild, val-
þjófsstaðir.
MYNDIRNAR af listaverkum Rík-
arðs Jónssonar tók Alfreð D. Jónsson
ljósmyndari. Norðri gefur nú út mjög
fallega og vandaða bók með myndum
af listaverkum eftir Ríkarð. Norðri er
þrjátíu ára um þessar mundir og gef-
ur í því tilefni út bókina „Gamlar
myndir". Myndirnar eru valdar úr
söfnum elztu ljósmyndara á íslandi.
Myndirnar úr kjörbúð SÍS í Aust-
urstræti og myndina af Sambands-
húsinu tók Þorvaldur Ágústsson.
Myndirnar í sögurnar „Jól í fásinn-
inu“ og „Loforðið" teiknaði Gísli
Sigurðsson.
SAMVINNAN
óskar öllum
lesendum sínum
gleðilegra jóla,
árs og friðar
V_________________,
2